Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Boðið upp á kennslu í fiðluleik í fyrsta sinn Skagaströnd. Morgunblaðið. Morgunblaðið/ÓB. BJORN Jóhannsson og Eyþdr Egilsson leika á gítara ásamt kennara sínum, Guðmundi Karli Brynjarssyni. Wiley Moss og liðið í Galveston FIÐLULEIKUR heyrðist í fyrsta sinn á lokatónleikum Skagastrand- ardeildar Tónlistarskóla A-Hún. Nokkrir nemendur hafa stundað nám í fiðluleik við skólann í vetur en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á kennslu á fiðlu við skólann. Tónlistarskóli A-Hún. starfar á þremur stöðum, Skagaströnd, Blönduósi og á Húnavöllum. Sex kennarar starfa við skólann, þrír í fullri stöðu og þrír stundakennarar. Aka kennaramir á milli staðanna til að kenna en 112 nemendur hafa stundað þar nám nú á vorönninni og taka 34 þeirra stigspróf á hljóðfæri sín. 18-20 manna lúðrasveit er starf- andi við skólann undir stjóm skóla- stjórans, Skarphéðins Einarssonar. Fara æfingar sveitarinnar fram á Blönduósi þar sem skólinn á sitt eigið húsnæði. Lokatónleikar Skagastrandardeildar fóru fram í kirkjunni 7. maí og komu þar fram 13 nemendur skólans og léku á hljóðfæri sín. Allir léku nemarnir af innlifun og stóðu sig vei, allt frá BREF fra hinum einræna nthöfundi J.D. Salinger munu verða til sölu á uppboði, sem halda á í júní, en við- takandinn var átján ára stúlka sem Salinger átti í ástarsambandi við um tíma. Um fjórtán bréf er að ræða og rit- aði Salinger þau á tímabilinu apríl 1972 til ágúst 1973 þegar ástarsam- band hans og stúlkunnar Joyce Ma- ynard stóð. Maynard hyggst selja bréfasafnið í heild sinni og er því spáð að fyrir safnið muni fást á milli sextíu og áttatíu þúsund dollarar, eða um fjórar milijónir ísl. króna. Salinger, sem nú stendur á átt- ræðu, er helst þekktur fyrir tíma- mótaverk sitt „Catcher in the Rye“, Bjargvætturinn í grasinu, en sögu- hetja bókarinnar er uppreisnargjarn unglingur. Salinger hefur hins vegar ekki sent frá sér bók síðan 1965 og margsinnis átt í málaferlum til að koma í veg fyrir að birtar séu á byrjendum upp í fólk sem er orðið vant að spila á tónleikum. Lokatón- leikar Tónlistarskóla A-Hún. verða prenti sögur af einkalífi hans, eða gerðar séu kvikmyndir eftir bókum hans. Sérfræðingar segja hins vegar ólíklegt að Salinger geti komið í veg fyrir sölu bréfanna sem hann ritaði til Maynards. Salinger ritaði Maynard fyrst þeg- ar hún var átján ára en þá hafði The New York Times nýverið birt grein eftir hana á forsíðu blaðsins. Bauðst Salinger tii að veita henni túsögn við textasmíð og gefa henni góð ráð um það hvemig bregðast ætti við ágangi fjölmiðlanna. Þau Salinger og Maynard tóku að skrifast á og endaði með því að þau hittust og hófu ástarsamband sem varaði í níu mánuði en á þeim tíma hætti Maynard námi við Yale-há- skóla til þess að geta búið með Salin- ger, sem þá var 53 ára, og helgað sig honum að fullu. Er síðasta bréfið í safninu, sem Maynard hyggst selja, ritað eftir að ástarsambandi þeirra síðan haldnir á Blönduósi 16. maí. Þar verður leikið úrval af því besta sem skólinn hefur upp á að bjóða. lauk. Efni bréfanna er af ýmsum toga, en í bréfunum má vel skynja