Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 13 Viðbót við flugreglur JAA tekur gildi 1. október Ná nú einnig til minni flugrekenda VIÐBÓT við reglur JAA Flugöiygg- issamtaka Evrópu, svonefndar JAR OPS 1 reglur, eiga að taka gildi hér- lendis 1. júní samkvæmt ákvörðun Flugmálastjórnar. Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjómar, segir hér um minni háttar viðbætur að ræða en að- albreytingin verður frá og með 1. október þegar JAR OPS reglumar eiga að ná til þeirra sem starfrækja minni loftför. JAR OPS 1 reglumar tóku fyrst gildi hérlendis 1. aprfl 1998. Ná þær til flugrekenda sem reka flugvélar í atvinnuskyni með heildarflugtaks- þyngd meiri en 10 tonn og/eða eru ætlaðar til flutnings 20 farþega eða fleiri. I reglunum er kveðið á um hina fjölmörgu þætti flugrekstrar, svo sem verklagsreglur í flugi, mælitæki og búnað, viðhald, þjálfun og próf flugá- hafna, handbækur og fleira. Pétur K. Maack segir að þegar reglumar ná frá 1. október yfir hina minni flugrekendur megi segja að verið sé að koma á meiri aga og festu í rekstri minni fyrirtækjanna. Verið sé að staðfesta með reglum og skrán- ingu verklag og aðferðir sem félögin hafi í raun unnið eftir síðustu árin. Þannig verði rekstur fyrirtækjanna formlegri án þess að nokkur sýnileg breyting verði í sjálfu sér í daglegum rekstri þeirra. Meðal ákvæða em að kröfur til flugrekstrarhandbóka minni félaganna verða hinar sömu og þeirra stærri. I flugrekstrarhandbók- um á að koma fram hvemig háttað sé framkvæmd flugrekstursins, samn- ingum um viðhald og fleira. Pétur segir að nýju reglumar þýði aukna vinnu fyrir þessi fyrirtæld, einkum í byrjun þegar skrifa þarf nauðsynleg- ar handbækur. Gefin út á nokkurra ára fresti JAR OPS 1 reglurnar um flug- rekstur voru upphaflega birtar í mars 1998 í Stjómartíðindum. Við- bætumar við JAR OPS 1 reglumar em hins vegar eingöngu til á ensku og ákvörðun um að þær tækju gildi var birt í flugmálahandbók og kynnt í upplýsingabréfi til flugrekenda. Pétur segir að búast megi við smá- vægilegum breytingum og viðbótum við reglugerðir eins og JAR OPS einu sinni til tvisvar á ári og það sé mjög kostnaðarsamt ef birta eigi reglugerðina í heiid sinni í hvert sinn sem breytingar verða. Því hafi ekki verið tahð nauðsynlegt að gefa við- bótina út sem reglugerð að sinni heldur verið ákveðið að birta hana sem reglur á ensku með útgáfu upp- lýsingabréfs. Gera má þó ráð fyrir að á þriggja ára fresti verði gefin út heilsteypt útgáfa af reglugerðinni á íslensku. Heimilt er að birta í upplýsinga- bréfi eða flugmálahandbók ákvarðan- ir Flugmálastjómar og skulu þær vera á ensku eða íslensku eftir því sem við á. Samgönguráðherra er heimilt að höfðu samráði við íslenska málnefnd að kveða nánar á um útgáfu þeirra með reglugerð. NAFIJE Tora og mágkona hennar Zymrie Beciri taka til hendinni að loknum kaffitfma á Eiðum. Konurnar í hópi flóttamannanna frá Kosovo Tilbúnar að greiða með skartgripum Tal undir- býr útleigu GSM-síma TAL hf. hyggst hefja útleigu á GSM- símum með 1.900 megariða tíðni sem hægt er að nota í Bandaríkjunum og Kanada. GSM-símar fyrir Vestur- Evrópu em gerðir ýmist fyrir 900 eða 1.800 megarið og era því ekki nothæfir vestanhafs. Tal gerði nýlega samning við símafyrirtæki í Kanada. Kort frá Tali sem stungið er í 1.900 megariða GSM-síma virkar nú í Kanada í kjölfar samningsins og einnig hefur fyrirtækið samninga við tvö fyrirtæki í Bandaríkjunum sem nær til stærstu borga í Bandaríkjun- um. