Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 28
^28 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ WeBíi Ég bauö Bóa frænda í ferminguna... Hann hrellir atltaf Elsu frænku og krakkarnir eru hræddir viö hann en ég veit aö hann ætlar aö gefa mér Sheaffer penna! SHEAFFER .. j/ej'/y’awf s/(/t>v/f /f / #1» Sfg , \ - ■ .iíMnasS SNJÓBRETTI-BRETTAFATNAÐUR SKÍÐI OG SKIÐABUNAÐUR Carving-skíSi ffá kr. 12.900. Lange-smelluskór frá kr.l 1.900. Bretti með bindingum, tilboðfrá kr. 20.400, brettaskór frá kr. 7.500. Gleraugu - Brettapokar- Brettahanskar SCOTT TIMBER kr. 27.900 BRONCO PRO ALLOY, álstell m. dempara. Verð aðeins kr. 36.900. SCOTT-GIANT-BRONCO- DIAMOND ... J 1 i>jl m BtaÞ' ■ ‘P aJ&X** Lyftingabekkur og lóð kr. 20.900. Úr meðpúlsmali kr. 5.900. Mikið úrval af œfingalóðum og tækjum. FERÐA VÖRUR | Göngutjald, 2 manna, 2 kg. Verð aðeins kr. 8.900. Bakpokar Svefhpokar GOLFSETT - GOLFVÖRUR Golfiett jám+tré 12 kylfur frá kr. 22.900. Golfpokar frá kr. 4.400, Kerra ffá kr. 4.400. Sett+pútter+poki+kerra kr. 29.900. 5% stgr. afsláttur Ein stærsta sportvöruverslun landsins Ármúla 40, símar 553 5320 568 8860 Lferslunin 711411 rl íþróttir á Netinu % mbl.is ~ALLTA/= EITTMVAO fOÝTT Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA Ómögulegt var að velja hvora myndina ætti að birta, því eru þær hér báðar. Fékk fyrstu fermingargjöfina fjórum árum fyrir fermingu Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA. FERMINGARMYNDIN af Bjarna Armannssyni, for- stjóra Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, vekur greinilega kátínu eiginkonu hans, Helgu Sverrisdóttur hjúkrunarfræð- ings, þegar hann eftir nokkra leit dregur hana fram í dags- ljósið. Ekki það að henni líki ekki myndimar heldur virðist einfaldlega alltaf jafn gaman að skoða gamlar fermingar- myndir enda oft góðar heim- ildir um fermingarbarnið og tíðarandann hverju sinni. „Fermingarmyndinni hefur ekki verið flíkað hingað til,“ segir Bjami hlæjandi og Ijóstrar því reyndar upp að ein útgáfa hennar hafi fengið að hanga uppi í litlu einkavinnu- herbergi sem hann hafi komið sér upp á heimili þeirra hjóna. Þangað fái þó enginn að koma nema hann og fjölskyldan. Eftir að þau hjón höfðu hlegið að fermingarmyndinni og dáðst að gráu jakkafötun- um sem Bjarni klæddist á fermingardaginn rifjar hann upp að fyrstu fermingargjöf- ina hafi hann fengið nákvæm- lega fjómm áram áður en hann fermdist. „Þannig var að ég átti aldr- aða frænku, Málfríði Óskarsdóttur að Háafelli í Dölum, sem sendi mér fermingargjöf fjóram áram áður en ég fermdist vegna þess að hún hélt að hún yrði ekki á lífi þegar ég myndi fermast," útskýrir Bjarni og greinir frá því að gjöfin hafi verið „fáeinir aurar“, eins og frænkan sjálf orðaði það í bréfinu sem fylgdi með. I bréf- inu var einnig vísa sem Bjami segist ekki vita hvort sé eftir frænkuna eða einhvern annan en vísan hljóðar svo: Leiði þig gæfunnar gullfagra hönd gullbjarta sveiga þérknýti úrrósum. Hvarsemaá liggur þín I eit yfír lönd þér leiðbeini Guð með skínandi Ijósum. Eftir að hafa lesið vísuna segir Bjarni: „Þessu vildi gamla konan koma á framfæri nákvæmlega fjór- um áram áður en ég fermdist. Bróðir minn er fjóram árum eldri en ég og hún sendi mér þetta þegar hann fermdist og barst mér þetta í hendur hinn 12. apríl 1978 en ég fermdist hinn 12. apríl árið 1982.“ Bjarni var því tíu ára þegar hann fékk þetta for- láta bréf í hendur og kveðst hann að- spurður hafa verið djúpt snortinn. „A mínum bæ var ekkert sérstak- lega um að menn sýndu tilfinningai-. Þetta kom því úr allt annarri átt og var hugsun sem ég hafði ekki neitt spáð í,“ segir hann og bætir hugsi við. „Ég man þetta alltaf." Brann upp á unglingsárunum Nú tæpum tuttugu áram síðar er Bjarni orðinn forstjóri stærsta banka á íslandi og því fannst blaða- manni liggja beinast við að spyrja hann hvað hann hafi gert við aurana frá elskulegri frænku sinni. „Á þeim tíma sem ég fermdist var ég mjög dugmikill fjárgæslumaður og gætti mjög eigin hagsmuna," segir Bjarni, „en þegar leið á kynþroskaskeiðið varð skemmtanagildi peninga varð- veislunni yfirsterkara og þetta brann upp á unglingsáranum.“ Við myndum líka nörda Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fúllunnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Við erum FÍFL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.