hvemig Salinger varð æ hændari að stúlkunni. Jafnframt gefa bréfin vís- bendingu um daglegt lífsmunstur skáldsins umdeilda og Salinger við- urkennir m.a. fyrir Maynard í bréf- unum að hann horfi reglulega á sjónvarpsþættina „I Love Lucy“ og „The Ajidy Griffith Show“, og líki vel. í fyrra komu út æviminningar Maynards, ,At Home in the World“, en þar svipti hún í fyrsta skipti hul- unni af ástarsambandi þeirra Salin- gers. Hún segir ástæðu þess, að hún ákveður nú að selja bréfin frá Salin- ger fjárhagslegs eðlis. „Ég vil frek- ar greiða fyrir menntun barnanna minna heldur en eiga bunka af bréf- um frá Salinger,“ var haft eftir henni í The New York Times. „Bréfin eru hluti af fortíð minni, fortíð sem er löngu liðin.“ ERLEMDAR H/EKIJR Spennusaga „SKINNY ANNIE BLUES“ eftir Neal Barrett jr. Kensington Mistery 1997. 302 síður. NEAL Barrett yngri heitir bandarískur sakamálahöfundur sem skrifað hefur nokkrar bækur um mann að nafni Wiley Moss. Ein af þeimer „Skinny Annie Blues“, sem kom út í vasabroti fyrir tveim- ur áram hjá Kensington-útgáfunni, en nafnið á sögunni er dregið af 150 kílóa kvenmanni sem kölluð er Anna granna, starfar á nektarbúllu og er fengin til þess að berja dug- lega á aðalpersónunni, Wiley Moss, í skuggasundi á bak við búlluna. Að öðru leyti kemur hún ekki við sögu. Hins vegar eru margar fleiri skrautlegar persónur í Önnu grönnu, sem gerist í Galveston í Texas, og segir af því þegar faðir Wileys lætur lífið á heimili sínu við nokkuð gransamlegar kringum- stæður og sonurinn, sem býr í Washington, þrátt fyrir aðvaranir frá góðu og ekki sérlega góðu fólki, heldur af stað niður til Texas að kanna hvað nákvæmlega varð fóð- ur hans að bana. Vafasöm viðskipti Neil Barrett yngri skrifar mjög í harðsoðnu hefðinni og horfir blá- kaldur á heiminn með augum hins kaldhæðnislega og veraldarvana en þó oft einfeldningslega Wiley Moss. Moss þessi hefur hugann talsvert við það kvenfólk sem á vegi hans verður og fer oft betur út úr því en í tilfelli Önnu grönnu. Hann er listagóður teiknari sem starfar við Smithsonian-safnið og kærastan hans heitir Gísella; þau hittust þegar maðurinn sem hún átti stefnumót við lét ekki sjá sig og kom síðar í ijós að hann hafði hlaupist á brott með náunga sem kenndi íslenskar bókmenntir í Ge- orgetown (hvað sem það nú þýðir). Þannig er að Moss fær símtal frá Galveston og honum er tilkynnt að faðir hans sé látinn, hafi dottið nið- ur stigann á heimili sínu og ofan í risastórt fiskabúr á neðri hæðinni; hann var alla tíð mikið fyrir fiska. Wiley Moss flýgur þegar suður eft- ir. Hann hefur ekki augun af óborganlegum fótleggjum í næstu sætaröð og er ekki fyrr lentur en tekið er að sýna lífi hans umtals- verða Ktilsvirðingu og þannig gengur það til söguna á enda. Hann kemst að því að faðir hans hafði átt í fremur vafasömúm við- skiptum eiginlega allt sitt líf og með ekki síður vafasömu aðilum. Sumir hverjir era eiginlega morð- ingjar eins og Pundi, sem sendi Önnu grönnu til þess að lemstra aumingja Wiley. Einnig maður að nafni Halfass, sem er miklum mun verri en Anna, og fótleggimir í flugvélinni, sem Wiley veit samt ekki hvoram megin