Morgunblaðið - 18.05.1999, Side 22

Morgunblaðið - 18.05.1999, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ungbarnanudd - sumarið '99 Fyrir foreldra barna á aldrinuml-10 mánaða. Kennsla á mánud. og fimmtud. í Reykjavík. Helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Panta tíma með góðum fyrirvara. Sérmenntaður kennari frá IAMI. Skipholti 50c, HEILSUSETUR sími 562 4745, 552 1850, 896 9653. ÞÓRGUNNU RÝMINGARSALA Gleraugu - Mikið úrval SjóiiCÍÖ GLERAUGNAVERSLUN LAUGAVEGI 62, SÍMI 552 5935 VIÐSKIPTI Hagnaður Jökuls hf. á Raufarhöfn minnkaði í fyrra Mun betri horfur í landvinnslunni MINNI aflaheimildir í úthafsrækju, lélegri afli á Skjálfanda og markaðs- hrun í Rússlandi áttu sinni þátt í að afkoma Jökuls hf. á Raufarhöfn versnaði í fyrra. Fór hagnaður fyrir afskriftir úr 173 mUljónum árið 1997 í 154 mUljónir í fyrra. í ræðu Reynis Þorsteinssonar stjórnarformanns á aðalfundi í gær kom fram að mestu vonbrigðin hefðu þó orðið vegna 100 mUljóna króna taps á fjölveiðiskipinu Amarnúp sem var selt. HeUdartekjumar voru um 937,5 mUljónir en rúmlega 958 mUljónir 1997. Hluthafar vom í árslok 219 og átti Raufarhafnarhreppur rúm 60% í fyrirtækinu. Mikið tap varð á rekstri frysti- hússins vegna loðnubrests og erfitt var að komast yflr Rússafisk sem snarhækkaði í verði. Ásbjöm Ólafur Ásbjömsson tók við stöðu fram- kvæmdastjóra í mars sl. og að sögn hans em horfumar núna betri vegna þess að mildll bati hefur orðið í rekstri landvinnslunnar frá fyrra ári. „Við eigum nú auk þess hráefni, tvífrystan Rússaflsk, sem dugar okk- ur út september, tryggðum okkur þetta hráefni núna um síðustu helgi. Við gerum ráð fyrir tapi á frystihús- inu en jákvæðu veltufé frá rekstrin- um sjálfum. Þá gemm við ráð fyrir mjög lítUli loðnufrystingu, 1.500 tonnum, og lágu verði eða 22 krón- um. Frystigetan er 150-180 tonn á sólarhring. En auðvitað er fátt ör- uggt og ekki má mikið bregða út af en við eram að ná góðum árangri í landvinnslunni.“ Hann segir að alltaf sé mjög erfitt að gera áætlanir um loðnuna. En hægt ætti að vera að koma rekstri frystihússins í tiltölulega gott horf án þess að nokkur loðnuvinnsla verði og það séu mikU umskipti frá því sem var eða 85-90 mUljóna króna tapi. Nú sé gert ráð fyrir 10-11 mUlj- óna tapi en á móti komi afskriftir og því ætti að fást veltufé upp á um 25 mUljónir. Rauðinúpur reynst vel Ásbjöm sagði að gerðar hefðu verið breytingar á rækjufrystitogar- anum Rauðanúpi í Póllandi og því hefði skipið ekki getað hafið veiðar fyrr en langt var liðið á árið. Hins vegar hefðu veiðamar gengið mjög vel og skipið reynst prýðilega eftir Kaup íslenskra aðalverktaka á öllum hlutabréfum í Álftárósi Samningarnir á lokastigi ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. og Öm Kjærnested, eigandi Alftáróss ehf., hafa tilkynnt að gengið verði til lokafrágangs samnings um kaup ís- lenskra aðalverktaka hf. á öllum hlutabréfum í Álftárósi ehf., en 15. apríl síðastliðinn var Verðbréfa- þingi Islands send tilkynning um að ákveðið hefði verið að hefja viðræð- ur um kaupin. Samkomulagið sem nú er verið að leggja lokahönd á felur í sér að Örn Kjæmested verði áfram fram- kvæmdastjóri Álftáróss ehf. sem verður rekið sem sjálfstætt fyrir- tæki. Aðalverkefni Álftáróss era tengd íbúðabyggingum í Mosfells- bæ, Hafnarfirði