Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 23l. Morgunblaðið/Jim Smart Sara og Gunnar áður en þau fóru í hárgreiðslu hjá Binnu. Hárgreiöslan hluti af heildarútliti Fegurð hársins látin njóta sín ALGBNGT er að fermingarbörn fari í hárgreiðslu á fermingardaginn og er stundum talað um að ákveðnar greiðslur séu í tísku fremur en aðrar. Blaðamaður fékk Brynhildi Ingi- björgu Hauksdóttur hárgreiðslu- konu, öðru nafni Binnu, til þess að greiða tveimur fermingarbörnum í ár, þeim Söru Hauksdóttur og Gunn- ari Jónssyni. Teknar voru myndir af fermingarbörnunum áður en þau fóru í greiðslu og á sömu síðu má sjá hvernig þau líta út eftir greiðsluna. Binna bendir á að Sara sé með fal- legt liðað hár að eðlisfari og ákvað hún því að leyfa fegurðinni að njóta sín með því að hafa hárið slegið en skerpa aðeins á krullunum með krullujárni. Toppurinn var hins vegar tekin frá andlitinu og segist Binna hafa „sett snúninga í toppinn og spennt þá aft- ur með litlum spennum". Síðan hristi hún aðeins upp í hárinu og leyfði því að falla frjálslega niður þannig að sí- ddin og fegurðin héldi sér. Að lokum spreyjaði Binna hárið yfir með hár- lakki. Útkomuna gefur að líta á með- fylgjandi myndum. Hárið lýst með strípum I'egar Binna hóf að greiða Gunn- ari var hann með stutt ljóst hár en hún ákvað að klippa hárið þannig að það yrði styttra í hliðunum og lyftist betur upp. Pá setti hún ljósar strípur í það enda telur hún að það komi vel út að lýsa aðeins hárið á ljóshærðum strákum á vetuma. Að lokum mótaði hún greiðsluna með hárvaxi og hár- spreyi. Þegar Binna er spurð að því hvort einhver sérstök hártíska sé vinsæl meðal barna á fermingaraldri segir hún að mikið sé um að stúlkur séu Toppurinn er tekinn frá andlitinu með litlum snúningum sem festir eru með spennum. Hárið var stytt í hliðunum og lýst með Ijósum strípum. með stutta og frjálslega hárgreiðslu eða hár sem nái rétt að öxlum. Hún telur að hvorki blóm né íburðarmikl- ar greiðslur séu mikið í tísku um þessar mundir heldur miklu frekar óreiða og flottar spennur. Eins og áður segir eru margar fermingarstúlkm- með millisítt hár og segir Binna að þær geti til að mynda haft það vel greitt og slegið en tekið krullujárn til að láta endana sveigjast aðeins út. „Annars hef ég tekið eftir því að stelpurnar í dag þora að vera þær sjálfar og velja þá greiðslu sem þeim finnst flottust. Þegar maður sjálfur fermdist voru allar stelpumar eins,“ segir Binna, en hún er með hárgreiðslustofu heima hjá sér í Dverghömrum 34. Módelið er með liðað hár og skerpti Binna á liðunum með krullujárni. SONY SA\YO SABA JVD IMQKIA Kodak ERICSSON EPSON TELEFUNKE shaS Verslið þar sem úrvalið er mest og verðið best! E9 vaeri til í a° fermast á sjjverju áriié KENWOOD BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.