Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Hafrabaka og hafrabrauð Kristín Gestsdóttir þakkar „einni 65 ára“ fyrir hlýjar kveðjur í Vel- vakanda 7. maí sl. og sendir henni og öllum mæðrum kveðju í tilefni nýliðins mæðradags. Hann féll örlítið í skugga kosninganna, jafnvel blómabúðir auglýstu minna en venjulega. ÞETTA er skrifað sunnudaginn 9. maí á mæðradaginn. Yfir höfði mínu gargar krían, hrossagaukur- inn lætur hvína í stélfjöðrunum, spóinn vellir og smáfuglamir tísta allt um kring. Já, sumarið er svo sannarlega komið. Mæðradagurinn er upprunninn í Bandaríkjunum árið 1907. Bandarísk kona, Anna M. Jarvis, missti móður sína 9. maí, 1905. Hún minntist árstíðar hennar næstu árin og hvatti aðrar dætur og syni til að tileinka mæðrum sín- um sérstakan dag. Anna M. Jarvis hélt upp á dánardag móður sinnar, en dætur og synir dagsins í dag minnast nú jafnt látinna sem lif- andi mæðra sinna á alþjóða mæðradaginn. Talsverður rugl- ingur hefur verið með dagsetn- ingu mæðradagsins, fyrst var hann haldinn fjórða sunnudag í maí, síðar einhvem sunnudag í maí en loks árið 1980 var hann endanlega færður til annars sunnudags í maí. Þar á hann sinn fasta sess þó einhverjir hér á landi hafi kannsld gleymt honum núna í hasar kosninganna. Nú em mín böm búin að stofna heimili og þarf ég því ekki lengur að aðstoða þau við matargerð og bakstur „handa mömmu,“ en uppskriftir á ég frá þeim tíma, t.d. eina böku sem þau skreyttu með nýsprottnum fífla- blöðum og höfðu mjög gaman af. Hafrabaka mömmu 2 dl haframjöl 3 dl hveití 1 tsk. lyftiduft ___________'/2 tsk, salt______ 2 msk. matarolía 2 dl súrmjólk, hrein jógúrt eða AB mjólk 1. Setjið allt í skál og hnoðið saman. 2. Smyrjið stórt bökumót eða álmót eða notið 2 minni. 3. Þrýstið deiginu á botn og upp með börmum mótsins. 4. Hitið bakaraofn í 210° blást- ursofn í 190°, setjið í ofninn og bakið í 12-15 mínútur. Fylling 3 meðalstórir tómatar, nota mó niðursoðna __________1 stórt grænt epli_________ fersk steinselja (mó sleppg) 2 dl rifinn mjólkurostur, sú tegund _________sem ykkur hentar____________ 1 '/2 dl smótt saxað beikon nýsprottin ung fíflablöð, ef þau eru tiltaek 1. Skerið tómatana í þunnar sneið- ar og raðið ofan á hálfbakaðan bökubotninn. Klippið steinselju yfir. Afhýðið eplið, stingið úr því kjamann, skerið í þunn rif og rað- ið yfir tómatana. 2. Rífið ostinn og stráið yfir, klippið beikonið smátt og stráið jafnt ofan á. Setjið í heitan ofninn og bakið í um 15 mínútur eða þar til beikonið hefur brúnast. 3. Raðið fíflablöðum ofan á. Hafrabrauð 500 g hveiti 225 g haframjöl 1 '/2 tsk. salt 1 msk. sykur 1 msk. þurrger 1 dl matarolía 5 dl fingurvolgt vgtn úr krananum 1 eggjarauða + 2 tsk. vatn til að pensla með sesamfræ eða valmúafræ ofan 1. Setjið allt nema eggjarauðu og fræ í skál, t.d. hrærivélarskál og hnoðið deig. Látið lyfta sér á eld- húsborðinu í um 2 klst. eða í kæli- skáp í hálfan sólarhring eða leng- ur. 2. Skiptið deiginu í tvennt, fletj- ið hvorn hlut örlítið út með köku- kefli, vefjið saman og setjið á bök- unarpappír, samskeyti snúi niður. 3. Penslið brauðið með eggjar- auðu/vatni, notið pensil eða eld- húspappír til að pensla með. Sker- ið stafi í brauðið, sjá meðf. teikn- ingu og stráið fræi í stafina. 4. Hitið bakaraofn í 70°C, setjið brauðið í hann um leið og þið kveikið á honum, látið lyfta sér í 15 mínútur í ofninum, aukið þá hitann í 210°C, blástursofn í 190C og bakið í 30-40 mínútur. Leggið stykki ofan á brauðið meðan það er að kólna. Athugið: Alls konar stafi og nöfn má skera í brauðið, t.d. fangamark ykkar. