Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Side 4
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um myndina af hinni fornu byggð, enda hafa rannsóknirnar því meira almennt gildi því víðtækari sem þær eru. Grein sú, er hér birtist, er dálítið framlag í þessa átt, skýrsla um rannsókn nafn- lausra bæjarrústa í Gjáskógum, nr. 33 í yfirliti Gísla Gestssonar og Jóhanns Briems. Saga uppgraftarins. Rannsóknir Gjáskógarústa hafa gengið nokkuð skrykkjótt, verið unnar í ígripum um langan tíma. Olli því margt, sem hér er óþarft upp að telja, en æskileg vinnubrögð eru þetta ekki, þótt vonandi hafi ekki að skaða komið. Bezt er að geta haldið áfram við rannsókn sem þessa í góðu tómi og einni lotu og ganga frá rannsóknarskýrslunni þegar á eftir, meðan allt er í fersku minni. Það er öruggast og sparar tvíverknað. Uppgröfturinn hófst 22. júlí 1949, en þegar á næsta degi urðum við frá að hverfa sökum óhagstæðs veðurs. Aftur var tekið til við rannsóknina 24. ágúst og haldið áfram til 28., en þá varð enn óvinn- andi sökum úrkomu og vatnavaxta, sem gerðu Fossá ófæra bílum. Dagana 2. og 3. september var þó enn unnið að rannsóknunum, og var þá að mestu lokið við rannsókn skála og kamars, en sýnilegt að mikið var eftir. Að þessum rannsóknum unnu með mér Gísli Gests- son, Sigurður Þórarinsson og Odd Nordland frá Noregi. Varð nú ekki lengra haldið sumarið 1949. Aftur var tekið til við rannsóknina 14. júlí 1952,, og voru að þessu sinni með mér Gísli Gestsson og Þóroddur Oddsson. Héldum við áfram til 20. júlí, en urðum þá að hætta sökum annarra anna. Töldum við okkur nokkurn veginn búna með rannsóknina, ,e.n þó kom í ljós á síðustu stundu, að athuga þyrfti gólf, sem virtist vera undir stofu- gólfi, og varð því rannsókn ekki að fullu lokið. Dróst það enn til 1960, en þá vorum við Gísli Gestsson og Halldór J. Jónsson í Gjá- skógum dagana 29. sept. — 1. okt. og skoðuðum mannvistarmerki undir stofugólfi. Töldum við þá, að lokið væri rannsókninni, svo að viðhlítandi væri, og hefði þó verið fróðlegt að grafa meira frá út- veggjum en við gerðum. Sökum þess hve mokstur er mikill, létum við það undir höfuð leggjast að skyggnast nokkuð verulega eftir þessu atriði og vitum fyrir bragðið fremur lítið um gerð eða þykkt útveggja. Þó þykir þetta ekki skipta svo miklu máli, að þar fyrir sé ástæða til að fresta enn að gera grein fyrir þessari rannsókn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.