Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 13 Ef maður trúir á Guð er þetta sjálfsagt Morgunblaðið/Kristinn Ugla Egilsdóttir og Sindri Snær Jensson fermast í Laugarneskirkju í apríl. „Jesús Kristur lýsti því yíir með orðum sínum, lífi sínu, dauða og upprisu að manneskjan er óendan- lega dýrmæt og við kennum börn- unum það. Við biðjum þess að það komist til skila bæði vitsmunalega og tilfinningalega og við ræðum um allt ofbeldi í því ljósi að hver ein- asta manneskja sé óendanlega dýr- mæt, bæði ofbeldismaðurinn og þolandinn." Kynlífsidnaðurinn kennir að til- finningaleysi séu yfirburðir Bjarni segir kynlífsiðnaðinn eitt birtingarform ofbeldis og segist hann finna sterkt fyrir því hversu neikvæð áhrif hann hafi á tilfinn- ingalíf unglinganna. „Pessi aumkunnarverði iðnaður eins og hann birtist í þjóðfélagi okkar núna hefur alvarleg áhrif á tilfinningalíf unglinga. Þau hafa að- gang að þessu öllu saman og þekkja heim klámsins. Þau verða vör við hann á Netinu, í sjónvarp- inu og í blöðum. Þau skilaboð sem þeir fá er að blygðunarleysi sé frelsi og að tilfinningaleysi séu yfir- burðir og það er ljót blekking fyrir fólk sem er að mótast og læra á líf- ið. Það er mjög alvarlegt að þjóðfé- lag okkar skuli umbera þetta og menn skuli ganga fram og voga sér að segja að þetta sé bara tímanna tákn og spurning um frelsi, þegar þetta bitnar á þeim sem síst skyldi, börnunum okkar. Kynlífsiðnaður- inn gefur unglingum þau skilaboð að kynlíf án ástar og ábyrgðar sé eftirsóknarvert. Við viljum hins vegar reyna að kenna þeim að þar sem ást, virðing og trúnaður ríkir, þar sé kynlíf eftirsóknarvert og gott.“ Bjarni segir mikilvægt að ungl- ingarnir læri og tileinki sér gildi kristinnar siðfræði, en leggur áherslu á að ekki sé hægt að koma kristnum sið til skila í formi boða og banna heldur verði það að ger- ast með persónulegum tengslum. „Það vantar ekki reglur og kristin siðaboð. Reglur ofan frá hafa ekk- ert að segja. I hjarta unglingsins býr einlæg þrá eftir sannleika og fegurð og ef við viljum koma raun- verulegum siðaboðskap til skila verðum við að hitta unglinginn fyr- ir þar sem hann spyr spurninganna af heiðarleika. Ef við hittum ungl- inginn þar sem hann er staddur, er hægt að koma boðskapnum til skila.“ Hver manneskja er dýrmæt fyrir það að vera manneskja Bjarni segir þær breytingar sem hafa átt sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu vissulega hafa haft áhrif á almenn gildi. „Við erum orð- in svo óskaplega markaðsvædd. Allt er markaður og það er mikil þörf á því að benda unglingunum á að það eru til hlutir í þessum heimi sem ekki er hægt að verðleggja í peningum. Þessu þarf að halda á lofti og heiðarleg sál unglingsins skynjar þetta eins og skot. Við bendum á að eini mælikvarðinn sem er endanlegur er Jesús Krist- ur. Persóna hans er sá mælikvarði sem varpar ljósi á allt líf og þess vegna er svo mikilvægt að börnin kynnist honum. Ég segi þeim að þau megi gleyma öllu úr fermingar- fræðslunni, þau mega þess vegna gleyma faðirvorinu og trúarjátning- unni, ef þau týna ekki samfélaginu við Jesú Krist, því ef maður á það kemur allt sem trúnni fylgir af sjálfu sér.