Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Matthías Þórðarson var fæddur á Fiskilæk í Melasveit hinn 30. október 1877, sonur Þórðar Sigurðssonar hreppstjóra og Sigríðar Runólfsdóttur konu hans. Hann varð stúdent í Reykjavík 1898 og sigldi þá til náms við háskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann dvaldist til 1906. Árið eftir varð hann aðstoðarmaður við Forngripa- safnið, en 1. janúar 1908 var hann settur fornminjavörður og skip- aður í embættið síðar sama ár. Gegndi hann því embætti til 1. des- ember 1947, er hann fékk lausn fyrir aldurs sakir. Eftir það notaði hann starfskrafta sína að mestu leyti í þágu Hins íslenzka bók- menntafélags, enda var hann í stjórn þess frá 1912 til dauðadags, þar af forseti síðustu 15 árin. Hér verður ekki gerð tilraun til að rekja sögu Matthíasar Þórðar- sonar og hin mörgu og fjölþættu störf hans í þágu íslenzkra safn- mála, fornleifavörzlu og menningarsögu. Slíkt er efni í langa rit- gerð, því að enginn maður, hvorki fyrr né síðar, hefur unnið þess- um málum eins vel og lengi og hann. Hér er aðeins tóm til að fara fáeinum orðum um það, sem hann var Hinu íslenzka fornleifafélagi. Nafn hans sést fyrst í félagatali 1904, og hefur hann því gengið í félagið annaðhvort 1903 eða 1904. Hann var kosinn í fulltrúaráð félagsins á aðalfundi 1910, féhirðir 1917, varaformaður 1919 og loks formaður 1920, og gegndi hann því embætti til hinzta dags. Fyrstu greinar hans birtust í Árbók félagsins 1904, en eftir að hann kom að Forngripasafninu 1907 var hann afkastamesti höfundur Ár- bókarinnar allt til 1942, en þá kom út síðasta heftið, sem hann sá um. Er ekki ofsögum sagt, að allt til þess tíma hafi Matthías verið stoð og stytta félagsins áratugum saman, unnið einn síns liðs störfin flest sem fyrir lágu og löngum í algerðri sjálfboðavinnu, af hugsjón, skyldurækni og trúmennsku við það sem honum var á hendur falið, og skilningi og ást á þeim verðmætum, sem hann var settur til að gæta og vildi að bæru ávöxt til gagns og sæmdar fyrir land og þjóð. Með Matthíasi Þórðarsyni á félag vort á bak að sjá þeim manni, sem unnið hefur því mest og bezt. Félagið minnist hins fallna for- manns síns með virðingu og einlægri þökk. K. E.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.