Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 22
22 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Marta María Jónasdóttir hannar fermingarfötin fyrir stúlkur í Sautján „Ákváðum að gera stelpulega og sæta línu“ Buxur kjól yfir. Bleikt og rautt Marta María segir að áhersla hafi meðal annars verið lögð á bleika og rauða liti á fermingarföt- unum í ár en einnig beisliti, hvítt og svart. „Svarti liturinn er kannski sá litur sem er síst vinsæl- astur en maður verður samt alltaf að hafa hann með því það er alltaf einhver sem vill þann lit,“ segir hún. Þegar Marta María er beðin um að lýsa fatnaðinum nánar segir hún að hann sé í raun í takt við það sem er í tísku núna meðal hinna eldri, til að mynda sé hann bland af diskó- og hippatískunni. Ferming- arfötin séu til dæmis stuttar buxur ásamt pilsi eða kjól yfir, skreyttur „VIÐ ákváðum að gera stelpulega og sæta línu sem hentar bæði þeim sem eru rosalega litlar og mjóar en einnig þeim sem eru aðeins stærri,“ segir Marta María Jónas- dóttir, sem starfar sem hönnuður hjá versluninni Sautján. „Upphaf- lega hugmyndin að fermingarlín- unni hjá Sautján kom frá stelpun- um sem vinna í versluninni og Svövu Johansen, eiganda Sau- tján, en eftir að við vorum búnar að ræða saman sett- ist ég niður og púslaði hugmyndunum saman. Það má því segja að þetta sé ákveðin þróunarvinna; fyrst voru lagðar fram ákveðnar hugmyndir en þegar unnið hafði verið úr þeim varð niðurstaðan allt öðruvísi," útskýrir Marta María og segir frá því að upphaflega hugmyndin hafi gengið út frá því að hanna fermingarfatn- að sem væri í raun minni eða yngri útgáfa af þeim fötum sem vinsæl væru meðal eldri viðskiptavina verslunarinnar. með perlum eða öðrum skrautborð- um rétt við pilsfaldinn. „Þá erum við með kjóla sem ná rétt fyrir ofan hné. Einn er til dæmis með kínverskum stand- kraga um hálsinn og hliðarsaum frá hálsmáli út í handveginn," segir Marta María og bætir því við að áhersla hafi verið lögð á að hanna fermingarföt sem væru ekki of sparileg þannig að hægt yrði að nota þau við alls konar tækifæri eftir ferminguna. Efnið í fötunum er hundrað prósent póliester og segir Marta María slíkt efni halda sér vel og nóg sé að hreinsa það með því að skella því í þvottavél- ina. Þegar Marta María er spurð um fermingarskóna segir hún mikið um flatbotna bandaskó eða „sæta sandala," eins og hún orðar það. „Skórnir eru mun penari núna heldur en hefur verið undanfarin ár. Skórnir eru lágbotna og dömu- legir og þannig verður skótískan áfram í sumar.“ Hannar einnig fyrir Extra.is Marta María hefur unnið í versl- uninni Sautján í um eitt og hálft ár en hún hannar einnig fyrir íslenska fatamerkið Extra.is sem selt er í versluninni Smash og víðar. „Þegar ég hóf að hanna fyrir Extra.is fyrir um það bil ári var það í fyrsta sinn sem ég hannaði fyrir einhvern ann- an aðila en sjálfan mig, þ.e. áður tók ég að mér verkefni heima og hannaði þar og saumaði fyrir ein- staka viðskiptavin." Marta María útskrifaðist af handíðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir tveimur árum og segir hún að kennsluefnið þar sé svipað því sem gengur og gerist í 25mm og 50mm meö og án boröa Margir litir Frábært verð FZ-brautir & gluggatjöld Faxafeni 14, sími 525 8200 Morgunblaðið/Jim Smart Marta María Jónasdóttir hannaði fermingarfatalínuna fyrir verslunina Sautján í samráði við starfsstúlkur verslunarinnar og Svövu Johansen. Iðnskólanum í Reykjavík nema í síðastnefnda skólanum sé meira um að kennt sé um sérsaum. I FB sé hins vegar kennt sitt lítið af hverju; „allt frá prjóni og hekli upp í sniðagerð og hönnun.“ Aðspurð hvort hún hyggist leggja land und- ir fót og læra meira í fatahönnun kveðst hún alltaf vera á leiðinni ut- an í frekara hönnunarnám. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvort af því verði en að minnsta kosti hafi hún nóg að gera hér heima um þessar mundir. Við leggjum okkur svo sannariega fram við af vera góðir. Góðir i að lækka verðið, góðir í að eiga mikið úrval, góðir i að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.