Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ YFIRGNÆFANDI meirihluti ís- lenskra ungmenna fermist á fjór- tánda aldursári en Ijóst er að trúarhitinn sem að baki býr er ákaflega mismikill. í bók sinni, Merkisdagar á mannsævinni, bendir Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur á að athyglisvert sé hvað fermingar hafi orðið mikill fé- lagslegur viðburður á síðari hluta 20. aldar þótt engin bein skylda eða nauður reki börn til að ferm- ast. Þau öðlist engin ný réttindi við ferminguna og skólaskyldu er ekki lokið þá eins og áður var. Þau verði heldur ekki sjálfráða á þeim tímamótum, né heldur komist þau út á vinnumarkaðinn. Mörg þeirra virðist auk þess telja ferminguna hégóma en fermist þó samt. Arni vitnar í viðhorfskönnun sem ungur bandarískur fræðimað- ur, Koester að nafni, gerði meðal íslenskra unglinga. Hann kenndi vestfirskum börnum á fermingar- aidri einn vetur um 1990 og kann- aði síðan viðhorf fleiri íslenskra unglinga til fermingar með skrif- legum spurningum og studdist auk þess við svör eldra fólks um sama efni á þjóðháttadeild Þjóðminja- safnsins. Arni segir að ekki verði annað séð en að gestsauga Banda- ríkjamannsins sé einkar glöggt og fátt um misskilning eða oftúlkanir. Niðurstöður hans séu meðal ann- ars þær að ástæður flestra þeirra barna sem ekki fermast af trúar- legum sökum einum virðist einkum vera af þrennum toga og verður hér vitnað orðrétt í bók Arna: Unglingurinn er miðpunktur dagsins „1. Fermingin er spennandi við- burður og svalar vissri athyglis- þörf. Unglingurinn er miðpunktur dagsins í fjölskyldu sinni, allt snýst um hann, allir óska honum til hamingju. Þau eru að sýna sig og sjá aðra. Athöfnin sjálf er ákveðið sýningaratriði, engum má fipast í kirkjunni, hvorki til munns, handa né fóta. Enda þótt allir séu í fermingarkyrtlum er mikið lagt í ast sambærilegu atlæti og öðrum, þá er langt frá því að það loforð nái til fjölskyldunnar allrar þar sem ýmsir geta beinlínis verið andvígir slíku athæfi. Verslunar- menn hafa að sjálfsögu stuðlað mjög að síauknum fermingargjöf- um með eggjandi auglýsingum sem ganga næst sjálfri jólavertíð- inni. Ömmurnar ósjaldan ýtnastar 3. Sumir unglinganna láta ferma sig til að þóknast foreldrum sínum en ekki síður öfum sínum og ömm- um sem ósjaldan eru ýtnastar í þessu efni. í staðinn telja börnin sig að hálfu leyti tekin í tölu ful- lorðinna og eiga meðal annars meiri rétt á að taka þátt í sam- kvæmislífinu en áður.“ Hér segir Arni komið að þeirri spurningu hvers vegna flestir for- eldrar vilji láta börn sín fermast án þess að mikil trúarsannfæring liggi endilega að baki og þótt fjöl- skyldan sé að jafnaði ekki sérlega kirkjurækin. „Meginástæðan virð- ist blátt áfram vera fylgi við ríkj- andi siði og venjur. Fermingin er gamall þjóðarsiður. Þótt margir séu afskiptalitlir um þjóðkirkjuna eru þeir engan veginn svo andvígir henni að þeim finnist taka því að brjóta gegn þessari hefð og ergja með því einhverja ættingja og jafnvel barnið sjálft sem ef til vill gæti talið sig skilið útundan. Fermingin er ekki síður ómeð- vituð viðleitni foreldra til að sanna sjálfa sig sem fullgilda aðila í sam- félaginu, Undirbúningur fermingar tekur margar vikur, jafnvel mán- uði, og lendir oftast mest á móður- inni. A líkan hátt og foreldrar og guðfeðgin staðfestu áður skírnina með nærveru sinni við ferminguna sýna foreldrar nútímans allri ætt- inni og öðrum gestum ábyrgð sína gagnvart unglingnum með því hvernig hann er gerður úr garði í útliti og klæðaburði við athöfnina, með fermingarveislunni og öðru tilstandi kringum þessa athöfn.