Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Maðurgetur talað við Guð og Jesú hve- nær sem er“ Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Kristmann Freyr Dagsson Ætluðu alltaf að fermast Morgunblaöið/Kristinn Fermingarbörnin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Kristmann Freyr Dagsson. KOLBRÚN Eva Kristjánsdóttir og Kristmann Freyr Dagsson eru eins og önnur fermingarböm og fjöl- skyldur þeirra að undirbúa ferm- inguna en þau fermast í Digra- neskirkju hinn 16. apríl nk. Þau hafa bæði gengið til prests frá því í október sl. og segja að það hafi aldrei komið neitt annað til greina en að fermast. „Ég ætlaði alltaf að fermast," segir Kolbrún og Kristmann tekur undir. Þau virðast þó taka mismik- inn þátt í fermingarundirbúning- num. Kolbrún virðist að minnsta kosti vera meira inni í því hvemig fermingarborðið á að líta út; til að mynda hefur hún skoðanir á því hvernig kertin og munnþurrkumar eiga að vera á litinn en hann hefur lítinn sem engan áhuga á slíkum vangaveltum. Það sama kemur reyndar í ljós í samtölum við önnur fermingarbörn þegar rætt er um hinn veraldlega fermingamndir- búning. Stelpurnar virðast hugsa meira um veisluna, fermingarfötin og hárgreiðsluna en strákarnir virðast í mesta lagi hafa skoðanir á því hvemig fermingarfötin eigi að líta út. En að sjálfsögðu eru undan- tekningar frá þessari reglu. Kolbrún segir að veislan verði haldin heima og að kertin og munn- þurrkurnar verði í rauðum lit. „Kertin fengum við frá nunnunum í Hafnarfirði og á þau er búið að setja nafnið mitt og fermingardag," útskýrir hún og bætir því við að veislugestum verði boðið upp á kvöldverð. Kristmann þykist hins vegar lítinn sem engan áhuga hafa á undirbúningi veislunnar. „Mér er alveg sama hvernig veislan verður,“ segir hann hátíðlega og útskýrir síðan að foreldrar sínir komi til með að sjá algjörlega um undirbúning- inn. Vill bara íslenska hátíðarbúninginn Þegar Kolbrún og Kristmann era spurð um fermingarfötin tekur hún fyrst til máls og kveðst vera búin að fjárfesta í hnésíðum kjól frá versl- uninni Flash í dökkbláum lit og í hvítum háum skóm. „Ætli ég hafi ekki verið tvo daga að leita mér að fermingarfötum," útskýrir hún og segist hafa verið búin að ákveða að vera í stuttum kjól. Amma hennar og mamma hjálpuðu til við leitina. Þegar kemur að Kristmanni að segja frá sínum fermingarfötum byrjar hann á því að lýsa undran sinni yfir því hve langan tíma það hafi tekið Kolbrúnu að velja fötin. Hann segist ekki vera búin að kaupa nein föt en útskýrir að hann hyggist vera í íslenska hátíðarbún- ingnum. Hann hafi verið í slíkum búningi eitt sinn við giftingu í fjöl- skyldunni og segist hafa „fílað bún- inginn í tætlur,“ eins og hann orðar það. Kolbrún segir aðspurð að ferm- ingarstúlkur sem hún þekki til velji margar hverjar stutta og hnésíða kjóla og að hvítir, bleikir og svo- kallaður turkish-litur séu hvað al- gengastir í þeim efnum. Þá segir hún háa skó vinsæla meðal stúlkn- anna og þá í ljósum litum. Aðspurður segist Kristmann hins vegar lítið vera inni í því hvernig föt strákarnir velji sér en sjálfur segist hann ætla að vera í hátíðar- búningnum eins og áður segir og í svörtum skóm. Tekin I fullorðinna manna tölu Kolbrún og Kristmann segjast bæði hlakka til fermingarinnar og líta svo á að með fermingunni séu þau tekin í fullorðinna manna tölu. ,Að minnsta kosti tala amma og afi um það,“ útskýrir hann. Þau segj- ast trúa á Guð og láta ágætlega af hinum andlega undirbúningi ferm- ingarinnar, þ.e. fermingarfræðsl- unni sjálfri. Þar hafi þau lært meira um Jesús Krist og Guð, þjóðfélagið sem við búum í og hvað eigi að gera og hvað ekki samkvæmt kristinni trú. MARGVÍSLEG verkefni eru lögð fyrir í fermingarfræðsiunni. Ekki er ein- göngu um að ræða utanbókar- lærdóm á boðorðunum tíu, tvöfalda kærleiksboðorðinu, Litlu biblíunni og þar fram eftir götunum, heldur velta fermingarbörnin því fyrir sér hvers vegna þau vilji fermast, hvers vegna boðorðin tíu séu mikilvæg o.s.frv. Hér er örlítið sýnishorn úr verkefni önefnds fermingarbarns. Hvað er ferming og hvers vegna vilt þú fermast? „Ferming er það þegar maður staðfestir að maður hefur verið skírður í kristinna manna tölu. Ég vil fermast út af því að ég trúi á Guð og Jesú, að Guð er skapari heimsins og að Jesú hafi verið hér og hann hafi verið krossfestur af mönnunum. Og ég vil vera í kristinni trú því að allt sem Guð skapar er gott og Guð og Jesú eru alls staðar og þá líður manni vel að einhver er góður í kringum mann. Og maður getur tal- að við Guð og Jesú hvenær sem er og þeir svara manni alltaf. Og því að ég vil ekki vera í annarri trú.“ Af hverju dó Jesú á krossi? „Jesús dó á krossi vegna þess að hann kallaði mennina syndara og að þeir þörfnuðust fyrirgefningar Guðs. Og hann braut eitt af boðorðum Guðs um helgi hvíldardagsins en hann læknaði mann þá.“ Giæsilega hönnuð hljómtækjastæða. Framúrstefnuleg og kraftmikil með 2 xlOO W útgangsmagnara, Power Bass hátaiara - Funky blá baklýsing, einingar sem auðvelt er að taka f sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt það sem þú vilt hafa f aivöru hljómtækjastæðu, og meira til úla 8 • S(mi 530 2800 www.ormsson.is Við myndum líka nörda Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Við erum FÍFL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.