“ Bjarni telur unglinga í dag upp til hópa frjálsa og upplitsdjarfa. Þeir séu kjarkmiklir, kunni að tala opinskátt, fái mikla hvatningu og hafi það virkilega gott. Þó sé um leið eins og unglingarnir skynji eitthvert tóm og segir hann það kunna að stafa af því að sú vitund að hver einasta manneskja hafi gildi og sé dýrmæt fyrir það eitt að vera manneskja, sé að tapast úr þjóðfélaginu. „Það er eins og þau finni að þau geti ekki treyst því að heimurinn muni meti þau skilyrðislaust. Það er ekki hluti af vitund unglingsins að hann sé dýrmætur fyrir það eitt að vera manneskja. Hann horfir fram, það blasa við tækifæri, en honum finnst að hann verði ekki metinn nema að hann sanni sig. Sú vitund að maður sé verðmætur, vegna þess að maður er, en ekki vegna þess sem maður afrekar, er að glatast úr samfélaginu.“ Fermingarbarnið finni að það hafi upplifað hið heilaga Bjarni segir að flestir prestar beri líklega þá von í brjósti að eftir fermingarundirbúninginn og ferm- inguna finni fermingarbamið að það hafi fengið að upplifa hið hei- laga. „A þeirri stundu sem barnið stendur á kirkjutröppunum með prestinum á fermingardaginn og hópmyndin er tekin, vonar maður, annars vegar að það sé sól og gott veður, og hins vegar og miklu held- ur að hin eilífa sól, Jesús Kristur sjálfur, hafi risið upp í hjarta ungl- ingsins sem leiðtogi og bróðir. Því eigi þau hann eiga þau bjarta fram- tíðarsýn og raunverulegt öryggi hjartans." UGLA Egilsdóttir og Sindri Snær Jensson fermast í apríl í Laugar- neskirkju og segjast bæði hlakka mikið til. Þau hafa setið tíma í fermingarfræðslu einu sinni í viku í allan vetur og fannst hún alveg stórskemmtileg. „Við lærum ýmislegt um Guð og líka um lífið,“ segir Ugla. „Já, við erum lítið að læra sálma utan að og svoleiðis," segir Sindri Snær. „Svo gerðum við alls konar verkefni, til dæmis verkefni með fötluðum," segir Ugla „og eldri borgurum," segir Sindri Snær. „Við tókum viðtöl við eldri borgara og þeir sögðu okkur frá því hvern- ig fermingin þeirra var og hvernig allt var hjá þeim þegar þau voru unglingar. Ein konan sem ég talaði við vann til dæmis í vegavinnu til að eiga peninga fyrir fermingunni sinni.“ Fljót að fletta upp í Biblíunni Sindri Snær og Ugla segja að það hafi verið tekið upp á mörgu mjög skemmtilegu í fermingar- fræðslunni. Þau segja að ferðalag í Vatnaskóg hafi verið eitt af því allra skemmtilegasta. „Fermingarfræðslutímarnir eru líka mjög skemmtilegir," segir Ugla, , já, þetta er alls ekkert leið- inlegt,“ segir Sindri Snær. „Við förum oft í alls konar leiki, til dæmis fórum við einu sinni í keppni um hver væri fljótastur að fletta upp í Biblíunni og sá sem vann fékk Sprite,“ segir Ugla. „Þá sagði Bjarni til dæmis: Matthías, fimmti kafli, eitthvert vers og þá flýttu sér allir að fletta og reyndu að verða fyrstir að lesa,“ segir Sindri Snær. Harmonikkuball var það allra skemmtilegasta Ugla og Sindri Snær segja að það skemmtilegasta af öllu í vetur hafí þó verið harmonikkuball sem haldið var í Hátúni. „Það var haldið harmonikkuball fyrir gamla fólkið og fatlaða fólkið sem við höfðum unnið verkefni með og fyrir okkur fermingarbörn- in og fjölskyldur okkar. Það var al- veg rosalega gaman,“ segir Ugla. „Fatlaða fólkið er með leikhóp og sýndi alveg frábært leikrit og svo var dansað og sýnd skemmti- atriði," segir Sindri Snær. Þau segjast bæði hlakka mjög til fermingardagsins og alls þess skemmtilega sem honum fylgi. Þau hlakka mikið til veislunnar og að fá pakkana en taka fram að þau viti að fermingin sjálf sé aðalatrið- ið. Þau segjast einnig vita vel að þetta sé stór ákvörðun, en segja að ef maður trúi á Guð sé lítið mál að taka hana, þá sé þetta eiginlega bara sjálfsagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.