Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Séra Óskar Óskarsson, prestur í Ólafsvík Kirkjan hlýtur að vera and- snúin taumlausri eyðslu Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson tók nýver- iö viö prestsembætti í Ólafsvík. Hann segir aö í fermingarfræöslunni fái börnin útrás fyr- ir spurningar sínar um lífiö og tilveruna og er á því aö þaö sé einmitt rétti tíminn aö ferma börn á fjórtánda aldursári. „ÉG LÍT svo á að börnin fái í ferm- ingarfræðslunni útrás fyrir spurn- ingar sínar og vonandi fá þau svör við þeim,“ segir séra Óskar H. Ósk- arsson, prestur í Ólafsvík, en tíu böm fermast í Ólafs- víkurkirkju á hvíta- sunnudag. Ólíkt því sem gengur og gerist á suðvesturhomi landsins fara ferming- ar víða á landsbyggð- inni fram á hvítasunnu og telur Óskar að veðrið og færðin spili eitthvað þar inn í. „Það þýðir ekkert að ljá máls á öðm hér en að ferma á hvítasunnu enda finnst mér það afar vel við hæfi,“ seg- ir hann. Talið berst aftur að fermingarfræ ðslunni og segir Óskar það í raun koma á óvart hve margar spurningar brenni á vömm bamanna. „Það kemur í raun á óvart hvað þau hafa mikið verið að pæla í þessum hlutum, eins og hvort að Guð sé til, hvað hann sé og hvað trúin gengur út á. Þau era, þegar þau komast á flug, alveg ótrú- lega opinská og hispurslaus og kannski er það einmitt markmið með fermingarfræðslunni; ekki að maður sé að svara öllum þessum spumingum heldur að finna þessum spurningum einhvem farveg til að vinna úr þeim,“ segu- Óskar. „Ég legg alltaf áherslu á það við þau, að ég hafi engin „patent“ svör við þessum spurningum en í samein- ingu kannski nálgumst við svörin og vonandi þegar þau líta til baka finna þau að þau hafi eitthvað að sækja í kirkjuna.“ En er hægt að svara því í stuttu máli út á hvað trúin gengurl „Hún gengur náttúralega út á það að hver einstaklingur skiptir mjög miklu máli og við séum ákaf- lega dýrmæt eins og við erum. Guð horfir á okkur eins og við eram hvert og eitt og þegar við horfum á þetta þannig er það okkar að vinna úr þeim hæfileikum og þeim óend- anlegu möguleikum sem við höfum. Við eram jafningjar og það er engin starfsgrein eða neitt sem við tökum okkur íyrir hendur eða verk- efni sem er meira eða æðra fyrir honum.“ En hvað er Guð? Er hann tiP. „Já, Guð er til. Það segir m.a. í Biblíunni: Guð er andi, Guð er kærleikur. Ég legg áherslu á vináttuna; Guð sem vinur, Guð sem kærleikur og sem góður vinur," segir Öskar en hann kveðst einnig leggja áherslu á að koma bömunum í snertingu við bænalífið. „Við byi'jum hverja stund á því að signa okkur og síðan föram við allt- af með bæn. Og í lokin biðjum við fyrir okkur öllum; fermingarbörn- unum, fjölskyldunni og vinum.“ Óskar segist þannig hvetja börnin til að tileinka sér bænina og finna sér svölun í henni. Þekkir dæmi þess að fólk hafi sett sig á hausinn Þegar Óskar er spurður um álit sitt á öllu því veraldlega sem fylgir fermingunni, svo sem veislunum og gjöfunum, segir hann að gjafirnar og veisluföngin séu gott sem slíkt og nauðsynlegur hluti fermingarinnar en þegar fólk sé farið að setja sig á hausinn í veisluföngum og öðra sé ferminginn algjörlega farin að missa marks. Kveðst hann jafnvel þekkja dæmi þess að fólk hafi sett sig á hausinn vegna fermingarinnar. „Veislan og gjafimar og allt það sem fylgir fermingunni er óskaplega dýrmætt og gerir allan þennan há- tíðisdag merkilegri í huga barnanna en þegar þetta er farið út í þessa mikiu þenslu fer þetta að missa marks.