Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 D 2^ Ágústa Kristjánsdóttir snyrtifræóingur Gloss og glansandi augn- skuggar fyrir mömmurnar LÍTIÐ er um að unglingsstúlkur farði sig eða fari í sérstaka förðun fyrir ferminguna en mæður þeirra gera sér frekar þann dagamun þegar fermingardagurinn rennur upp. Til þess að fá hugmynd um helstu liti í heimi farða var haft samband við Agústu Kristjánsdóttur, eiganda Snyrtistofu Ágústu i Reykjavík. Agústa byrjar á því að segja frá helstu straumum og stefnum í heimi varalita og segir að þar séu pastellit- ir og ljósbleikir varalitir alls ráðandi. Ahersla virðist vera á glansandi varaliti til að mynda gloss og segir Ágústa að nú eigi línur eftir varalita- blýanta ekki að sjást. Séu varalita- blýantar á annað borð notaðir eigi þeir að vera í svipuðum lit og varalit- urinn sjálfur. Ágústa bendir reyndar á að erfitt sé að tala um eina ákveðna stefnu sem nú ríki í förðun en sé hægt að tala um einhverja megi segja að glansandi útlit sé mikið í tísku. Til dæmis sé vinsælt að nota pínulítið glansandi púður sem setja megi á allt andlitið eða á hið svokallaða t-svæði, þ.e. svæðið á hökunni, nef- inu og öllu enninu. Slíkt púður komi afar vel út í kvöldförðun en þá glitrar aðeins á húðina og það geíúr henni ferskari blæ. Glansandi augnskuggar Sömu sögu er að segja um augn- skuggana. Þeir eru aðeins glansandi eða með smáglimmer. Litimir á skuggunum geta þó verið margs konar, segir Ágústa, og er bæði í tísku að nota ljósa augnskugga og dökka. Kinnaliturinn er yfirleitt Morgunblaðið/Golli Ágústa Kristjánsdóttir gefur mimmunum ráð um förðunina. bleikur, rauður eða brúnn. Hingað til hefur kmnaliturinn oftast verið sett- ur undir kinnbeinin en nú er hann borinn undir og á kinnbeinin sjálf til að fá svolítinn roða í kinnamar og honum dreift nær nefinu en áður. Hvað á að gefa ferming- arbarninu? FLESTIR hafa sjálfsagt einhvern tíma verið í þeirri stöðu að vera á leið í fermingarveislu en hafa ekki hugmynd um hvað þeir eigi aö gefa fermingarbarninu. Sumir brjóta jafn- vel heilann dögum saman en fá enga hugmynd sem þeim þykir nógu góð. Ástæðurnar geta verið margar, sum börn eiga allt sem hugurinn girnist, þótt þau séu enn ekki fermd, kannski þekkir maður barnið ekki alveg nógu vel til þess að vita hvar áhugi þess liggur, gjöfin má ekki kosta allt of mikið - og kannski heldur ekki of lítiö... og þar fram eft- irgötunum. Hjá mörgum verður þrautalend- ingin sú að leggja peningaseðla í umslag og stinga því að fermingar- barninu með þeim orðum að kaupa sér nú eitthvað fallegt, eitthvað gagnlegt eða eitthvað skemmtilegt. Umfram allt að eyða ekki peningun- um í einhverja vitleysu. Þetta þykir mörgum þó klénn kostur og heldur ópersónulegur. Það eru heldur ekki allir svo sköpunarglaðir að þeir geti búið gjöfina til sjálfir. Fyrir þá sem vilja gefa skemmti- lega og gagnlega gjöf skulu hér tínd- ar til nokkrar hugmyndir að gjöfum sem ekki sjást svo oft í pakkaflóði ferminganna en standa þó fyliilega fyrir sínu og munu eflaust gleðja margan fermingardrenginn og ferm- ingarstúlkuna. Víða er hægt að fá gjafakort eða ávísanir á hluti, við- burði, þjónustu eða afþreyingu. Því ekki að gefa fermingarbarninu... ► gjafakort í leikhús? ► áskrift að tímariti um aðaláhugamálið? ► sundkort? ► kort í líkamsræktarstöð? ► ávísiin á fjallgöngu eða útreiðartúr? ► ávísun á tungumála- eða myndlistarnámskeið? Hver sem niðurstaðan verður er eitt sem aldrei má gleyma: Það er hugurinn á bak við gjöfina sem máli skiptir - en hvorki verð hennar, stærð né litadýrð umbúðanna! NíNA LJÓSMYNDARI GRETTISGATA 46 101 REYKJAVlK SlMI: 551-4477 400 MHz PowerPC G3 örgjörvi Airport hæf Staðfært MacOS 9.0 stýrikerfi 15,1" skjár USB tengi Apple Works á íslensku, „með 64 Mb vinnsluminni Innbyggðir Harman Kardon öllu“, ritvinnsla, töflureiknir, 10 Gb harðdiskur stereo hátalarar teikniforrit, málun og 2 Firewire tengi DVD drif gagnagrunnsforrit. FaxSTF, 512 L2 flýtiminni ATI RAGE 128 VR 2D/3D 8 Mb skjáfax, Bugdom leikur, Acrobat 56 K mótald grafískt hröðunarkort með Reader, alfræðiorðabók, vafri, 10/100 Ethernettengi SDRAM minni AGP 2X stuðning tölvupóstur o.fl. Ekkert mál að klippa heimamyndböndin með iMac DV ACO ■ Skipholti 21 ■ Sími 530 1800 • Fax 530 1801 www.apple.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.