“ Altarisgangan undirbúin. Félagsleg þörf, gjafir og þrýstingur frá fjölskyldu það sem sést: hárgreiðslu, andlits- og handsnyrtingu og skófatnað. Sérstök ljósmynd af fermingar- barninu er oftast tekin á undan at- höfninni í kirkjunni eða eftir hana. legu máli, sem og föt þau sem í huga þeirra er fermingin „sögu- unglingar fá af sama tilefni. Enda legur atburður". þótt margir foreldrar heiti þeim 2. Fermingargjafir skipta veru- börnum sínum sem ekki vilja ferm- Munnþurrkubrot SUMIR telja að eitt af því skemmtilegasta við undirbúning matarveislu sé að leggja á veisluborðið. Fallegur dúkur, borðbúnaður og glös geta gert mikið fyrir veisluborðið, en margir eru á því að aðrar skreytingar eigi að vera í lágmarki. Fallegar munnþurrkur geta líka gefið veisluborðinu líflegan svip, ekki síst ef þær eru í skemmtilegum brotum. Hér gefur að líta fjórar hug- myndir að munnþurrkubrotum og nefnast þær báturinn, foss- inn. sólhlífin og tvílita svalan. A árum áður var servíettu- söfnun vinsælt tómstundagam- an, einkum hjá stúlkum. Alexander Kirchner fermist í Háteigskirkju Á von á skemmtileg- um en erfiö- um degi ALEXANDER Kirchner, sem er 13 ára nemi í Hlíðaskóla, hlakkar til fermingarinnar og á von á því að dagurinn verði skemmtilegur en um leið svolítið erfiður. Hann fermist í Háteigskirkju hinn þrettánda apríl nk. eftir há- degi og hefur gengið til prests í vetur hjá séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Þegar Alexander er inntur eftir því hvað fram fari í fermingarfræðslunni segir hann að þar sé fjallað um lífið ogtilveruna. „Til dæmis erijallað um það hvað gerist þegar við deyjum," útskýrir hann og lætur vel af ferm- ingarfræðslunni. Aðspurður kveðst hann trúa á Guð og segist alltaf hafa langað til að fermast. „Ég lít svo á að ég sé með því að fermast að staðfesta trú mína,“ segir hann. Mamma sér um veisiuna Þegar Alexander er spurður um hvort haldin verði veisla að lokinni athöfninni í kirkjunni segir hann svo vera. Hann kveðst þó lítið vera inni í þeim undirbúningi, enda sjái móðir hans alfarið um veisluna, en viti þó að það verði matur um kvöldið fyrir nánustu aðstandendur. Alexander kveðst ekki vera búinn að kaupa ferming- arfötin en til stendur að bæta úr því sem fyrst. Hann hef- ur ákveðnar skoðanir í þeim efnum og segist ætla að kaupa sér fjólublá jakkaföt og svarta skyrtu hjá verslun- inni Kormáki og Skildi. „Mér hefur alltaf líkað að vera í öðruvísi fötum en hinir,“ segir hann og kveður flesta fé- laga sína kaupa fermingarfötin hjá versluninni Sautján eða í „einhverri herrafatabúð", eins og hann orðar það. Spurður um fermingargjafir segir hann sjónvarp og hljómflutningstæki vera efst á óskalistanum sem og skrifborö og peninga. En á hann von á skemmtilegum fermíngardegi? „Já, ég á von á þvi að hann verði skemmtilegur en um leið svolítið erfiður." Þegar hann er beðlnn um að útskýra nánar hvað hann eigi víð með því að dagurinn geti orðið erfiður segir hann að þá muni gefast lítill tími til annars en undirbúnings dagsins og fermingarinnar sjálfrar. Það getí þó orðið erfiðara fyrir þá sem fermast fyrir hádegi, þvi þeir þurfi að vakna eldsnemma til þess að taka sig til og fara í myndatöku fyrir athöfnina. En hvað um það; Atexander segir að lokum að hann „hlakki ofsalega til fermingardagsins," og á ekki von á öðru en að hann muni takast vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.