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Póstur í lúgiim EG hef árum saman þurft að standa í stríði bæði við póstburðarfólk og blað- bera (líka þá sem bera út auglýsingasnepla), sem af einhverjum mér alveg óskiljanlegum ástæðum virðast hafa þá alveg óvið- ráðanlegu áráttu að skilja póst og blöð eftir í bréfalúgunni, þannig að sé enginn heima, til dæmis yfir helgi, þá trónar sú auglýsing á útihurðinni að hér sé enginn heima núna. Bréfalúgan hjá mér er bæði stór og lipurt að opna hana, svo það er ekki vandamálið. Eg hef óteljandi sinnum kvartað bæði við pósthúsið og eins við blaðburðar- deildina, þá lagast þessi plága í einhverja daga og svo kemur þessi árátta upp aftur - að skilja blöð og póst eftir í lúgunni. Mér er hulin ráðgáta hvemig þessi fíkn er til komin og er reyndar farin að velta fyrir mér hvort einhver samtök væru ekki tilbúin að taka þetta fólk í ein- hvers konar meðferð gegn þessari plágu ! Eg bar út Moggann fyr- ir nokkuð mörgum ámm og veit að í fyrsta lagi er þetta mun seinlegri aðferð við útburð heldur en að skutla blaðinu inn um lúg- una og eins að ef blaðið er mjög þykkt er hægt að brjóta það eftir endilöngu. Það era engin lög sem segja að blaðið skuli brotið saman á hinn veginn, þannig að það verði sem þykkast og jafnvel of þykkt til að komast inn um venjulega bréfalúgu. Það er ekki nóg að læsa gluggum og hurðum ef svona auglýsing frá út- burðarfólki trónar á úti- dyranum. Með þökk og kveðju, Guðrún Jóhannsdóttir. Svona gerir maður ekki R-LISTINN hefur á einu ári afrekað þvílíkt að maður hefur ekki séð annað eins. Ef hægt væri að koma með vantrausts- yfírlýsingu í borgarstjórn (sem ég veit ekki hvort er hægt) þá er kominn tími til. Gerðir R-listans hefðu gefið Jóhönnu Sigurðar- dóttur ærið tilefni til að skammast og skammast ef annað eins hefði átt sér stað á Alþingi. Og hvað hefur R-listinn afrekað á þessu ári? Hækkað út- svar um tæp 7%. Dagvist- unargjöld hækkuð um allt að 14%. Sérstakt sorp- gjald. Stakar sundferðir barna hækkaðar um 54%. Gjald fyrir lengda viðveru barna í skólum um allt að 36%. Heilbrigðisgjald hækkað um 16%. Nýtt þjónustugjaid á íbúðum aldraðra allt að 6.500 kr. Gerir maður svona? Jú, R-listinn sem lofaði fyrir kosningar engum hækk- unum á Reykvíkinga. Síð- an dettur þessum „snill- ingum“ hjá R-listanum í hug að leyfa byggingar fyrir bíó. Já, bíó í Laug- ardalnum. Ég man eftir því þegar Laugardalurinn var að byggjast upp, Laugardalsvöllurinn, höllin, laugarnar, fjöl- skyldugarðurinn, tennis- höllin. Er eitthvert vit í því að koma með bíó sem tilheyrir eflaust öðru, t.d. spilasal? Nei, svona gerir maður ekki, jafnvel þótt nafnið sé Ingibjörg Sól- rún. Guðjón Sigurðsson, Hátúni lOa, Reykjavík. Dýrahald Kisa óskar eftir heimili 7 mánaða læða óskar eftir heimili. Hún er bröndótt í hvítum sokkum. Upplýs- ingar í síma 554 2698 og 698 2720. Kanínur óskast gefins Kanínur óskast gefins. Upplýsingar í síma 587 7339. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 4.780 til styrktar Heimahlynningu Krabbameinsfó- lagsins. Þau heita Inga Hjaltalín, Magnús Hjaltafín, Jórunn Sif, Kristjana Þura og Brynjar. ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 3.023 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Elva Dögg Pálsdóttir og Tara Sverrisdóttir. Víkverji skrifar... FRÍDAGAFARGANIÐ fer á stundum í taugamar á Víkverja. Hver fimmtudagurinn á eftir öðrum á vormánuðum er frídagur. Þessir lögboðnu frídagar gera lítið annað en slíta vinnuvikuna sundur með til- heyrandi kostnaði fyrir fyrirtækin og þjóðfélagið í heild og skila sér í litlu til fólksins. Lítil framleiðni hef- ur lengi verið galli í íslenzku at- vinnulífi og er mikill fjöldi frídaga umfram sumarleyfi hluti af því dæmi. Annar hluti þess er mikill fiöldi „pása“, sem orðnar eru að hefð, einkum í fiskvinnslu, án þess að vera samningsbundnar. Nýting á vinnutímanum er því minni hér en víðast