Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 12
12 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðiö/Kristinn Sr. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju. Helg alvara í hjarta hvers einasta fermingarbarns ÞEGAR fermingarbamið stendur, klætt hvítum kyrtli, frammi fyrir prestinum og heitir því að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns, er að baki mikið ferli sem kallast fermingarfræðsla eða fermingarun- dirbúningur og hefur barnið sam- þykkt að leitast við að gera þau gildi sem þar eru kennd að sínum. En þótt fermingarfræðslunni sé lokið þegar fermingin sjálf gengur í garð hlýtur það að vera von prests- ins sem hana veitti að hún marki upphaf að góðu og farsælu trúarlííi fermingarbarnsins. „I gegnum allt þetta ferli sem nær hápunkti í fermingarathöfn- inni, vonar maður að fermingar- Stundum er sagt að fermt barn forðist prestinn og aðfermingin marki þannigfrekarendi en upphaf kirkjurækni ogtrúarlífs. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við sr. Bjarna Karlsson sem segir að ferming- arundirbúningurinn sé ekki yfirborðskenntferli í huga unglinganna ogfermingarbörnin Uglu Egils- dóttur og Sindra Snæ Jensson sem fannst ferming- arfræðslan í vetur alveg stórskemmtileg. barnið hafl fengið að upplifa hið heilaga. Að það hafí hreinlega upp- götvað Guð á nýjan hátt og það sé orðinn hluti af sjálfsmynd þess að bibLíaki t VlöbAPNARBÚMlNqi Einstök fermingargjöf á aldamótaári Um er að ræða 2000 tölusett eintök í leðurbandi með innþrykktu mynstri og hlífðaraskja fylgir hverju eintaki. Númer hverrar Bíblíu er handskrifað á titilblaðið þar sem eigandi getur einnig ritað nafh sitt. Tilboðsverð 13.900 kr. Pöntunarsími: 465 1388 ! (SLENSK MIÐLUN tilheyra Jesú Kristi og kirkju hans,“ segir sr. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju. „Presturinn vonar að það rætist ekki að fermt bam forðist prestinn, eins og einhver sagði, heldur vonar hann að barnið hafi skynjað í gegn- Bjarni segir það reynslu sína af um fermingarfræðsluna að kirkjan er samfélag og hafi fundið sig heima í kirkjunni.“ Bjarni segir afar mikilvægt að unglingurinn hitti umhyggjusamt og áhugasamt fólk í kirkjunni sem leggi sig fram við að hlusta á hann, skilja aðstæður hans og virða þær. „I fermingarfræðslunni verður að eiga sér stað gagnlegt samtal um raunveruleg lífsgildi sem ungl- ingurinn skilur og eru hans h'fs- gildi. Hann verður að upplifa að það sé á hann hlustað og við hann rætt, þannig að hann sé aðili að samtali en ekki óvirkur hlustandi að kennisetningum." Hvert barn spyr sig; hvað er ég raunverulega að gera? unglingum að þau séu heiðarlega að leita sannleikans og heiðarlega að leita Guðs og að þátttaka í ferm- ingarfræðslunni sé alls ekki eitt- hvað yfirborðskennt ferli í huga þeirra. „Við sem hér vinnum eigum persónuleg samtöl við hvern og einn ungling fyrir ferminguna þar sem þau eru spurð, með virðingu og varfærni, á hvaða forsendum þau gangi til sjálfrar fermingarinn- ar. Eg hef reynt það, öll þau ár sem ég hef kennt fermingarbörn- um, að það er helg alvara í hjarta hvers einasta fermingarbams. Það veit ég. Auðvitað er trúin mismótuð og trúarafstaðan misskýr, eins og hún er hjá okkur öllum, en ég verð alltaf svo uppörvaður og glaður þegar ég er búinn að ræða við þau öll persónulega því það bregst ekki að maður finni að hvert einasta barn spyr sig; hvað er ég raunveru- lega að gera?“ Bjarni segist leggja megin- áherslu á tvennt í fermingarfræðsl- unni, annars vegar að unglingarnir öðlist þekkingu á Bibhunni og hins vegar að þau finni hvaða gildi það hefur að lifa bænalífi. „Við fömm saman yfir ýmsar sögur Biblíunnar, þessar sögur sem era svo óslítandi og segja manni svo vel hvernig á að lifa. Markmiðið er að Biblían verði bók sem fylgir þeim út í lífið. Við biðjum líka saman, þau era látin semja og flytja bænir og hjálpum við þeim þannig að eignast trúarlíf á sínum eigin forsendum, með Biblíuna í hendi og bæn í hjarta.“ Ofbeldi meiri veruleiki hjá unglingum nú en áður Bjarni telur mikilvægt að ferm- ingarbörnin skynji kirkjuna sem sanngjarnan, heiðarlegan og um- hyggjusaman vettvang, þar sem talað er um raunveraleg lífsgildi á máli sem þau skilja. „Við tökum fyrir siðræn efni. Við föram ofan í kristna siðfræði og hjálpum börnunum að hugsa sið- ferðilega. Við ræðum til dæmis um samskipti kynjanna, um samskipti manna yfirhöfuð og um hvernig megi bregðast við ofbeldi og ein- elti.“ Bjarni segist skynja meiri ógn í huga unglinga í dag en fyrir nokkr- um árum. Óttinn við ofbeldi sé raunveralegur hjá unglingum og finnst honum ofbeldi vera meiri veruleiki hjá unglingum nú en áður og ofbeldismenningin orðin að sjálf- sagðari þætti. Þetta ræði þau í fermingarfræðslunni og segir hann boðskap Biblíunnar og kristinnar kirkju inn í umhverfi ofbeldisins mjög skýran, en hann sé þessi ein- beitta og skilyrðislausa samstaða Jesú Krists með öllum mönnum. KOMDU SKEMMTILEGA Á ÓVART MEÐ SÆLKERAVÖRUM FRÁ Islznsllí^í'TCLTlsfít Fermingar máumis * Villigæsapaté Hreindýrapaté Andapaté m/appelsínulíkjör VillisveppalHrarkæfa Frönsk fjallapylsa Frönsk spægipylsa m/grænum pipar OG MIKLU MEIRA..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.