Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 24
J24 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Taktu framtíðina með í dæmið Gjafavara -Gefðu varanleqa fermi • •• f 9I°' sem vex m og hefur notagildi B: 48 sm IK-lAl 568S Kista H: 27 D: 27 B: 44 sm IK-IA15Ó8M Kista H: 34 D: 34 B: 51 sm IK-IAl 568L Kista H: 40 D: 40 B: 60 sm - BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 Fax: 554 6303 Morgunblaðið/Jim Smart Mikið er lagt upp úr spjalli um heimspekileg málefni á námskeiði Siðmenntar. Borgaraleg ferming hefur fariö fram tólf sinnum hér á landi Tilgangurinn að efla heilbrigð viðhorf ungmenna ALLS 49 börn fermdust borgara- lega í Háskólabíói sl. sunnudag og er það í 12. sinn sem slík athöfn fer fram hér á landi. Fyrsta borgaralega fermingin fór fram á Islandi árið 1989 en síðan þá hafa að jafnaði um 50 börn hlotið borgaralega fermingu á ári hverju og samtals hafa um 4000 manns verið viðstaddir þessar at- hafnir. Siðmennt, félag um borgara- legar athafnir, skipuleggur borgara- lega fermingu með tilheyrandi námskeiði en heimspekingurinn Jó- hann Björnsson hefur verið leiðbein- andi námskeiðsins undanfarin fjögur ár. Tilgangur borgaralegrar ferming- ar er að efla heilbrigð og farsæl við- horf ungmenna til lífsins og er á námskeiðinu - sem böm verða að sækja áður en þau hljóta borgara- lega fermingu - leitast við að fá alla til að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfí og að vera ábyrgir borgarar. Að sögn Jó- hanns Björnssonar, leiðbeinanda námskeiðsins, er námskeiðið haldið einu sinni í viku í samtals tólf vikur og lýkur því eins og fyrr segir með fermingarathöfn sem einnkennist af virkri þátttöku fermingarbarna, svo sem með ljóðalestri, stuttum ávörp- um og tónlist. Þá eru utanaðkomandi aðilar yfirleitt fengnir til þess að halda ræður. Námskeiðið sjálft er byggt á sam- ræðulistinni að sögn Jóhanns og er umræðuefnið gjarnan á heimspeki- legum nótum. „Við höfum fjallað um hluti eins og lífsviðhorf og skoðanir og það að bera ábyrgð á viðhorfum sínum og skoðunum," segir Jóhann en einnig hefur verið rætt um það hvað gefí lífinu gildi og hvað gerir okkur hamingjusöm. „Eg hef alltaf gert óformlega könnun meðal krakk- anna um það hvað það er að þeirra mati sem gefur lífinu gildi og hafa svörin verið afar mismunandi og jafnvel verið að breytast á þeim fjór- um árum sem ég hef séð um nám- skeiðið. Fyrir fjórum árum voru það hlutir á borð við tölvuleiki og mynd- bandstæki sem gáfu lífinu gildi að mati krakkanna en nú nefna þau í auknum mæli frítíma, fjölskyldu og vini þannig að svörin við spurning- unni eru orðin örlítið mannlegri." Jóhann Björnsson heimspekingur. Rætt um unglinga í neyslusamfélagí Jóhann segir að á hverju nám- skeiði hafi hann ákveðnar reglur að leiðarljósi og að í ár hafi hann hamr- að á tveimur reglum. Annars vegar þeirri að menn mættu vera öðruvísi; hafa öðruvísi skoðanir og vera í öðru- vísi fötum svo dæmi séu nefnd án þess að „það teljist asnalegt“. Og hins vegar þeirri reglu að það beri ávallt að segja satt. Um þetta hafi mikið verið fjallað á ýmsum nótum. Jóhann telur upp fleiri atriði sem farið er yfir á námskeiði Siðmenntar. Til að mynda er fjallað um trúar- brögð og efahyggju, mannréttindi og réttindi barna og unglinga og litið er yfir barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Þá segir Jóhann að fjallað hafi verið um það afhverju sumar kvik- myndir væru bannaðar börnum og í ár bætti hann við nýju námsefni sem hann kallar unglingar í neyslusamfé- lagi. Kveðst hann hafa farið yfir frétt sem birtist í dagblaðinu Degi þar sem fjallað hafi verið um táninga á aldrinum átján til nítján ára sem sokkið hefðu ofan í skuldafen vegna mikillar eyðslu. „Við lásum þessa frétt og veltum því síðan fyrir okkur hvort maður hefði endilega þörf á bfl þegar maður væri nítján ára og ætti ekki peninga fyrir honum,“ segir Jó- hann og kveður krakkana fjörmikla og ákaflega duglega að taka þátt í umræðunum. Svör barna á nám- skeiöi Siömenntar „Hamingj- an felst í fallegu brosi" HVAÐA hugmyndir hafa táning- ar á fjórtánda aldursári um samskipti barna og foreldra? Og hvað telja táningar á þess- um aldri að felist í hugtakínu hamingja? Jóhann Björnsson heimspek- ingur og leiðbeinandi Siðmenn- tar, félags áhugafólks um borgaralegar athafnir, lagði þessar og fleiri spurningar fyrir krakka sem fermdust borgara- lega um síðustu helgi. Hér birt- ast sýnishorn af svörum nokk- urra spurninga: i hverju felst hamingjan? ► Vinum ► Fjölskyldunni ► Góðum brandara ► Fallegu brosi ► Peningum ► Heilbrigði ► Hjólabretti Hvað eiga foreldrar skilið frá börnum sínum? ► Ást ► Skilning ► Hreinskilni ► Þakklæti ► Að börnin leggi sig fram ► Umhyggju ► Barnabætur Hver eru helstu ágreinings- efni unglinga og foreldra eða forráðamanna? ► Útlvistartími ► Vasapeningar ► Félagsskapur ► Heimilisstörf ► Klæðnaður ► Sími ► Lærdómur Og að lokum: Hvers vegna er auglýst? ► Til að græða á unglingum. Við myndum líka nörda Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð ( myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Við erum FÍFL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.