Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 37 Fermingarbarniö Elísabet og Ellen, móöir hennar, taka ferminguna alvarlega Öll fjölskyldan tekur þátt í undirbúningnum ELÍSABET Eyþórsdóttir fermist í Grafarvogskirkju hinn 16. apríl nk. og segist í samtali við blaðamann þegar vera farin að hlakka mikið til. Hún segir að öll fjölskyldan taki þátt í undirbúningi veislunnar; móðir hennar og faðir en einnig móðuramma hennar Sigríður Söebeck sem rætt er við hér ann- ars staðar á síðunni. „Amma mín hefur verið mér mjög hjálpsöm með því að styðja mig og gefa mér hugmyndir um föt,“ segir Elísabet og upplýsir að hún hafi enn ekki fundið nein fermingarföt. „Mér hef- ur fundist erfitt að finna föt og hef- ur amma verið að hjálpa mér að leita,“ segir hún og bætir því við að amma hennar sé „alveg æðisleg." Hún hjálpi sér ekki aðeins við að finna föt heldur einnig við undir- búning veislunnar. Þegar rætt er um veisluna kem- ur í ljós að hana á að halda í salar- kynnum Félags íslenskra hljómlist- armanna enda er móðir Elísabetar söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. Elísabet gerir ráð fyrir að um níu- tíu manns verði í veislunni og segir að þegar sé búið að ákveða að kert- in verði græn eins og dúkurinn. Þann lit valdi Elísabet sjálf en ser- víetturnar verða líka grænar með englamyndum sem amma hennar gaf henni. A þær er einnig ritað nafn og fermingardagur fermingar- barnsins. Það er þó fleira sem þarf að huga að fyrir ferminguna, til að mynda fermingargreiðslan. Elísabet segir að algengt sé að stúlkur safni hári fyrir ferminguna og upplýsir að svo hafi einnig verið um hana sjálfa. Hún er með sítt hár niður á bak, „en ég er að að hugsa um að klippa mig kannski eftir ferminguna." Að- spurð segist hún ætla í hárgreiðslu á hárgreiðslustofu í Grafarvoginum fyrir ferminguna og býst við því að hún vilji hafa hárið sett upp, skreytt með litlum blómum. Fermingarbörn huga að hlutabréfum Elísabet segir aðspurð að vinir hennar sem eru einnig að fermast Mæðgurnar Elísabet Eyþórsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. ræði mikið um undirbúninginn en einnig um gjafirnar. Segir hún al- gengt að krakkar óski sér tölvu, gsm-síma eða peninga og kveður marga hyggja á hlutabréfakaup fýrir peningana. „Það er til að mynda einn bekkur í skólanum sem er búinn að fermast og margir í honum ætla að kaupa sér hluta- bréf.“ Ellen móðir Elísabetar segir eins og dóttirin að hún sé mjög spennt fyrir fermingunni. „Við erum eigin- lega orðnar mjög spenntar allar þrjár,“ segir Ellen og bendir á að Elísabet og amma hennar Sigríður séu afskaplega nánar. Þegar hún er beðin um að segja nánar frá því hvemig þær hyggjast hafa veisluna segist Ellen leggja áherslu á ein- falda og gamaldags veislu með rjóma- og brauðtertum og fleira góðgæti. „Annars hef ég svo litið vit á þessu að ég hef fengið vin okkar hjóna til þess að ráðleggja mér með ýmislegt varðandi veisl- una. Til að mynda finnst mér erfitt að gera mér grein fyrir því hvað þarf mikinn mat fyrir m'utíu gesti. Hann mun því m.a. hjálpa mér með það.“ Reyndar segist Ellen ekki vera að láta ferma í fyrsta sinn því eldri dóttir hennar hafi fermst fyrir fjórum árum. „Þannig að við erum búin að fara einu sinni í gegnum þetta áður,“ segir Ellen og bætir við að sú veisla hafi gengið mjög vel. „Þá bökuðum við hjónin reynd- ar um áttatíu pönnukökur en ég ef- ast um að við leggjum í svo margar núna.“ Fleiri koma til með að leggja hönd á plóginn þar á meðal mág- og svilkonur hennar. Þegar rætt er áfram um veisluna upplýsir Ellen að hún hafi heyrt alls kyns sögur um ýmis skemmtiatriði í fermingarveislum og neitar því ekki að svo gæti farið að einhver í fjölskyldunni træði upp. Þó ekki hún sjálf, því „Elísabet er búin að heyra mig svo oft syngja“. Aldrei að vita nema stóra systir syngi „Kannski mér takist að fá þann yngsta til að gera eitthvað, hver veit,“ segir hún kankvís og er þar að vísa til litla stráksins síns sem er tveggja og hálfs árs. Hún kveðst þó engu lofa í þessu sambandi. „Þá er aldrei að vita nema stóra systir- in taki upp á því að syngja, en hún er að læra söng.“ Ellen ítrekar að lokum að hún hlakki mjög til stóra dagsins og kveðst vona að allir verði þá frískir og í góðu skapi. „Elísabet tekur ferminguna afar alvarlega, ekki síst hvað varðar trúarlegu hliðina og mér finnst mjög gaman að taka þátt í þessu öllu,“ segir Ellen að síðustu. Sigríóur Söebeck, amma Elísabetar Hjálpar Elísabetu að velja fötin SIGRÍÐUR Söebeck, amma Elísabetar, tekur mikinn þátt í fermingar- undirbúningi dótturdótt- ur sinnar og er greinilegt að samband þeirra er af- ar náið. „Ég hef gaman af því að taka þátt í undir- búningi fermingarinnar," segir Sigríður en eins og kemur fram í samtaii við Elísabetu hefur Sigríður m.a. reynt að hjálpa henni við að finna ferm- ingarföt. „Elísabet hefur enn ekki fundið nein föt sem henni líka og því hef ég haft augun opin og hringt til dæmis í hana ef ég sé einhverja fermingar- fataauglýsingu," segir hún en einnig kveðst hún hafa farið sjálf í verslanir tilað líta eftir fötum. „Og já, ég hef líka oft farið með henni í búðir,“ bætir Sigríður við. Aðspurð segir hún að gott sam- band sé á milli hennar og ailra barnabarnanna en Elísabet er sú fjórða í röðinni til að fermast. Þeg- Sigríður Söebeck. ar Sigríður er spurð um sína eigin fermingu upplýsir hún að hún hafi fermst árið 1937 á Akureyri en það var að sögn Sigríðar síðasta ferm- ingin sem fram fór í gömlu kirkjunni í Akureyri. En hvemig var kjóllinn sem Sigríður fermdist í? „Ég fermdist í hvítum kjól úr satínsilki sem faðir minn kom með heim frá Kaupmanna- höfn og við hann bar ég háa, hvíta hanska,“ seg- ir hún þegar hún rifjar upp þessa tíma. Að- spurð um gjafirnar segir hún að þá hafi ekki verið eins mikið um peninga- gjafir og nú tíðkast. „Þær voru mun pers- ónulegri gjafirnar þá. Til að mynda undirkjólar úr satíni og bróderaðir vasaklútar.“ Þá segist hún muna eftir því að einhverjir hafi fengið hjól en þá var algengt að menn gæfu saman, væri um stærri gjafir að ræða. Þegar Sigríður er að lokum spurð hvort hún hlakki til fermingar El- ísabetar dótturdóttur sinnar segir hún svo vera. „Fermingar eru að mínu mati alltaf mjög hátíðlegar og ég tel ferminguna vera fallegan sið.“ IAMY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.