Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 19 Rakel Ýr og Björg Ýr Guömundsdætur Morgunblaöiö/Ásdís Björg Ýr og Rakel Ýr Guðmundsdætur voru alltaf eins fram að fermingu. Fermingardagur- inn var ákveðinn vendipunktur '\he\masaU' FERMINGARDAGUR tvíburasystr- anna Rakelar Ýrar og Bjargar Ýrar Guðmunds- dætra átti eftir að verða ákveð- inn vendipunktur í lífi þeirra. Hann rann upp bjartur og fagur í Arbæn- um í apríl árið 1986 og var athöfnin og veislan þar á eftir í ósköp hefðbundnu formi að sögn þeirra systra. Arbæjarkirkj- an var enn í smíðum og fór athöfnin því fram í safnaðar- heimilinu. „Þar var heldur þröng á þingi og því var settur kvóti á það hvað hvert fermingarbarn mátti bjóða mörgum í athöfnina. En þar sem við vorum tvær máttum við bjóða helmingi fleiri ættmennum en aðrir,“ segir Rakel og tekur undir að þarna hafi komið sér vel að vera tvíburi. Systrunum var haldin vegleg matarveisla heima að lokinni at- höfninni í safnaðarheimilinu þar sem í boði voru tvær kransakökur og fleira góðgæti. Rakel rifjar upp að þær hafi fengið marga skartgripi, hvor sinn demantshringinn, hvor sitt gullarmbandið, hvor sinn lamp- ann og margt fleira en þær fengu aldrei gjafir saman heldur var alltaf keypt tvennt af hverju. „Ættingj- arnir hafa kannski fengið magn- afslátt af gjöfunum," segir Rakel hlæjandi og bætir því síðan við að þær hafi fengið Mallorka-ferð frá foreldrum sínum. Hvorki meira né minna. En þótt dagurinn hafi verið hefð- bundinn að mörgu leyti segja þær systur að hann hafi samt sem áður verið svolítil tímamót fyrir þær. „A þessum degi breyttumst við mjög mikið sem tvíburar. Fram að honum höfðum við alltaf verið eins; eins klæddar og með eins hárgreiðslu. Til dæmis þurftum við að beita mikl- um málamiðlunum á morgnana áður en við fórum í skólann því við þurft- um að koma okkur saman um fötin sem við ætluðum að vera í. Hvort við ætluðum að vera í rauðu peysunni eða þeirri grænu. Aldrei kom annað til greina en að vera alveg eins. Meira að segja sokkarnir okkar voru eins.“ Urðum sjálfstæðari eftir ferminguna En strax eftir ferminguna breytt- ist þetta. „Daginn eftir ferminguna fórum við í bæinn með fermingar- peningana þar sem önnur keypti sér síðan skærgrænan jakka með mikl- um herðapúðum en hin keypti sér hljómflutningstæki,“ segir Björg og bætir því við að aukinheldur hafi önnur þeirra klippt hár sitt stutt og litað það ljóst. „Eg veit ekki hvað varð til þess að við fórum að ganga í ilW»ðU 1lnga*fötunUm' öðruvisi fötum. Kannski urðum við sjálf- stæðari eftir ferminguna," segir Rakel ennfremur, „og kannski vor- um við líka orðnar leiðar á því að láta rugla okkur saman.“ Síðan þá hafa þær systur gert út á að vera eins ólíkar og þær geta. Þær klæða sig ólíkt og passa upp á að vera með hvor með sinn háralitinn. „Það er óskrifað samkomulag okkar í milli að ein liti ekki á sér hárið án þess að hafa samráð við hina. Annað er stranglega bannað,“ segir Rakel og Björg tekur undir. Sú síðar- nefnda segir að hún hafi verið Ijós- hærð nánast alla tíð frá fermingu og Rakel segist aðspurð aldrei hafa þorað að nefna það við Björgu hvort hún mætti lita á sér hárið ljóst. Snoðaði systur sína í hárgreiðsluleik Rakel og Björg segjast alla tíð hafa verið góðar vinkonur og taka fram að því eldri sem þær verði því betri vinkonur verði þær. Þær eiga sömu æskuvini og búa í sömu blokk- inni. „Aðeins þrjár hæðir skilja okk- ur að,“ segir Björg og hlær við. Þær hafa þó valið sér ólíkan starfsvettv- ang. Björg er hárgreiðslukona eins og móðir þeirra en Rakel er rekstr- arfræðingur og vinnur hjá Stöð 2. Að lokum eru þessar skemmti- legu systur beðnar um að segja frá einhverjum prakkarastrikum í æsku. Björg tekur orðið og segir svo frá: „Þegar við vorum fimm ára ák- váðum við um sexleytið einn sunnu- dagsmorgun að fara í hárgreiðslu- leik. Mamma var hárgreiðslukona og rak litla stofu heima í Breiðholt- inu þannig að við vissum vel hvað fram fór á slíkum stofum. Skemmst er frá því að segja að þegar mamma vaknaði um áttaleytið sat Rakel á pínulitlum baststól inni á baði með dönsku blöðin fyrir framan sig og rauðan lit í munninum sem átti að vera sígaretta. Ég stóð við stólinn með skærin og var búin að klippa allt hárið af Rakel. Við þessa sjón fékk mamma áfall því hún hafði látið okkur safna hári frá því við fæddumst enda vorum við komnar með hár niður á bak. Þessi leikur endaði hins vegar á því að mamma snoðaði mig líka því hún vildi hafa okkur eins. Við vorum þannig báðar orðnar krúnurakaðar um fimm ára aldur.“ Fermingar Litir: Beige, grátt, svart Stærðir 36-41 Verð 5.900 Litir: Grátt, svart Stærðir 36-41 Verð 5.900 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3 • SÍMI 554 1754 Litir: Svart, grátt Stærðir 36-41 Verð 5.900 2 gpðar fémiingargjafir SINGER 4662 Góð heimilissaumavél með tíu sporum þ.m.t. overlock spor. Fermingartilboð: 21.300.- Afsláttur: 19.885? 7.000.- Verð áður: 28.300.- 26.885.- sgr. PFAFF hobby 309 Heimilissaumavél með fímmtán sporum, þ.m.t. overlock spor. Fermingartilboð: 26.700.- Afsláttur: 24.865? 10.000.- 36.700.- 34.865.-« PFAFF cHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Veffang: www.pfaff.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.