Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 31 Góö ráö viö undirbúning fermingarveislunnar AÐ mörgu þarf að huga þegar fermingarveislan er undirbúin og er eigi ráð nema í tíma sé tekið. Hér á eftir fara nokkur atriði sem vert er að hafa í huga sé stefnt að því að hafa allt tilbúið á sjálfan fermingardaginn. ► Ýmsa rétti má útbúa með eins til tveggja daga fyrirvara, setja í frysti eða kæii og svo í ofninn skörhmu áður en þeir eru bornir fram. ► Nauðsynlegt er að hafa dúka og allan borðbúnað til- búinn með góðum fyrirvara svo ekki þurfi að vera að útvega borðbúnað á sfðustu stundu. ► Gott er að vera búinn að hreinsa og pússa silfurborðbún- að fyrir fermingardaginn verði slíkur búnaður á borðum. ► Standí til að prenta nafn fermingarbarnsins á kerti og servíettur er nauðsynlegt að gera það í tæka tíð. ► Ráðlegt er að fá lánaða blómavasa fyrir ferminguna séu þeir ekki til staðar á heimilinu. ► Mikilvægt er að huga að fötum fermingarbarnsins og ann- arra í fjölskyldunni með góðum fyrirvara þannig að þau séu hrein og strokin þegar á þarf að halda. ► Sé fatahengi á veislustaðn- um lítið eða yfirfullt er gott að hafa fjarlægt yfirhafnirnar þaðan áður en gestirnir koma og hafa nóg af herðatrjám. Pegar Gunnar Leifur er spurður að því hverju það sæti að mynda- tökurnar hafi æ meir snúist um að ná myndum af karakter barnsins eða einstaklingnum sem slíkum segir hann að skýringin sé sjálf- sagt breyttur tíðarandi. Lengi vel hafi fólk verið hrætt við að vera hallærislegt á fermingarmyndun- um og sumir jafnvel talið að slíkar myndir væru það hallærislegasta sem til væri. Það sama fólk væri nú sjálft farið að láta ferma sín börn og legði því meiri áherslu á að fá myndir sem sýndu krakkana eins og þau væru. Það gerði sér jafnframt grein fyrir gildi mynd- anna sem heimild um tíðarandann og legði því áherslu á að börnin færu í slíkar myndatökur. Spurður að því hvort lítið sé um að myndir séu teknar af börnunum í fermingarkyrtlunum segir Gunn- ar Leifur að eitthvað sé um það enn þá en þó séu slíkar myndir í miklum minnihluta um þessar mundir. Börnin séu yfirleitt í sín- um fínu fermingarfötum en einnig komi þau oft með hversdagsfötin sín sem þau hafi til skiptanna þannig að bæði sé hægt að mynda þau í sparifötunum og í hversdags- fötunum. Auk þess, segir Gunnar Leifur, nota foreldrarnir eða for- ráðamennirnir tækifærið á meðan börnin era svo fín að láta taka fjöl- skyldumyndir á fermingardaginn. Aðspurður segir Gunnar Leifur að allur gangur sé á því hvort menn vilji svarthvítar myndir eða litmyndir. Svarthvítar myndir hafi verið að vinna á að undanförnu en þó sé algengt að menn vilji bæði svarthvítar og litmyndir. Ennfrem- ur segir Gunnar Leifur aðspurður að ekki sé mikið um að fólk vilji fermingarmyndir í brúnum tónum, líklega vegna þess að slíkar mynd- ir fela í sér meiri vinnu og þar með meiri kostnað. Myndirnar miklu meira skoðaðar Til þess að gefa lesendum hug- mynd um hvað fermingarmyndir kosti segir Gunnar Leifur að hjá sér sé vinsælast að velja tólf mynd- ir í stærðinni 13 sinnum 18 með einni stækkun upp í 20 sinnum 25. Slíkur pakki, í svarthvítu eða lit, kosti sextán þúsund krónur. En hvað er gert við fermingar- myndirnar? Fara þær beint ofan í skúffu eða er þeim dreift til vina og ættingja? „Myndirnar sem við buðum upp á voru helmingi minni fyrir um fimm árun en eftir að þær voru stækkaðar höfum við fundið fyrir því að þær eru miklu meira skoðaðar. Við látum viðskiptavin- ina fá myndirnar í huggulegu al- búmi sem skemmtilegt er að skoða en þær eru einnig lausar og því hægt að taka þær út og setja þær í ramma og gefa þær til að mynda ömmu og afa,“ segir Gunnar Leifur en tekur þó fram að flestir láti taka myndirnar fyrir sjálfa sig og noti þær einfaldlega til að varð- veita minninguna um tímabilið í kringum ferminguna. „Þeir sem ekki hafa látið taka fermingar- myndir af sér en koma kannski seinna í stúdentamyndatöku hafa haft orð á því að þeir sjái eftir því að hafa ekki látið taka fermingar- mynd af sér og þar með misst af þessari merku heimild," segir Gunnar Leifur að lokum. ... að/ yleðfost/ oq/ nfóta/ cLatysin&' með ^minquwaMtimi/ fzími/ aa/ aeshmunv. ’Wlxinda/UituoMaAaAa/ §œÁAA/v fiinnaMiatwi/ í amstrinu er auðvelt að gleyma því sem skiptir mestu máli... VEISLUÞJÓNUSTA OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNAR SÍMI 569 1600 veisla@oss.is Ekki láta bakstur og annan undirbúning íþyngja þér. Skoðaðu þessar girnilegu uppástungur. Skreyttar ostakökur þarf að panta með einnar viku fyrirvara, en fyrir aðrar veitingar nægja tveir dagar. Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og fáðu veislubæklinginn okkar sendan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.