Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 10
10 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sannar sögur úr fermingar- fræðslunni HÉR á eftir koma skondin svör úr fermingarfræósluprófi sem fermingarbörn taka að vori þegar fræðslunni lýkur. Spurning: Hvað er messa? Svar: Messa er það þegar klukkurnar hringja, kórinn syngur sálma, presturinn les bænir og les úr helgi- spjöllunum. Spurning: Nefndu þrjár helstu hátíðir kristinna manna Svar: Jólahátíð, vorhátíð og verslunarmannahelgar- hátíð. Spurning: Nefndu dæmi um guðspjöll. Svar: Lúkasarguðspjall, Jó- hannesarguðspjall, Matthías- arguðspjalll og svona mörg önnur guðspjöli. Að lokum segir sagan að presturinn hafi spurt ferming- arbarnið hvort það vildi leit- ast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Fermingar- barnið, sem var indælis drengur og hafði staðið sig vel í fermingarfræðslunni, virtist eitthvað hika við þessa spurningu en sagði svo: Ókei! Blóm í hárið í anda hippatímans EKKERT er nýtt undir sólinni og það sama má segja um duttlunga tískunnar. Útlit í anda hippatímans virðist vera að ryðja sér til rúms um þessar mundir og kæruleysið og róm- antíkin sem fólst í blómunum í hárinu hefur litið dagsins Ijós að nýju. í mörgum verslunum bæjarins fást nú stórar blóma- spennur sem setja má í hárið, í Ijósum og bleikum litum. Litir þessara blóma henta stúlkum, segir Binni. Einfaldar blómaskreytingar á veisluboröinu Blóm þarf aó velja í samræmi við dúka og kerti „ÞAÐ sem þarf að hafa í huga þegar velja á blóm í ferminguna er hvort fermingarbarnið er strákur eða stelpa,“ segir Binni hjá Blóma- búðinni blómaverkstæði Binna þegar hann er spurður álits á því hvernig blómaskreytingar eigi að velja í ferminguna. „Fólk þarf að velja blóm í samræmi við liti á sér- víettum, dúkum á borði og kertum. Ef um stelpu er að ræða verða ljósari litir yfirleitt fyrir valinu, til dæmis bleikur, hvítur eða ljóslill- aður, en ef um stráka er að ræða eru yfirleitt valdir jarðlitir á borð við appelsínugulan, bláan og hvít- an.“ Blómaskreytingarnar á meðfylgj- andi myndum gerði Binni í tilefni af útgáfu Fermingarblaðsins og eins og sjá má brá hann á það ráð að setja kertin í sjálfa skreyting- una. Hann segir algengt að skreyt- ingar á borð við þær sem hér eru sýndar séu notaðar á kaffihlað- borðið eða matarhlaðborðið og segir hann að slíkt geti lyft borð- Kertin komin í blómaskreytinguna. inu aðeins upp ef svo má að orði komast. „Ef blómaskreyting er sett á borðið þarf ekkert endilega meira skraut, því maturinn, kök- Binni hjá Blómaverkstæöi Binna. Morgunblaöiö/Golli urnar og önnur veisluföng sem eru á borðinu gera mikið fyrir það,“ segir hann og heldur áfram: „ Persónulega finnst mér að það eigi ekki að yfirhlaða veisluborðið með alls konar dóti og drasli, því tert- ur, kökur og annað slíkt puntar upp á borðið.“ tmm í m Stuttir og síöir blúndukjólar og blúnduskyrtur Laugavegi 54 - Sími 552 5201 Fersk blóm sem kökuskreyting NOKKUR fersk blóm á kökubakka eru frumlegt tilbrigði við hefðbundnar blómaskreytingar. Snjallt er að nota blóm í sama lit og servíettur, dúkur, kerti eða annað sem áberandi er á veisluborðinu. Litatónar mega aftur á móti vera fjölbreyttir. Blóm halda ferskleika sínum ekki mjög lengi, svo best er að geyma þau í vatni á svölum stað þar til skömmu áð- ur en klipið er af stilkum þeirra og þau notuð til skrauts. Gera má ráð fyrir að þau haldist falleg í 3-5 klukkutíma án þess að fá vatn. Að sumarlagi er tilvalið að nota blóm úr eigin garði í skreytingar af þessum toga, en fyrir ferm- ingarveislur er ljóst að kaupa þarf blóm í blómabúð. Fljótandi blóm i skálum Einnig er mjög fallegt að klípa blóm, til dæmis rósir eða nellikur, af stönglum sínum, og láta í vatn í glerskál- um. Þannig lifa rósimar dögum saman, fljóta á vatninu og springa fallega út. Þeir frumlegustu geta sett matarlit út í vatnið og þá draga nellikurnar litinn í sig. Séu notað- ar rósir er hagkvæmast að kaupa litlar ódýrar rósir í bunktum og fallegt er að hafa nokkrar litlar skálar með blómum hér og þar í húsinu, til dæmis við inngang, á baði og á nokkrum stöðum í stofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.