Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 29 Össur Skarphéðinsson alþingismaóur Gekk ekki til neinna spurninga ÖSSUR Skarphéðinsson, alþingismaéur og frambjóð- andi í formannsembætti Samfylkingarinnar, segir að þegar hann fermdist hafi hann búið á heimavistar- skóla Sjöundadags aðvent- ista í Hlíðardalsskóla en þar hafi ekki verið fermt. „Þann- ig að ég gekk ekki til neinna spurninga og hitti aldrei krakkana sem ég fermdist með í Háteigskirkju síðar um veturinn árið 1966,“ segir Össur. „Einu sinni var égtekinn heim til séra Arngríms Jóns- sonar og látinn romsa upp úr mér öllu kverinu sem ég þurfti að læra og gekk það mjög vel,“ segir Össur ennfremur og kveður það einu kynni sín af þeim mæta klerki. Fannst myndin hallærisleg TRYGGVI Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og frambjóðandi í formannsembætti Samfylkingarinnar, fermdíst í Hafnarfjarðarkirkju á síðari hluta sjöunda áratugarins og segir að fermingarmyndin beri þess augljós merki. „Á ferming- armyndinni er ég vatns- greiddur og aulalegur á tímum hippatískunnar og síða hársins og lengi vel fannst mér þessi mynd hallærisleg með eindæm- um,“ segir Tryggvi, „en svo breyttist tískan og í dag finnst mér þetta vera prýð- ismynd af mér.“ Þegar Tryggvi rifjar upp fermingardaginn lýsir hann honum sem ósköp hefð- bundnum fermingardegi nema hvað hann hafi átt í miklum vandræðum með að þekkja sumt frændfólkið og ruglaði ítrekað saman öllum ömmusystrunum. Ultima HÚ5GAGNAH ÖtLIN Serta er leióandi vörumerki á dýnumarkaðinum og ávisun á hágæða ameríska lúxusdýnu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk sofi vel á yngri árum, heldur en þegar maður verður etdri. Pað er ekki lengur hægt að lita fram hjá þvi að dýnan í rúminu skiptir höfuðmáli og þvi ber aó vanda valið þegar ný dýna er valin. Littu við i Húsgagnahöllinni og fáðu ráðleggingar hjá fagfólki. Millistif Miltistif Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði Bíldshöfði 20 - 110 Reykjavík Sími 510 8000 www.husgagnahollin.is Twin 97x190.5 cm Twin XL 97x203 cm Full 135x190.5 cm 32.930 38.760 41.890,- 35.740 41.520 45.160,- 39.980 47.960 52.160,- Twin 97x190.5 cm Twin XL 97x203 cm Full 135x190.5 cm 26.820 31.740 35.960,- Sanpellegrino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.