Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 17 Ritningarorð fyrir fermingarbörn Morgunblaöiö/Ásdís Altarisganga við fermingu í Dómkirkjunni hjá Jakobi Ágústi Hjálmarssyni. Tvöfalda kærleiksboðorðið Hann svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ Petta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Matt. 22:37-39 „Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálf- an þig. Ekkert boðorð er þessu meira.“ Mark. 12:30-31 þér breytið eins og ég breytti við yð- ur.“ Jóh. 13:15 „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars." Jóh. 13:35 „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.“ Jóh. 14:15 „Sá, sem elskar boðorð mín og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.“ Jóh. 14:21 „Jesús svaraði: Sá sem elskar mig, varðveitir orð mitt og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá hon- um. Jóh. 14:23 „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelf- ist ekki né hræðist." Jóh. 14:27 „Eg hef haldið boðorð mín, verið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hefi haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.“ Jóh. 15:10 „Þetta er mitt boðorð, að þér elsk- ið hver annan, eins og ég hef elskað yður.“ Jóh. 15:12 „Jesús segir við hann: Ég er veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ Jóh. 14:6 Litla Biblían „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16 Gullna reglan „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámenn- imir.“ Matt. 7:12 „Sælir eru hógværir, því þeir munu landið erfa.“ Matt. 5:5 „Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða." Matt. 5:7 „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Matt. 5:8 „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.“ Matt. 5:9 „En ég segi yður: Elskið óvini yð- ar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.“ Matt. 5:44 „Verið fullkomnir, eins og faðir yð- ar himneskur er fullkominn." Matt. 5:48 „En leitið fyrst ríkis hans og rétt- lætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Matt. 6:33 „Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, því einn er leiðtogi yð- ar, Kristur." Matt. 23:10 „Og kennið þeim að halda allt það er ég hefi boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda verald- ar.“ Matt. 28:20 „Jesús sagði við hann: Ef þú get- ur! Sá getur allt sem trúir.“ Mark. 9:23 „Verið miskunnsamú, eins og fað- ir yðar er miskunnsamur." Lúk. 6:36 „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vindum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.“ Lúk. 6:45 „Hann sagði: Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varð- veita það.“ Lúk. 11:28 „Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sann- leika.“ Jóh. 4:24 „Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins." Jóh. 8:12 „Ég hef gefið yður eftirdæmi, að Canon ihutón. 26.900; APS Canon IXUS II Minnsta APS myndavélin með aðdráttarlinsa Falleg hönnun og fjölmargir möguleikar í myndatöku gera IXUSII að véisem tekið er eftír. ""vSsoóS- »°*nieð«öskU APS Ein sú minnsta og léttasta sem völ er á. Nett og þunn bygging vélarinnar gerir hana hentuga í vasa. Þutekur þessa meo þér hvert sem er, hvenær sem er. 12.900' Canon IXUS M1 Léttasta APS vélin (aðeins 115g). Álíka stór og hefðbundið greiðslukoit Einfóld og meðfærileg. Canon Prima Z o o m 8 5 N 35mm myndavél með aðdráttarlinsu. Hönnuð með það ( huga að gera mynda- tökuna sem einfaldasta fyrir þig. LIÓSMYNDANÁMSKEIÐ FYLGIR HVERRI MYNDAVÉL frimiM www. hanspetersen. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.