“ Hann bendir aukinheldur á að umræðan um of mikla eyðslu komi alltaf upp í kringum ferming- arnar og skapi þar af leiðandi svolít- ið neikvæða mynd af fermingunum. En hvað er til bragðs að takal „Ég lagði áherslu á það þegar for- eldrarnir komu á fund í vetur að kirkjan hlyti að vera andsnúin þess- ari taumlausu eyðslu og þeirri van- líðan sem stundum fylgir ferming- unni og undirbúningi hennar. Það er ekki í anda þessa hátíðisdags sem fermingin er.“ Óskar tekur fram að það sé ekki hægt að segja fólki fyrir verkum en það sé hægt að hvetja foreldrana til að standa saman og reyna að dempa þessa „ægilegu verðbólgu í gjöfum", eins og hann orðar það. „Ég held að þetta velti á því að foreldramir gefi sameiginlega tóninn í þessum efn- um,“ bætir Óskar við. Aldurinn mjög hentugur Talið snýst að því hvort unglingar á fjórtánda aldursári séu í stakk búnir til þess að ákveða hvort þau eigi að fermast eða ekki og kveðst Óskar í þessu sambandi algjörlega á þeirri skoðun að umræddur aldur sé mjög hentugur. „Þau eru feiknalega opin á þessum aldri og ég held að það sé mjög gott.“ Segist hann telja það einmitt réttan tíma að kynna þau kirkjunni þegar þau ganga inn í unglingsárin og „hið mesta ungl- ingafár byrjar“, eins og hann orðar það. Þá eru þau á jörðinni ef svo má segja og mjög opin og því eigi kirkj- an einmitt erindi til þeirra á þeim tíma. En hvað gerist eftir ferminguna? Munu einstaklingarnar halda áfram að sækja kirkju? „I þessu sambandi má minna á æskulýðsfélög kirkjunnar sem hafa gengið mjög vel á höfuðborgarsvæð- inu og raunar miklu víðar og það er einmitt það sem við erum að gera hérna. Það þýðir þó ekki að öll fermingarbömin taki þátt í æsk- ulýðsstarfinu en alltaf era einhver sem gera það.“ Óskar segir að sókn unglinga í kirkjuna hljóti þó líka að velta á þjónustu kirkjunnar og því hvernig söfnuðurinn skipuleggi helgihaldið; hvort þar sé eingöngu í boði hefð- bundin klassísk messa eða hvort í boði séu messur með léttari ívafi sem nái ef til vill betur til krakk- anna. Guðsþjónusta þar sem þau upplifi sig sem hluta af athöfninni en ekki að hún sé einber kvöð og nauð. Óskar Óskarsson Skínandi fögur fermingargjöf \ > \ % Til styrktar blindum IÍROSSINN Tákn heilagrar þrenningar Hvernigfer sjálf fermingin fram? MARGIR eru ef til vill ekki vissir á því hvernig fermingarathöfnin fer fram. Utlar breytingar hafa átt sér stað á fermingarathöfn- inni á síðastliðnum árum og i þelm tllgangi að lýsa henni er hér vitnað í bókina Stóru stundirnar eftir Hermann Ragnar Stefáns- son; „f öllum kirkjum landsins eru börnin í hvítum kyrtlum utan yfir fatnaðinn við ferminguna, svo að engin sundurgerð verður í klæða- burði. Bömin ganga með for- eldrum sínum og fjölskyldu tii há- tíðarinnar sem venjulega fer fram á sunnudögum eða öðrum helgi- dögum. [...] Áður fyrr spurði prestur fermingarbörnin spurn- inga úr fræðunum á kirkjugólfinu, en nú hefur það að mestu verið lagt niður. Vlð athöfnina sjálfa lesa prestar oftast sæluboðin úr Fjallræóunni sem höfða til barn- anna hvað varðar undirstöðuat- riði lífsskoðunar og stefnu. Að lokinni fermingarathöfninni ganga börnin ásamt foreldrum sínum og stundum eldri systkin- um til altaris og meðtaka náðar- meðalið, hið heilaga sakramenti og kvöldmáltiðina." Fagurt og fágœtt fyrir ferminguna ISLENSKT HANDYERK! Fermingarkerti með handunn- um perlukrossi á náttúrusteini. Sendum í póstkröfu um víða veröld. Handunnar fermingargestabækur með gyllingu á kápu og innsíðum. Kápurnar eru handmálaðar í glaðlegum litum og fjölbreyttum munstrum. Fást { óllum betri bóka- og blómaverslunum um land allt. RANDALIN HANDVERKSHUS Kaupvangi 5, 700 Egilsstaðir, sími 471 2433, fax 471 2453

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.