og Reykjavík, ásamt verktöku fyrir SÁÁ og K. Karlsson hf. Stærsta einstaka bygg- ingarsvæði Alftáróss er uppbygging á líirkjutúnsreit í Reykjavík en þar mun félagið byggja á þriðja hund- rað íbúða auk skrifstofuhúsnæðis. KR-Sport hf. skráð á Opna tilboðsmarkaðinn KR-SPORT hf. hefur verið skráð á Opna tilboðsmarkaðinn og er um að ræða fyrsta skref félagsins áður en sótt verður um skráningu á Vaxtar- lista Verðbréfaþings íslands síðar á þessu ári. Viðsldpti hafa átt sér stað með hlutabréf félagsins á genginu 1,20 sem er 20% hækkun frá útboðs- gengi. Búnaðarbankinn Verðbréf og Verðbréfastofan önnuðust hlutafjár- útboð KR-Sports hf. fyrr á þessu ári og var boðið út hlutafé að fjárhæð 50 milljónir króna á genginu 1,00. Mikil eftirspum var eftir hlutabréfum og skráðu rúmlega 1.100 aðilar sig fyrir hlut í félaginu og er KR-Sport hf. á meðal 15 fjölmennustu hlutafélaga á fslandi, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Óskað var eftir hlutafé fyrir rúmlega 67,4 milljónum króna, sem er 35% umframeftirspum. Hlutabréf í KR-Sport hf. verða send út síðar í þessari viku. breytingamar, reiknað væri með að tekjumar af skipinu yrðu nú hærri en á fyrra ári vegna betri nýtingar í pakkningu. „Við gerum ráð fyrir að hann veiði um 1.380 tonn og það virðist ætla að ganga upp og meðal- - verðið hefur hækkað vegna þess að rækjan er svo miklu betri, verðið fer úr 156 krónum í meira en 200.“ Ásbjöm sagði að margt hefði vald- ið lélegri árangri í fyrra t.d. hefði farið mikill og dýrmætur tími og út- gjöld vegna sölu og kaupa á skipum, í samninga við SR-mjöl um smíði á skipi í Kína, einnig vegna tilboðs sem Jökull gerði í Víkurberg. En mikið hefði munað um söluna á Arnarnúpi til Samherja þar sem tapið á skipinu var þungur baggi. Auk Rauðanúps gerir Jökull út nótaskipið Sunnuberg og rækjubát- ana Reistamúp og Öxamúp sem hafa verið á innfjarðarrækju. Auk Amarnúps var einnig seldur rækju- báturinn Atlanúpur. Fyrirtækið á meirihluta í Brimni ehf. er gerir út frystitogarann Brimi en 33 milljóna tap varð á þeirri útgerð. Frá áramót- um hefur Jökull hins vegar séð sjálf- ur um allan reksturinn á skipinu. Nýr fram - kvæmda- stjóri sölu- og markaðs- sviðs ÍS • JÓHANNES Már Jóhann- esson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs íslenskra sjávaraf- urða hf. Jóhannes Már er fæddur á Akureyri 16. ágúst 1962. Hann útskrifaöist frá Samvinnuskól- anum á Bifröst 1982 og var í starfsnámi Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga 1982-1984. Jóhannes sá um bókhald á skrifstofu SÍS í London 1984-1986 og var markaös- fulltrúi hjá iðnaðardeild SÍS og síöar Álafossi 1986-1989. Á árunum 1989-1992 starf- aöi Jóhannes hjá íslenskum sjávarafurðum hf., fyrst sem markaðsfulltrúi og sfðar deild- arstjóri. Frá 1992 þar til á síöasta ári eða í sex ár var Jóhannes umsjónarmaöur sölu- og mark- aösmála Samherja hf. á Akur- eyri. Frá þeim tíma hefur hann veriö umsjónarmaður sölu- og markaösmála hjá Rskafurðum Útgerð hf. á Seltjarnarnesi. Jóhannes Már er kvæntur Helgu Björgu Jónasardóttur myndlistarmanni og eiga þau þrjú börn. ELSTA VÍRAVERKSTÆÐI LANDSINS ER FLUTT FRÁ BOÐAGRANDA 2, AÐ GRANDAGARÐI 8 1 m (VIÐ HLIÐINA Á ELLINGSEN) Grandagarði 8, Reykjavík sími 562 7055, fax 562 7057

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.