Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 18
18 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ i 62 - 220 Hafnarfirði - Sími 555 4620 Enskunám a er... ... ekkert mál (á ensku „pís off keik“) Það er ekkert mál að læra ensku í landinu þar sem hún er töluð. Úrval-Útsýn býður í sumar enskunámskeið í mjög góðum málaskólum á Englandi. Almenn enskunámskeið: Val á milli 20 eða 30 kennslu- stunda á viku, fyrir alla aldurshópa, yngst 11 ára. Hægt er að bæta við einkakennslu gegn aukagjaldi. Einnig eru sérhæfð námskeið fyrir fullorðna í boði. Bournemouth Sumarnámskeiö fyrir 9-15 ára. Gisting á einkaheimilum með fuliu fæði. 2-12 vikna námskeið. Sumarnámskeið fyrir 12-17 ára:. Gist á heimavistarskóla með fullu fæði. Kennsla, tómstundir og félagsiíf. Nemendur eru sóttir og þeim skiiað á flugvöllinn. -- 2-4 vikna námskeið. Brighton Aðalaðsetur skólans er í Brighton en einnig eru í boði námskeið í London. Brighton er sígildur sumardvalarstaður þar sem margt er hægt að gera sér til afþreyingar. TilvoUH ÚRVÍL liISVII Lágmúla 4: sfmi 585 4000, grmnt númer: 800 6300, Kringlan: sími 585 4070, Hafnarfirðl: sími 585 4100, Kaflavík: sími 4211353, Akureyri: sími 462 5000, Selfoss: s(mi 482 1666 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Ása og Anna Ásgeirsdætur Fermingarmyndinni stoliö úr sýningarkassanum TVÍBURASYSTURNAR Ása og Anna Ásgeirsdætur ólust upp á Hofsvalla- götunni í vesturbæ Reykjavíkur og eru eins og aðrir tvíbrar á þessari opnu tilbúnar til að segja frá eftir- minnilegum fermingardegi og dýr- mætum minningum f kringum þann dag. Þær segjast í samtali við blaða- mann eiga góðar minningar frá ferm- ingardegi sínum en þær fermdust í Dómkirkjunni í Reykjavíkhaustið 1955. Þetta var stór dagur, segja þær og rifja upp athöfnina sem var í þeirra augum mjög hátíðleg stund. Þær segja frá því að þær hafi verið í einum af fyrstu árgöngunum sem voru í fermingarkyrtlum. „Það þótti mikill sparnaður á heirnilinu vegna þess að þá þurfti ekki bæði síðan fermingarkjól og eftir- fermingarkjól," segja þær. í þá daga voru veisl- urnar ekki eins íburð- armiklar og nú og minn- ast þær þess að haldið hafi verið kaffiboð fyrir nánustu ættingja heima á Hofsvallagötu. Kváð- ust þær hafa fengið ny- tsamar gjafir, m.a. svok- allaða greiðslusloppa úr frotté með rósum, hvor sínar 250 krónurnar og bækur. „Dýrmætust var þó fermingargjöfin frá mömmu og pabba,“ segja þær, en það voru falleg lítil stálúr sem lengi voru í notkun. Kjólarnir saumaðir Fermingarföt systranna eru þeim þó ekki síður minnisstæð. Bláir kjól- ar með víðu pilsi og dökkbláar ferm- ingarkápur sem þær notuðu allt fram til sautján ára aldurs. „Mamma vin- kvenna okkar saumaði kjólana og kápurnar," segja þær en í þá daga var meira um heimasaumuð föt en MorgunblaOiO/Ásdís Tvíburasysturnar Anna og Ása Ásgeirsdætur segja að ferming- in hafi verið afar hátíðleg í þeirra augum. uð og komið fyrir í út- stillingarkassa. Þegar þær ætluðu svo seinna að fá myndina var þeim sagt að „því miður væri það ekki hægt vegna þess að kassinn hefði verið brotinn upp og myndinni stolið", segja þær hlæjandi. Þær segjast aldrei hafa haft hugmynd um hver hafi ver- ið þar að verki og kom myndin held- ur aldrei í leitirnar. Hallast blaðamaður helst að því að líklegasta skýringin sé sú að leyndur aðdáandi hafi séð ástæðu til þess að leggja á sig innbrot til þess að útvega sér mynd af þeim systr- um, en það verður líklega aldrei vit- að með vissu. Nema einhver gefi sig fram nú og komi myndinni til