Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Árvakur hf. skilaði 93 milljónum króna í hagnað á síðastliðnu ári Metár hvað auglýsinga- magn varðar Árvakur hf. úr ársn ðikningi 1998 I Rekstrarreikningur Miiijónirkróna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 2.565 2.170 +18,2% Rekstrargjöld 2.408 2.040 +18,0% Hagnaður án fjármagnsliða 157 139 +12,9% Fjármagnsliðir, nettó -19 -18 +5,6% Óreglulegir liðir -10 Hagnaður af reglul. starfsemi 139 112 +24,1% Tekju- og eignarskattur -46 -28 +64,3% Hagnaður ársins 93 74 +25,7% Efnahagsreikningur Miiijónir kmna 31/12*98 31/12 '97 Breytíng | Elgnlr: \ Fastafjármunir 1.084 1.001 +8,3% Veltufjármunir 645 460 +40,2% Eignir samtals 1.729 1.461 +18,3% | Skuldir og eiglð fé: | Eigið fé 751 670 +12,1% Langtímaskuldir 436 364 +19,8% Skammtímaskuldir 473 343 +37,9% Skuldir og eigið fé samt. 1.729 1.480 +18,3% Sjóðstreymi og kennitölur 1998 1997 Breyting Handbærtfé Milljónir króna 210 83 +153,0% Veltufé f rá rekstri Milljónir króna 215 181 +18,8% Veltufjárhlutfall 1,36 1,34 Hagnaður sem hlutf. af rekstrartekjum 3,60% 3,40% Eigið fé sem hlutf. af heildareignum 43,4% 45,8% Arðsemi eigin fjár 13,9% 12,1% ÁRVAKUR hf., sem gefur út Morg- unblaðið, skilaði 93 milljónum króna í hagnað á síðastliðnu ári, samanbor- ið við 74 milljónir árið 1997, og nem- ur aukningin milli ára 25,7%. Velta félagsins jókst um 18,2% milli ára, en hún nam 2.565 milljónum króna í fyrra, samanborið við 2.170 milljónir árið áður. Aðalfundur Árvakurs hf. var hald- inn síðastliðinn laugardag og í skýrslu stjómar félagsins, sem Hall- grímur B. Geirsson, framkvæmda- stjóri Arvakurs hf., flutti, kom m.a. fram að meðalupplag Morgunblaðs- ins á síðasta ári var 53.982 eintök á móti 52.760 eintökum árið 1997. Út- komudagar á síðasta ári voru alls 297 og blaðsíðufjöldi var 28.924 á móti 26.672 árið 1997, eða 2.252 blað- síðum fleiri. Það er 8,4% aukning milli ára og jafnframt mesta blað- síðutal frá upphafi. Hvað auglýsingamagn varðar var síðastliðið ár metár frá upphafi. Aukning í auglýsingamagni var 18,3% milli ára, og vora auglýsingar 36,11% af heildarblaðsíðufjölda á móti 33,09% árið 1997. Fjárfest fyrir 214,5 milljónir króna Arvakur hf. fjárfesti á síðastliðnu ári fyrir alls 214,5 milljónir króna á móti 123,7 milljónum árið á undan, en líkt og árið áður var mikill meiri- hluti fjárfestinga ársins til kaupa og endurnýjunar véla og áhalda. Stjóm félagsins tók þá ákvörðun á haustdögum 1997 að festa kaup á svokölluðum innsetningar- og pökk- unarbúnaði fyrir sem svaraði 140 milljónum króna. I máli Hallgríms B. Geirssonar kom fram að tilgangur fjárfestingarinnar hafi einkum verið þríþættur. I fyrsta lagi að mæta auknum kröfum mai'kaðarins um lit- prentun án þess að þurfa að stækka eða endumýja prentvél, í öðru lagi að auðvelda pökkun og dreifingu sam- fara ört stækkandi blaði, og í þriðja lagi væri unnt með þessum búnaði að bjóða nýja þjónustu, þ.e. dreifingu ýmist á efni sem prentað yrði í prent- smiðju Morgunblaðsins eða annars staðar. Tækjabúnaðurinn var tekinn í notkun í apríl í fyrra og nema beinar tekjur af dreifingarstarfsemi á síð- astliðnu ári 15,5 milljónum króna þann tíma sem búnaðurinn hefur ver- ið starfræktur, en þá er ótalinn ávinningur af aukinni litprentun og hagræði við pökkun og dreifingu. I árslok 1997 tók stjóm Árvakurs hf. ákvörðun um kaup á framleiðslu- og ritstjómarkerfi frá danska fyrir- tækinu CCI fyrir um 140 milljónir króna og hefur verið unnið að skipu- lagi og uppsetningu kerfisins allt síð- astliðið ár, auk þjálfunar starfsmanna á þessu ári. Sagði Hallgrímur að búist væri við að áætlanir stæðust og kerfið yrði tekið í notkun í áfóngum upp úr miðju þessu ári. Sagði hann ástæðu til að ætla, eins og til hafi verið stofnað, að nýja ritstjómar- og framleiðslu- kerfið auki öryggi og flýti framleiðslu og vinnslu Morgunblaðsins. Síðastliðið haust samþykkti stjórn Arvakurs hf. heimild til fjármögnun- ar og kaupa á tveimur Ágfa Polaris CTP vélum og tilheyrandi búnaði fyrir allt að 50 milljónum króna, en vélbúnaði þessum er ætlað að leysa af hólmi ljóssetningarvélar sem Morgunblaðið hefur til skamms tíma verið keyrt út á í filmum. Sagði Hall- grímur að tilgangur fjárfestingar- innar væri fyrst og fremst að tryggja framleiðsluöryggi