hvar annars staðar. Það er eðlilegt að fólk vilji bæði hátt kaup og gott frí, en þetta tvennt fer ekki vel saman. Það ættu að vera sameiginleg markmið launþega og vinnuveitenda að leggja sig fram um að góður árangur náist í rekstri fyr- irtækjanna þannig að allir aðilar njóti góðs af því. Krefjist launþegar hækkandi launa verða þeir að gefa eitthvað á móti. Að mati Víkverja mætti fækka lögboðnum frídögum og eða færa þá til til að þeir nýtist launþegum betur og dragi minna úr afköstum í atvinnulífinu. Rétt er þó að taka fram, að við þjóðhátíðardeg- inum má ekki hrófla. XXX ÍKVERJI hefur átt í sérkenni- legu „stríði" undanfama daga. Um síðustu mánaðamót var samn- ingsbundinni áskrift hans að Degi og DV sagt upp. Laugardaginn fyrsta maí áttu þessi blöð ekki að berast inn um bréfalúguna hjá honum. Það stóð með DV, en Víkverji hringdi um morguninn og endumýjaði áskriftina og fékk blaðið sent heim um hádegis- bilið. Síðan skilaði DV sér vel þar til síðustu daga að mikill misbrestur hefur orðið á skilum blaðsins og þrátt fyrir reglubundnar kvartanir fékk Víkverji aldrei síðasta helgar- blað DV. Um Dag gildir allt öðra máli. Dag- ur hefur komið reglulega með góðum skilum hvem einasta útgáfudag frá því blaðinu var sagt upp. Einu gildir þótt Víkverji hafí hvað eftir annað hringt til að ítreka uppsögn blaðsins. Nú verður framhaldið líklega það að Víkverji verður rakkaður fyrir áskrift að blaði, sem hann hefur sagt upp, en fengið þrátt fyrir að vilja það ekki. Hver framvindan verður síðan er ekki gott að segja. XXX KEPPNI í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu lauk í gær með sigri Manchester United eftir æsispennandi kapphlaup við Arsenal um enska meistaratitilinn. Þessi keppni hefur stigmagnast á undan- fömum vikum og hefur verið gaman að fylgjast með henni. Það er ís- lenzka útvarpsfélagið, Stöð 2 og Sýn, sem hefur sýningarréttinn að ensku knattspymunni hér á landi og hafa þessar sjónvarpsstöðvar verið ötular við að sýna leiki frá þessari spenn- andi keppni beint. Oftast hafa íþróttafréttamennimir haft íslenzka knattspyrnuþjálfara sér til halds og trausts í þessum útsendingum. Það eykur skilning áhorfandans á leikn- um veralega, þegar sérfræðingarnir greina leikinn jafnóðum og hann er spilaður og velta fyrir sér þróun hans og framhaldi. Því miður var það ekki svo er leikir Arsenal og Aston Villa og Manchester United og Tottenham vora sýndir síðastliðinn sunnudag. Víkverji telur að spennan í keppninni hefði ekki aðeins réttlætt að svo hefði verið, heldur hefði einnig mátt hafa svolítinn spjallþátt á samtengdum rásum fyrir leikina, í hálfleik og eftir leik. Svo var ekki og líklega hefur það verið máttur mammons, það er auglýsingatekj- urnar, fremur en metnaðarleysi stjómenda íþróttadeildar félagsins, sem réð því. Víkverji hefur fullan skilning á nauðsynlegri tekjuöflun, en hann saknaði engu að síður meiri metnaðar við þessar útsendingar. Víkverji er engu að síður þakklátur íslenzka útvarpsfélaginu fyrir að sýna báða þessi leiki beint. Félagið hefur sinnt þessu verkefni vel. XXX YRST íþróttir eru á dagskrá er vert að geta frábærs árangurs litla liðsins Genk í Belgíu. Það varð nú meistari í efstu deild knattspyrn- unnar í því landi og hampaði bikar- meistaratitlinum í fyrra. Einn burða- rása liðsins er Skagamaðurinn Þórð- ur Guðjónsson og tryggði hann liði sínu sigur með marki að áliðnum seinni hálfleik. í sama liði era bræð- ur hans Bjarni og Jóhannes og er það líklega einsdæmi að í leikmanna- hópi meistaraliðs séu þrír bræður. Þetta sýnir og sannar getu íslenzkra knattspyrnumanna, sem era að gera það gott víða um heim. Víkverji ósk- ar þeim bræðrum til hamingju með árangurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.