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir að Tal sé nú komið með 50 samninga á einu ári í um 35 löndum. Þórólfur var spurður hvort þess væri langt að bíða að allir GSM-sím- ar verði gjaldgengir hvar sem er í heiminum: „Ég býst við því að fram- leiðendur leggi aukna áherslu að símar þeirra innihaldi öll tíðnisviðin. Ericsson og Bosch hafa þegar fram- leitt slíkan heimssíma. Þessir símar eru töluvert dýrari. En þegar farið er til Bandaríkjanna er auðvelt að leigja bandarískan GSM-síma og það er auðvitað ódýrara en að kaupa slík- an síma. Við emm núna að undirbúa það að leigja út síma til ferðalanga sem eru að fara til Kanada eða Bandaríkjanna,“ sagði Þórólfur. --------------- Pólverjar í Norðurlanda- samstarfí? MÖGULEIKAR á því að opna Pól- verjum aðgang að norrænum sam- starfsverkefnum, til dæmis á sviði ungmenna- og vinnuskipta, voru ræddir í heimsókn forsætisnefndar Norðurlandaráðs til pólska þingsins fyrir skömmu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Alþingi að heimsóknin fór fram 10.-12. maí sl. og var Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður fulltrúi Islendinga. Tilgangur heimsóknar- innar var að efla tengsl ráðsins við þjóðþing Póllands og styrkja þannig samvinnu við pólsk stjómvöld í milli- ríkjasamstarfi við Eystrasaltið. I heimsókninni var meðal annars rætt við forseta og varaforseta þings- ins, Jan Kristó, umhverfisráðherra Póllands, og Andrzej Ananicz, að- stoðamtanríkisráðherra. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson BJARNI Arnþórsson starfmaður Landgræðslunnar jafnar fræi í sán- ingarvélina á Mýrdalssandi. MÆÐURNAR sem komu frá Kosovo fyrir tíu dögum hafa verið duglegar að taka til hendinni á Eiðum, þar sem þær búa fyrst um sinn ásamt fjöl- skyldum sfnum, og eru þær þegar farnar að taka þátt í eldamennsku og uppvaski. Þeg- ar blaðamaður Morgunblaðsins hitti þær í liðinni viku yfir kaffíbolla varð honum starsýnt á gyllt armbönd, eyrnalokka, hringi á fingrum og hálsmen sem margar þeirra báru. Þegar hann spurði út í hvers vegna þær skörtuðu svo miklu gulli kom f ljós að á flóttanum frá Kosovo hafði gullið mikilvægan tilgang. „Við vorum heima þegar Ser- barnir komu og ráku okkur út. Þeir gáfu okkur tíu mínútur til þess að fara og svo kveiktu þeir í húsunum okkar. Uti á götun- um varð ég svo vitni að því þegar þeir skutu þrjá menn til bana,“ segir Nafíje Tora, 27 ára hárgreiðslukona frá Prist- ina. „Áður en ég fór að heiman hlóð ég á mig skartgripum úr gulli til þess að geta borgað með ef ég myndi lenda í her- mönnum eða lögreglunni. Þeir vilja ekki silfur, bara gull, svo ég var heppin að hafa smekk fyrir gulli. Ég tók gullið í þeirri von að geta greitt fyrir líf mitt,“ segir Nafije. fslenskukennsla að hefjast Mágkona Nafije, hin 23 ára gamla Halide Tora, hefur sömu sögu að segja. Hún og eigin- maður hennar Muhamet eiga eins árs gamlan son. „Eigin- maður minn sagði mér að setja á mig gullið mitt áður en við fórum í þeirri von að ég gæti greitt með því ef þeir vildu taka son okkar,“ segir Halide og fleiri konur í hópnum taka undir með henni. Seinni hópur flóttamanna frá Kosovo sem kom hingað til landsins hefur nú verið í viku hér á landi. Hópurinn hefur ýmislegt fyrir stafni og hefur Rauði krossinn á Egilsstöðum staðið fyrir ýmiss konar dægradvöl á hveijum degi, svo sem gönguferðum og sundi. Þá er í'slenskukennsla einnig að heíjast en hópurinn hefur þeg- ar lagt sig fram við að læra nauðsynlegustu orðin í ís- lensku. Vorverkin haf- in hjá Land- græðslunni Fagradal-Vorverkin eru hafin hjá Landgræðslu Ríkisins á Mýrdals- sandi. Að sögn Sveins Runólfssonar Landgræðslustjóra hefur Land- græðslan og Vegagerð ríkisins haft með sér samstarf um uppgræðslu á Mýrdalssandi með það að markmiði að hefta sandfok á þjóðvegi 1 um Mýrdalssand. Sveinn sagði að þetta samstarf hefði staðið frá árinu 1987 og að nú í vor yrði að mestu sáð melgresi sem var skorið í Áltaver- inu síðastliðið haust, einnig ber- ingspunti og túnvingli. Sáð er í röndum sem eru allt að sex km. langar og fjörutíu metra breiðar og eru þær um allan Mýrdalssand, en búið að sá i mörg hundruð hektara á sandinum á þessum tíma og er Mýrdalssandur orðinn einn stærsti fræbanki landsins hjá landgræðsl- unni. Sveinn sagði að Iandgræðslan væri búin að semja við Salvar Júlí- usson bónda í Jórvík í Álftaveri um verktöku á dreifingu á áburði á Mýrdalssandi. En það er stórt sam- göngumál fyrir íbúa austan Mýr- dalssands að Mýrdalssandur verði ekki ófær vegna sandfoks. Félag íslenskra leikskólakennara á leið út úr BSRB Atkvæðagreiðsla um úrsögn í haust FULLTRÚARÁÐSÞING Félags íslenskra leikskólakennara sam- þykkti samliljóða ályktun um að láta fara fram allsheijaratkvæðagreiðslu í félaginu um úrsögn úr BSRB og inngöngu í nýtt kennarafélag sem áformað er að stofna í haust. 90% vilja úr BSRB í vetur fór fram skoðanakönnun innan Félags leikskólakennara þar sem 90% félagsmanna lýstu yfir vilja til að segja sig úr BSRB. Reiknað er með að allsherjarat- kvæðagreiðslan fari fram í haust. Áformað er að boða til stofnfundar nýs kennarafélags í nóvember og að það tald formlega til starfa 1. janúar nk. Á fulltrúaráðsfundinum var ákveðið að skipa þriggja manna nefnd sem fær það verkefni að ræða viðKÍ og HÍK um sameiningu. I kjaramálaályktun fundarins er lögð áhersla á þrjú atriði. í fyrsta lagi verulega hækkun grunnlauna og endurskoðun á röðun launa; flokka og starfsaldurshækkanir. í öðru lagi undirbúningstíma fyrir SLOKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað að Suðurlandsbraut 12 kl. 4:05 aðfaranótt mánudags vegna elds sem kom upp í skrifstofu- rými á 3. hæð. Að sögn aðalvarðstjóra Slökkviliðsins var talsverður eld- ur inni og mikill reykur þegar að leikskólakennara með deildarstjórn og í þriðja lagi aukið framlag í starfsmenntasjóð. Að auki er lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnai-. Stjóm félagsins var endurkosin á fundinum. Formaður er Björg Bjarnadóttir og varaformaður er Þröstur Brynjarsson. var komið. Slökkvistarf gekk vel og var lokið kl. 4:40. Fólk var í sjálfheldu á 4. hæð en ekki í hættu. Töluverðar skemmdir urðu af völdum eldsins í rýminu þar sem kviknaði í en aðrir hlutar hússins eru óskemmdir. Eldur í skrifstofurými
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.