standa. Undarlegheit Það er vegna þess að allir sem Wiley kemst í tæri við á ferð sinni um Galveston era að fela eitthvað fyrir honum. Hann fær aldrei að vita neitt sem máli skiptir og getur búist við að hver sem er svíki hann hvenær sem er og í raun hangir líf hans alla tíð á bláþræði. Ibúarnir hafa einstakiega litla þolinmæði gagnvart utanbæjarfólki nema auðvitað það sé túristar. Mest af sögunni fer fram undir stýri. Wiley hendist úr einni bif- reiðinni í aðra á leið sinni upp og niður sögusviðið og við taka löng og fremur tilgangslaus samtöl sem endurtaka sig þegar á líður og sí- fellt minna og minna kemur í ljós. Þó er Moss ekki leiðinlegur félags- skapur. Hann segir sjálfur frá og er hnyttinn oft og skemmtilegur og þeir sem hann kemst í tæri við allir athyglisverðir þótt það nægi kannski ekki í spennandi frásögn. Kvenpersónumar era litskrúð- ugastar í hinu undarlega per- sónsafni sögunnar. Sérstaklega er varið í Grace, sem er blind en læt- ur það ekki aftra sér frá að aka bif- reiðum með hjálp sonar síns, sem er heymarlaus og mállaus. Þannig er lífið í Galveston eins og Wiley Moss upplifir það. Fullt af undar- legheitum. Arnaldur Indriðason Bréf J.D. Salingers verða seld á uppboði New York. Reuters. Vertu KVIKÍYIYNIHR Sambíóin VARSITY BLUES ick'k. Lcikstjðrn: Brian Robbins. Handrit: John Gatins og W. Peter IlitT. Aðal- hlutverk: James Van Der Beek, Jon Voight, Scott Caan og Thomas F. Duffy. Paramount 1999. MYNDIN gerist í smábæ í Suð- urrikjum Bandaríkjanna, þar sem stolt bæjarbúa er hafnaboltalið menntaskólans, Sléttuúlfarnir. Eina áhugamál miðaldra kynslóðarinnar er að fylgjast með drengjunum og pabbamir monta sig hver af sínum syni. Lance fyrirliði hlýðir í einu og öllu fyrirskipunum þjálfarans Kil- mer og þarf að standa undir öllum þeim væntingum og þrýstingi sem fylgir því að vera bæjarhetjan. Þeg- ar Lance slasast og Mox tekur við fyrirliðastöðunni, ákveður hann að nota eigin tækni til sigurs, gera uppreisn gegn hinum yfírþyrmandi eiginhagsmunaseggi Kilmer og gefa skít í hetjuímyndina. Þessi mynd er afskaplega amer- ísk á allan hátt og þar spilar hafna- boltinn stórt hlutverk. Hún er einnig dæmigerð unglingamynd hetja! með sínum föstu liðum; kynfræðslu- atriðinu, feita vininum, sætasta stráknum og sætustu stelpunni sem eru saman, fyllirýis- og ælubrönd- urunum. En mér finnst hún hins vegar hafa þarfan boðskap sem fáar unglingamyndir hafa; maður á ekki að gangast upp í því hvað öðram finnst um mann, standa á rétti sín- um og ekki láta kúga sig af þeim sem þykjast vita betur og fyrst og fremst að fylgja alltaf eigin sann- færingu og nota skapandi hugsun sína hvar sem maður kemur því við. Þótt myndin sé oft og tíðum klisja er hún býsna vel unnin, spennandi leikir þótt maður skilji ekkert hafnabolta og leikaramir alveg ágætir. Jon Voight leikur Kilmer og er mjög góður og ógeðfelldur í því hlutverki. James Van Der Beek leikur víst í bandarískri sjónvarps- þáttaröð sem við höfum ekki fengið að sjá enn, en hann er býsna geð- þekkur og traustvekjandi náungi sem Mox. Fín unglingamynd sem er reynd- ar um sveitalúða í íþróttum, í stað síðbrókarappara í eiturlyfjum