Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 30
30 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Minni áhersla á englasvipinn Handa fermingarbarninu Verð kr. 2.850 - Margar gerðir Skólavörðustíg 21 a, sími 551 4050 Fermingarmyndir njóta alltaf mikilla vinsælda Morgunblaðið/Ásdís CkBTS Vönduð vara og gott verð! ^iolaixkðíatýT. lOlTQnjlýitÁ. 551-5814. Tax552-9664 Lengi vel hefur tíðkast að senda fermingarbörn í Ijósmyndatöku á sjálfan fermingardaginn ogertalið að sá siður hafi verið tekinn upp hér á landi í kring- um þriðja áratuginn. Ljóst er aö fermingarmyndir eru ekki bara heimild um merk tímamót í lífi fermingar- barnsins heldur einniggóó heimild um tísku og tíð- aranda hverju sinni. GUNNAR Leifur Jónasson ljós- myndari tók við rekstri Barna- og fjölskylduljósmynda fyrir fjórum árum. Hann kveðst telja í samtali við blaðamann að mikill meirihluti fermingarbarna fari í myndatöku á ljósmyndastofu á fermingardaginn og er ekki frá því að vinsældir slíkra ljósmynda hafi farið vaxandi síðustu árin. „Mér hefur fundist sem undir- tónninn í umræðunni um ferming- armyndir síðustu þrjú, fjögur árin hafí verið á þeim buxunum að slík- ar myndir þyki hallærislegar. Eg er hins vegar ekki á þeirri skoðun og hef tekið eftir því að krakkarnir eru mjög ánægðir með myndirnar þegar þeir sjá þær og segja jafn- vel; Vá! Er ég svona flottur." Pegar Gunnar Leifur er inntur eftir því hvort fermingarmyndir hafí breyst í gegnum tíðina segir hann að svo sé. Hann segir að nú sé æ meiri áhersla lögð á að ná karakter krakkanna en áratugina á undan. Nú eru börnin síður í ferm- ingarkyrtlunum á fermingarmynd- inni og eru jafnvel í sínum hvers- dagsfötum, oft með áhugamálin með sér, til að mynda snjóbrettið eða hjólið og þá eiga þau það til að vilja láta taka mynd af sér með besta vininum eða vinunum. Fólk hrætt við hallærislegar myndir „Það er með öðrum orðum miklu meira um að myndatökurnar snúist um að taka myndir af Gunnar Leifur Hauksson Ijósmyndari. krökkunum sjálfum sem slíkum en ekki um að taka myndir af krökk- unum í hvítum kyrtlum með engla- svip við kertaljós og með spenntar greipar,“ segir Gunnar Leifur og bætir því við að fermingarmynd- irnar hafi áður fyrr sömuleiðis átt það til að vera svolítið stífar og snúist um að búa til „litla karla og litlar kerlingar". Gott að vita ... fyrir snyrtipinna Mýkingarefni, eins og það sem notað er í þvottavélar, ku vera prýðisgóð hámæring. Sagt er frá þessari frumlegu aðferð til hársnyrtingar á vefsíðunni theFUNplace.com. Þar er þó varað við því að mýkingarefnið sé notað óblandað og ráðlagt að blanda hálfan bolla af mýk- ingarefni við einn bolla af vatni. Á sömu vefsíðu er ungum stúlkum ráðlagt að útbúa eigið gloss í stað þess að kaupa það dýrum dómum. Með því að hræra saman pínulitlum varalit og vaselíni í litla krukku má fá ódýrt og gott gloss, sem auk þess mýkir varirnar. Ef mamm- an á fallega varaliti ætti að vera hægt að fá smávegis hjá henni, annaðhvort með eða án leyfis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.