Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ungbarnanudd - sumarið '99 Fyrir foreldra barna á aldrinuml-10 mánaða. Kennsla á mánud. og fimmtud. í Reykjavík. Helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Panta tíma með góðum fyrirvara. Sérmenntaður kennari frá IAMI. Skipholti 50c, HEILSUSETUR sími 562 4745, 552 1850, 896 9653. ÞÓRGUNNU RÝMINGARSALA Gleraugu - Mikið úrval SjóiiCÍÖ GLERAUGNAVERSLUN LAUGAVEGI 62, SÍMI 552 5935 VIÐSKIPTI Hagnaður Jökuls hf. á Raufarhöfn minnkaði í fyrra Mun betri horfur í landvinnslunni MINNI aflaheimildir í úthafsrækju, lélegri afli á Skjálfanda og markaðs- hrun í Rússlandi áttu sinni þátt í að afkoma Jökuls hf. á Raufarhöfn versnaði í fyrra. Fór hagnaður fyrir afskriftir úr 173 mUljónum árið 1997 í 154 mUljónir í fyrra. í ræðu Reynis Þorsteinssonar stjórnarformanns á aðalfundi í gær kom fram að mestu vonbrigðin hefðu þó orðið vegna 100 mUljóna króna taps á fjölveiðiskipinu Amarnúp sem var selt. HeUdartekjumar voru um 937,5 mUljónir en rúmlega 958 mUljónir 1997. Hluthafar vom í árslok 219 og átti Raufarhafnarhreppur rúm 60% í fyrirtækinu. Mikið tap varð á rekstri frysti- hússins vegna loðnubrests og erfitt var að komast yflr Rússafisk sem snarhækkaði í verði. Ásbjöm Ólafur Ásbjömsson tók við stöðu fram- kvæmdastjóra í mars sl. og að sögn hans em horfumar núna betri vegna þess að mildll bati hefur orðið í rekstri landvinnslunnar frá fyrra ári. „Við eigum nú auk þess hráefni, tvífrystan Rússaflsk, sem dugar okk- ur út september, tryggðum okkur þetta hráefni núna um síðustu helgi. Við gerum ráð fyrir tapi á frystihús- inu en jákvæðu veltufé frá rekstrin- um sjálfum. Þá gemm við ráð fyrir mjög lítUli loðnufrystingu, 1.500 tonnum, og lágu verði eða 22 krón- um. Frystigetan er 150-180 tonn á sólarhring. En auðvitað er fátt ör- uggt og ekki má mikið bregða út af en við eram að ná góðum árangri í landvinnslunni.“ Hann segir að alltaf sé mjög erfitt að gera áætlanir um loðnuna. En hægt ætti að vera að koma rekstri frystihússins í tiltölulega gott horf án þess að nokkur loðnuvinnsla verði og það séu mikU umskipti frá því sem var eða 85-90 mUljóna króna tapi. Nú sé gert ráð fyrir 10-11 mUlj- óna tapi en á móti komi afskriftir og því ætti að fást veltufé upp á um 25 mUljónir. Rauðinúpur reynst vel Ásbjöm sagði að gerðar hefðu verið breytingar á rækjufrystitogar- anum Rauðanúpi í Póllandi og því hefði skipið ekki getað hafið veiðar fyrr en langt var liðið á árið. Hins vegar hefðu veiðamar gengið mjög vel og skipið reynst prýðilega eftir Kaup íslenskra aðalverktaka á öllum hlutabréfum í Álftárósi Samningarnir á lokastigi ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. og Öm Kjærnested, eigandi Alftáróss ehf., hafa tilkynnt að gengið verði til lokafrágangs samnings um kaup ís- lenskra aðalverktaka hf. á öllum hlutabréfum í Álftárósi ehf., en 15. apríl síðastliðinn var Verðbréfa- þingi Islands send tilkynning um að ákveðið hefði verið að hefja viðræð- ur um kaupin. Samkomulagið sem nú er verið að leggja lokahönd á felur í sér að Örn Kjæmested verði áfram fram- kvæmdastjóri Álftáróss ehf. sem verður rekið sem sjálfstætt fyrir- tæki. Aðalverkefni Álftáróss era tengd íbúðabyggingum í Mosfells- bæ, Hafnarfirði og Reykjavík, ásamt verktöku