Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 26
26 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bæktingurinn Ást og aögát fjallar um getnaöarvarnir. KJÖTVINNSLAN ESJA EHF. SMIÐJUVEGI 10 200 KÓPAVOGI SÍMI 567 6640 Morgunblaöiö/Jim Smart Rætt um kynlíf og barneignir á námskeiöi Siómenntar „Hvenær á maður að byrja á föstu?“ Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur fræddi fermingarbörnin um kynlíf og barneignir. Áfermingamámskeiði Siömenntar, félags um borgaralegar athafnir, ferfram margs konarfræðsla. Blaöamaðurfylgdist með þegar Margrét Héöinsdóttirfræddi táning- ana um margt varöandi kynlíf og barneignir. TILGANGUR borgaralegrar ferm- ingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Á nám- skeiði því sem unglingarnir verða að sitja áður en þau hljóta borgaralega fermingu er fjállað um ýmis málefni varðandi lífíð og tilveruna. Nám- skeiðið spannar tólf vikur og í einum tímanum í vetur var viðfangsefnið kynþroski, kynlíf og bameignir. Jó- hann Bjömsson, heimspekingur og leiðbeinandi á námskeiðinu, gaf krökkunum færi á því að skrifa á blað spurningar tengdar þessu málefni og í næsta tíma á eftir kom Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Árbænum, og svaraði spumingunum eftir bestu getu. Margrét greindi frá því að skipta mætti spumingum unglinganna gróflega í fjóra flokka. Sagði hún að spurningamar snerast í fyrsta lagi um kynsjúkdóma, í öðra lagi um getnaðarvamir, í þriðja lagi um fóstureyðingu og í fjórða lagi um samskipti við hitt kynið. Margrét byrjaði á því að fjalla um getnaðarvarnir og vitnaði þar m.a. í bæklinginn Ást og aðgát sem gefinn er út af Organon eða Pharmaco hf. Sagði hún að smokkurinn væri í raun mikilvægasta getnaðarvömin fyrir ungt fólk, m.a. vegna þess hve auð- velt væri að nota hann og nálgast. Til að mynda fengist hann í sjoppum, stórverslunum sem og í apótekum og jafnvel skólum. Hún sagði þó nauð- synlegt að menn kynnu að nota hann á réttan hátt og taldi rétt að strákar æfðu sig á því að setja hann upp á typpið áður en þeir færu að nota hann. Margrét minntist einnig á aðr- ar getnaðarvamir svo sem pilluna og það sem kallað er neyðargetnaðar- varnarpilluna en til þess að nálgast hana er m.a. hægt að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing, heilsu- gæslustöðina eða hjúkranarfræðinga í Hinu húsinu við Aðalstræti 3 í Reykjavík. Þegar Margrét ræddi um kynsjúk- dóma kom hún aftur að smokkinum en hann hefur þann kost að veita vörn gegn alnæmi, lekanda og öðram kynsjúkdómum, svo sem klamydiu og kynfæravörtum. Greindi Margrét frá því að klamydia væri algengasti kynsjúkdómurinn en hann getur valdið ófrjósemi og í verstu tilfellum jafnvel dauða. Hvernig má stunda öruggt kynlíf? í umræðunni um kynsjúkdóma er vert að velta því fyrir sér hvemig stunda megi öraggt kynlíf. Þegar krakkamir voru spurðir að þessu töldu margir þeirra að með notkun smokksins mætti tryggja öraggt kynlíf. Margrét tók undir það en benti þó á að öraggt kynlíf fælist þó einnig í því að hafa ekki samfarir við einhvem sem maður þekkti ekki. Þekkti maður hins vegar viðkomandi manneskju þekkti maður lífemi hennar og þar af leiðandi hvort hún lifði á þann hátt sem yki líkurnar á kynsjúkdómum. Með öðram orðum mætti lifa öraggu kynlífi með því að stofna ekki til skyndikynna og nota smokkinn. Margrét skýrði frá þvi að mjög margar spurningar krakkanna hefðu snúist um samskipti kynjanna. Með- al annars hefðu margir spurt að því hvenær eðlilegt væri að „byija á föstu“ og hvemig hægt væri að vita hvort maður væri orðinn hrifinn af ákveðnum einstaklingi. „Hvenær veit maður hvort maður er hrifinn af strák“ hljómaði til að mynda ein spurningin frá einni stúlkunni. í svöram sínum lagði Margrét áherslu á að við væram öll ólík og því misjafnlega fljótt tilbúin til þess að mynda náin tengsl við aðra mann- eskju. Ennfremur sagði hún erfitt að svara því fyrir aðra hvenær þeir væru orðnir hrifnir af annarri mann- eskju. Það væri eitthvað sem við- komandi fyndi hjá sjálfum sér og gæti í raun einn svarað. Hún tók þó fram að hvað sem þessu liði ættum við aldrei að gera hluti sem við vær- um ósátt við. Og aldrei að gera hluti til þess eins að storka öðrum.„Maður sefur til að mynda ekki hjá til að mót- mæla pabba og mömmu,“ sagði hún og kvaðst þó því miður vita dæmi þess. Fóstureyðing er ekki einfalt mál Nokkrar umræður spunnust um fóstureyðingar og greindi Margrét frá því að 104 fóstureyðingar hefðu farið fram á fyrsta mánuði þessa árs. Hún skýrði ennfremur frá gildandi lögum um fóstureyðingar og sagði að samkvæmt þeim væra fóstureyðing- ar bannaðar en hægt væri að sækja um undanþágu frá þeim vegna ákveðinna aðstæðna, til dæmis fé- lagslegra aðstæðna. Mörgum um- sóknum um undanþágu væri þó synj- að á ári hverju. Fermingarbömin á námskeiðinu veltu því m.a. fyrir sér hvers vegna lögin um fóstureyðingar væra ekki numin úr gildi og hvað konur ættu að ger a við bömin ef þær vildu ekki eiga þau. Margrét svaraði því m.a. til að fóstureyðingar væru ekki einfalt mál; þeim fylgdi yfirleitt ákveðin áhætta fyrir konuna og jafnframt ýmsar siðferðilegar spumingar. „Ef maður fer í fóstureyðingu fylgir sú ákvörðun manni það sem eftir er,“ sagði Margrét. Hún sagði ennfremur mikilvægt að fólk tæki „enga sénsa“ í þessu sambandi. Á markaðnum væra til margar og öraggar getnaðarvarnir sem auðvelt væri að nálgast. „Ef ykkur finnst asnalegt að tala um kynlíf við einhvem sem þið erað hrif- in af þá eigið þið ekki að stunda kyn- líf með honum,“ sagði hún. Morgunblaöið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.