eða aðrar tildurrófur í tískufötum, en hefur líka eitthvað uppbyggjandi fram að færa. Hildur Loftsdóttir Þrír snillingar TOALIST Múlinn á Sóloni f slandusi SVARTFUGL Sigurður Flosason altósaxófón, Bjöm Thoroddsen gítar og Gunnar Hrafnsson bassa. Söngdansar eftir Bítlana og fleiri. Sunnudagur 16. maí. EINHVERNTÍMANN var ég að ræða um djasstónlist við Niels- Henning og lét ekki í ijósi mikla hrifningu á dúóleik hans og Joe Pass. Þá leit hann á mig ívið alvar- legum augum og sagði: „Þegar tveir virtúósar hittast eina kvöld- stund og leika saman alþekkt lög ætlast enginn til þess að þama sé frumleg tónlist á ferðinni - en hún er einlæg og leikin af fullum heil- indum.“ Mér komu þessar sam- ræður í huga er ég hafði hlustað á Svartfugl leika Waves eftir Jobim. Þama var allt vel gert og þeir fé- lagar báru virðingu hver íyrir öðr- um og tónlistinni sem þeir léku. í auglýsingu frá Múlanum stóð að lög eftir Bítlana yrðu á efnis- skránni. Það var sosum rétt, en Bítlakvöldið hófst ekki fyrr en eft- ir hlé og þangað til var leikið sitt lítið af hverju. Það hefur verið óvenju mikið um tónskáldakvöld í íslandsdjassinum í vetur. Ámi Scheving og félagar léku Stray- hom í Hafnarfirði, Pétur Grétars- son og félagar Brubeck í Kópavogi og Svartfugl Cole Porter i Reykja- vík. Eitt af Porter-lögunum fluttu þeir þarna: It’s allright with me, og ef minnið svíkur mig ekki lifn- aði sveiflan betur nú en þá og sóló Bjöms Thoroddsens algjört konfekt. Síðasta lagið fyrir hlé var þúsundspilaði ópusinn hans Dizzy: Night in Tunisia. Dálítið latínu- skotinn í upphafi og svo kom riffið og Bjössi og Gunni Hrafns trylltu a la Django og Siggi blés breikið og á eftir fylgdi ljúf sveifla með boppbragði. Bítladagskráin hófst á ballöðu: Fool on the hill og síðan kom ein- staklega skemmtileg útfærsla á Back in the USSR. Þessi tryllti rokkari var kominn í siðfágaðan blúsbúning með kammersniði og hefði Brubeck-kvartettinn getað verið stoltur af slíkri útfærslu. Norwegian woods var í stjörnu- merki Bjössa Thor og lék hann af miklum næmleika. Þá kom Here and everywhere og loks Come to- gether. Alls staðar var Gunnar Hrafnsson traustur í bassaleik sínum og einleikskaflar Bjöms og Sigurðar ljómandi. Sér í lagi var gaman að tóni Sigurðar á altóinn. Hann var stundum jafn blásturs- kenndur og hjá Ben Webster, en hvort blaðið var Rico númer þrjú og hálft eins og Ben notaði veit ég ekki. Það verður þó að segja að þetta kvöld minnti dálítið á þrjá virtúósa sem mætast eina kvöldstund og leika alþekkt lög án þess að hafa unnið lengi að verkefninu. En af því að þeir eru snillingar hver á sínu sviði fá þeir áheyrendur til að gleyma stund og stað. Við vonum bara að þeir haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var með Cole Porter kvöldinu og við fáum kannski Waller kvöld eða hver veit hvað. Þetta vora góð lok á góðum Múlavetri, en það er furðulegt að eina djassklúbbi bæjarins sé lokað þegar sumrar og bærinn fyllist af lífi - og ferðalöngum. Að vísu verður djass á Jómfrúartorginu á laugardögum í sumar, en það kemur ekki í staðinn fyrir Múlann. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.