skila til réttra eigenda. Ef ekki, þá verður þetta sennilega eitt af þeim leyndar- málum sem aldrei munu fást svör við. nú er. „Kápurnar voru þröngar í mitt- ið eins og kjólarnir og búnar til úr mörgum stykkjum." Á meðfylgjandi mynd má sjá systurnar f bláu kjólun- um sem voru úr glansandi efni eins og er í tísku um þessar mundir. Innbrot á Ijósmyndastofu Þær systur segja frá því að eftir ferminguna hafi þær farið í mynda- töku hjá Lofti Ijósmyndara og var ein af myndunum tekin, stækkuð og lit- Höfum alltaf verió hvor í sínum litnum Védís og Halla Ólafsdætur Morgunblaöiö/Kristinn TVÍBURARNIR Védís og Halla Ól- afsdætur fermdust borgaralega um síðustu helgi og þær segja að það hafi aldrei annað komi til greina. Þær hafi ekki verið skírðar og svo hafi stóra systir þeirra fermst borg- aralega fyrir fimm árum. Þær segj- ast vera ánægðar með hið tólf vikna námskeið sem boðið er upp á hjá Siðmennt, félaginu sem sér um borgaralegar fermingar og að þar sé meiri áhersla lögð á samræður nemendanna ólíkt því, segja þær, sem gengur og gerist í grunnskólan- um. „Við lærum þar margt um lífið og tilveruna og teljum að flestir þeir sem eru með okkur í tímum hafi gaman af námskeiðinu," segja þær. Þegar systurnar eru spurðar um hina veraldlegu hluti fermingarinn- ar svo sem fatnað segjast þær hafa lagt áherslu á að vera í ólíkum föt- um. Önnur þeirra var í rauðum kjól en hin í hvítum og sniðið segja þær að sé ólíkt. „Við höfum alltaf reynt að vera í fötum sem eru ekki eins á litin,“ útskýra þær, „til þess að vera ekki alveg eins.“ Hlakka til fermingarinnar Védís og Halla búa í Árbænum og vekja yfirleitt mikla athygli þar sem þær koma vegna þess hve líkar þær eru. „Og fólk í Árbænum veit hverj- ar við erum af því við erum tvíbur- ar,“ segja þær án þess þó að ljóst sé Védís og Halla Ólafsdætur á fermingardaginn. hvort þær eru ánægðar með það eða ekki. Þær sjá hins vegar ástæðu til að taka það fram að stundum geti verið mjög gaman að vera tvíburi sökum þess að þá „falli þær ekki al- veg inn í hópinn“, eins og Halla orðar það, en á öðrum tím- um getur það verið þreytandi að vekja alltof mikla athygli. „Til að mynda förum við aldrei saman í bæinn vegna þess að fólk horfir svo mikið á okkur og finnst greinilega merkilegt að við séum tvíburar og alveg eins,“ segir Halla enn fremur og Védís tekur undir. Taka þær dæmi og lýsa m.a. því þegar þær hafi verið að ganga í miðbæ Reykja- víkur þegar bíll hægði á sér og far- þegar í honum, útlendingar, hafi rúllað niður rúðunni og spurt á ensku að því augljósa; hvort þær væru tvíburar. „Við höfum ekki far- ið saman í bæinn síðan," segja þær hlæjandi og að því er virðist ekkert ósáttar við að þurfa að fara hvor án annarrar í bæinn. „Við erum ólíkir persónuleikar og mamma hefur gert í því að gera okkur ólíkar með því að klæða okkur hvora í sinn litinn og láta okkur hafa ólíka klippingu," bætir Védís við. Védís og Halla fermdust um síð- ustu helgi eins og áður segir og sögðu þær blaðamanni fyrir fer- minguna að þær hlökkuðu til ferm- ingardagsins. Þær voru þegar bún- ar að kaupa fermingarfötin eins og áður kom fram og fermingarveislan var í undirbúningi. Þegar þær eru hins vegar spurðar um gjafir virðast þær ekki hafa velt þeim mikið fyrir sér. Tekur Halla í fyrstu fram að hún viti ekki hvað hún vilji í ferm- ingargjöf en bætir því síðan ákveðin við að henni sé í raun nákvæmlega sama hvað þær fái í gjafir enda sé það síður en svo aðalatriðið í ferm- ingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.