fyrir SÁÁ og K. Karlsson hf. Stærsta einstaka bygg- ingarsvæði Alftáróss er uppbygging á líirkjutúnsreit í Reykjavík en þar mun félagið byggja á þriðja hund- rað íbúða auk skrifstofuhúsnæðis. KR-Sport hf. skráð á Opna tilboðsmarkaðinn KR-SPORT hf. hefur verið skráð á Opna tilboðsmarkaðinn og er um að ræða fyrsta skref félagsins áður en sótt verður um skráningu á Vaxtar- lista Verðbréfaþings íslands síðar á þessu ári. Viðsldpti hafa átt sér stað með hlutabréf félagsins á genginu 1,20 sem er 20% hækkun frá útboðs- gengi. Búnaðarbankinn Verðbréf og Verðbréfastofan önnuðust hlutafjár- útboð KR-Sports hf. fyrr á þessu ári og var boðið út hlutafé að fjárhæð 50 milljónir króna á genginu 1,00. Mikil eftirspum var eftir hlutabréfum og skráðu rúmlega 1.100 aðilar sig fyrir hlut í félaginu og er KR-Sport hf. á meðal 15 fjölmennustu hlutafélaga á fslandi, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Óskað var eftir hlutafé fyrir rúmlega 67,4 milljónum króna, sem er 35% umframeftirspum. Hlutabréf í KR-Sport hf. verða send út síðar í þessari viku. breytingamar, reiknað væri með að tekjumar af skipinu yrðu nú hærri en á fyrra ári vegna betri nýtingar í pakkningu. „Við gerum ráð fyrir að hann veiði um 1.380 tonn og það virðist ætla að ganga upp og meðal- - verðið hefur hækkað vegna þess að rækjan er svo miklu betri, verðið fer úr 156 krónum í meira en 200.“ Ásbjöm sagði að margt hefði vald- ið lélegri árangri í fyrra t.d. hefði farið mikill og dýrmætur tími og út- gjöld vegna sölu og kaupa á skipum, í samninga við SR-mjöl um smíði á skipi í Kína, einnig vegna tilboðs sem Jökull gerði í Víkurberg. En mikið hefði munað um söluna á Arnarnúpi til Samherja þar sem tapið á skipinu var þungur baggi. Auk Rauðanúps gerir Jökull út nótaskipið Sunnuberg og rækjubát- ana Reistamúp og Öxamúp sem hafa verið á innfjarðarrækju. Auk Amarnúps var einnig seldur rækju- báturinn Atlanúpur. Fyrirtækið á meirihluta í Brimni ehf. er gerir út frystitogarann Brimi en 33 milljóna tap varð á þeirri útgerð. Frá áramót- um hefur Jökull hins vegar séð sjálf- ur um allan reksturinn á skipinu. Nýr fram - kvæmda- stjóri sölu- og markaðs- sviðs ÍS • JÓHANNES Már Jóhann- esson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs íslenskra sjávaraf- urða hf. Jóhannes Már er fæddur á Akureyri 16. ágúst 1962. Hann útskrifaöist frá Samvinnuskól- anum á Bifröst 1982 og var í starfsnámi Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga 1982-1984. Jóhannes sá um bókhald á skrifstofu SÍS í London 1984-1986 og var markaös- fulltrúi hjá iðnaðardeild SÍS og síöar Álafossi 1986-1989. Á árunum 1989-1992 starf- aöi Jóhannes hjá íslenskum sjávarafurðum hf., fyrst sem markaðsfulltrúi og sfðar deild- arstjóri. Frá 1992 þar til á síöasta ári eða í sex ár var Jóhannes umsjónarmaöur sölu- og mark- aösmála Samherja hf. á Akur- eyri. Frá þeim tíma hefur hann veriö umsjónarmaður sölu- og markaösmála hjá Rskafurðum Útgerð hf. á Seltjarnarnesi. Jóhannes Már er kvæntur Helgu Björgu Jónasardóttur myndlistarmanni og eiga þau þrjú börn. ELSTA VÍRAVERKSTÆÐI LANDSINS ER FLUTT FRÁ BOÐAGRANDA 2, AÐ GRANDAGARÐI 8 1 m (VIÐ HLIÐINA Á ELLINGSEN) Grandagarði 8, Reykjavík sími 562 7055, fax 562 7057
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.