blaðsins, en kostir þessarar nýju tækni væm einkum aukin gæði, tímasparnaður og hag- ræðing í vinnslu, og síðast en ekki síst umhverfisvænni framleiðsla þar sem úr sögunni yrði að mestu leyti filmuvinnsla með tOheyrandi spilli- efnum. Gert er ráð fyrir að vélbún- aðurinn verði tekinn í notkun í áfóngum á þessu ári og er starf- ræksla hans þegar hafin. I máli Hallgríms kom fram að allt síðastliðið ár hafi markvisst verið unn- ið að því að taka upp umhverfisstjóm- unarkerfi í allri starfsemi Arvakurs hf. í samræmi við alþjóðastaðalinn ISO 14001. Hafa starfsmenn félagsins frá öllum deildum komið að starfinu undir stjóm umhverfisráðs félagsins sem Haraldur Sveinsson stjómarfor- maður Árvakurs hf. veitir forstöðu. Sagði Hallgrímur að uppbygging um- hverfísstjómunarkerfis hefði þegar skapað skilyrði til markvissari nýting- ar á aðfóngum og orkuspamaði. Óhjákvæmilegt að huga að húsnæðismálum Fram kom í skýrslu stjórnar Ár- vakurs hf. að að óbreyttum rekstrar- umsvifum og rekstrarumhverfi sé nú orðið óhjákvæmilegt að huga að hús- næðismálum félagsins, sem aftur verði ekki gert án tillits til stækkun- ar eða eftir atvikum endurnýjunar prentvélar. Þótt byggt hafi verið vel við vöxt og rými mikið þegar flutt var inn í seinni áfanga húsbyggingar árið 1993 sé svo komið að víða þrengi alvarlega að deildum auk pappírs- geymslu prentsmiðju. Arvakur hf. á byggingarrétt norð- an og vestan við núverandi bygging- ar félagsins, en fram kom í máli Hallgríms að það lægi ekki í augum uppi með hvaða hætti nýbygging nýttist best framtíðarstarfsemi fé- lagsins. Af þeim sökum hafi Emi Jó- hannssyni skrifstofustjóra og Helgu Gunnarsdóttur ai'kitekt verið falið að hafa forystu um þarfagreiningu á starfsemi félagsins svo stjóm þess geti tekið ákvörðun um næstu skref. Sagði Hallgrímur að ef að líkum léti væm hér í uppsiglingu stærstu við- fangsefni félagsins á næstu ámm. Stjóm og varastjórn Arvakurs hf. var endurkjörin á aðalfundinum. Fundur Verslunarráös og Amerísk-íslenska verslunarráðsins Þriðjudaginn 18. maí 1999, kl. 12:00 - 13:30 í Skála, Hótel Sögu I __________________________________ HADEGISVERÐARFUNDUR MEÐ DAVID FRIEDMAN RÖKIN MEÐ OG Á MÓTI RÍKISVALDI - SJÓNARMIÐ HAGFRÆÐINGS Dr. David Friedman hefur á undanfömum árum stundað kennslu við hagfræði- og lagadeildir ýmissa fremstu háskóla Bandaríkjanna og kennir um þessar mundir við lagadeild Santa Qara háskólans í Kalifomíu. Fyrsta bók hans, The Machineiy of Freedom, kom út árið 1971 og hafa skrif hans vakið mikla athygli allt ffá þeim tíma. Dr. David Friedman hefur ritað fjölmargar greinar og sent ffá sér bækur, ekki síst um hagffæðileg efhi, þar sem hann hefur meðal annars fjallað mikið um vhkni hins fijálsa markaðar og hvemig markaðurinn starfar án opinberra afskipta. í ræðu sinni á fundinum á Hótel Sögu mun hann ræða rökin með og á móti ríkisvaldi, hvemig ríkisafskipti hafa áhrif á hagkerfið og hinn fijálsa markað og svara spumingum á borð við þá hvers vegna einokun ríkisfyrirtækja sé skaðlegri heldur en einokun einkaaðila. V__________________________________________________________________ Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eöa meö tölvupósti mottaka @ chamber.is. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Morgunblaðið/Sverrir Lokaverkefni kynnt OPIN kynning- á lokaverkefnum útskriftarnema í kerfisfræði við tölvunarfræðideild Viðskiptahá- skólans í Reykjavík hófst í gær og stendur tii 19. maí. Að sögn Guð- finnu S. Bjarnadóttur, rektors skólans, útskrifast að öllum lík- indum tæplega sextíu nemendur sem kerfisfræðingar eftir tveggja ára nám við skólann í vor, en stór hluti þeirra mun halda áfram í skólanum og ljúka BS-gráðu í tölvunarfræðum. Guðfinna segir að verkefnin séu unnin í samvinnu við fyrirtæki, og telur hún að þau séu almennt framsækin. Hafi komið fram mörg áhugaverð viðfangsefni á undanförnum árum. Að sögn Guð- finnu á hún von á því að allir nemendurnir séu komnir með vinnu í faginu. Á myndinni sést Hilmar Vil- hjálmsson kynna verkefnið „IXP Mail Exchange-úrvinnsla úr tölvu- pósti fyrir IKEA-verslanir sem notar Navision Financials". Verk- efnið vann hann ásamt Bergljótu Sigurðardóttur, en alls eru 18 lokaverkefni kynnt á kynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.