Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 33 Jörundur Matthíasson með nýfædda dóttur sína. Morgunblaöið/Ásdís Jörundur Matthíasson var einn sá fyrsti sem fákk tölvu í fermingargjöf „Er stoltur af því að vera tölvunörd í dag þótt það hafi verið viðkvæmt þá“ FERMINGARGJAFIR hafalöngum verið hluti af fermingunni og voru lömb til að mynda algengar gjaíir á fyrstu áratugum 20. aldarinnar, eink- um til sveita. Fermingargjafir voru þó langt frá því að vera sjálfsagðar á öllum heimilum og þótti sumum fjöl- skyldum í Reykjavík í kringum fjórða áratuginn nóg um nýju fermingarföt- in og veisluna. Aukinni velferð fylgdu þó fleiri og dýrari fermingargjafir og um og eftir síðari heimsstyrjöldina urðu skart- gripir og úr vinsælar gjafir tU ferm- ingarbarna. Á sjöunda og áttunda áratugnum komu gjafir á borð við húsgögn, svo sem skrifborðsstólar og borð til sögunnar og þá fór einnig að bera á plötuspUurum, útvörpum og segulbandstækjum í fermingarpökk- unum. Myndavélar fóru líka að verða vinsælar gjafir og um miðjan níunda áratuginn má segja að fyrsta tölvu- kynslóðin hafi fermst. Fólk fór í auknum mæli að kaupa sér einkatölv- ur tU heimilisms og börnin létu sig dreyma um eigin tölvu. Einstaka fermingarbarn hefur lík- lega fengið tölvu í fermingargjöf á þessum tíma þótt það hafi fremur verið undantekning en regla og önn- ur nýttu sér sjálfsagt fermingarpen- ingana tU að kaupa sér lúxus á borð við þennan. Eftir því sem tók að líða á níunda áratuginn urðu tölvur algengari sjón í fermingarveislum en þó urðu þær ekki vinsælar til gjafa fyrr en á tíunda áratugnum. Og í dag eru mörg börn með tölvu á óskalistanum sínum þótt ekki skuli farið út í það hér hvort slíkar gjafir þyki ganga úr hófi fram eða ekki. Jörundur Matthíasson tölvunar- fræðingur er af þeirri kynslóð sem fýrst fór að fá tölvur í fermingargjöf. Jörundur segist hafa haft „brennandi tölvuáhuga" frá tólf ára aldri en þá var hann sendur á tölvunámskeið af móður sinni. Síðan þá hafa tölvur og forritun leikið stórt hlutverk í lífi hans og kom, að sögn, lítið annað til greina en að fjárfesta í tölvu fyrir fermingarpeningana. „Maður er stoltur af því í dag að vera tölvunörd þótt það hafi verið viðkvæmt í gamla daga,“ segir hann er hann rifjar upp fyrstu kynni sín af tölvum og forritun. Jörundur keypti að tilstuðlan móð- ur sinnar svokallaða Vie 20-tölvu sem var af tegundinni Commerdome og segir Jörundur að hún hafi þótt afar góður kostur í þá daga þótt nú sé hlegið að því meðal tölvunarfræðinga hvað hún hafi verið takmörkuð að flestu leyti. „Tölvan var með þrjú og hálft KB innra minni en til saman- burðar má geta þess að algengustu tölvumar í dag eru með 64MB sem samsvarar um 64 þúsund KB innra minni.“ Jörundur bætir því þó við að tölvan hafi boðið upp á ýmsa forritunar- möguleika og af þeim sökum telur hann að hann hafi fengið óbilandi áhuga á forritun sem hefur teygst fram til þessa dags. Á meðan aðrir fé- lagar Jörundar, eða Judda eins og hann er kallaður, léku sér í tölvuleikj- um var hann byrjaður að forrita og búa til tölvuleiki eins og fyrr segir og er nú forritun orðið hans aðalstarf. Tím asetn i ng fe rm i nga STUNDUM heyrist af deilum um tímasetningu ferminga. Prestar hafa gert samþykktir um að ferm- ingar fari fram í apríl hið fyrsta. Þeir telja að fermingar í mars séu ekki æskilegar, af þeirri ástæðu að þá styttist fermingar- fræðslutímabiiið. Flestir prestar munu vera sammála um að ekki eigi að ferma um páska og bæna- daga þar sem það sem eigi sér stað í helgihaldinu þessa daga sé svo mikilvægt að það megi ekki falla í skuggann af fermlngunum, ef svo má segja. Það séu lykii- atriði kristinnar trúar: innreiðin í Jerúsalem, síðasta kvöldmáltíðin og upprisan. ©Husqvarna VIKING Ferminqarqjöf til framtíðar Mörkinni 1/108 Reykjavík / Sími 588 9505 / Netfang volusteinn@islandia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.