Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 64
68 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lega gripi. Flestir eru þessir hlutir þó fornlegir og farnir að láta á sjá. Þeir hafa því að líkindum verið dæmdir ónýtir, er stundir liðu fram, eða þeir hafa fordjarfazt fyrir vangeymslu, enda er skemmst frá því að segja, að ekkert hefur varðveitzt til vorra daga af hlutum þessum. Jafnvel kaleikurinn, sem kominn var að Kálfa- felli, er horfinn; hefur líklega verið seldur og ef til vill bræddur upp. Hin rifna kirkjuklukka og kertapípurnar munu einnig hafa farið líka leið. Nú er á Núpsstað klukka, sem mun vera úr skipi og er vissulega ekki sú rifna klukka, sem þar var árið 1763. Kerta- pípurnar gömlu, sem þá voru enn til, munu vera tvær af þeim þrem- ur, sem voru í kirkjunni um 1340 og ef til vill er hið litla „Crucifix af messing, sem stólnum fylgt hefur“ leifar af þeim smeltakrossi, sem þá var í kirkjunni. „Spjald með gylltri rós“, sem var yfir altari, hefui' vafalítið verið svipað spjaldi, sem enn er í altarishurðinni í Kálfafellskirkju og öðru frá Höfðabrekku, sem nú er í Þjóð- minjasafninu (Þjms. 11412); þau koma í kirkjurnar á tímabilinu frá 1663—1706, austurlenzk lakkmálverk, forkunnarvel gerð og gætu verið úr Ostindiafari því, sem fórst við Skeiðarársand árið 1669. Ekkert er vitað um stærð eða útlit þeirra kirkna, sem voru á Núpsstað á miðöldum, hvort þær voru timburkirkjur eða þær voru undir torfi. Þeim er hvergi lýst, og þær hafa ekki skilið eftir þau ummerki, að neitt þvílíkt verði af ráðið. Tæplega hafa þær samt verið stór hús, þar eð þangað hafa ekki átt sókn nema svo sem 40 sálir, þegar flest var. Árið 1645 stóð þar gömul kirkja, líklega fyrsta lútherska kirkjan og ef til vill hin síðasta katólska. Við vitum það eitt um hana, að hún var 4 stafgólf að lengd. Nú er stafgólf ekki ákveðið lengdarmál, en sjaldan voru stafgólf lengri e.n 180 sm eða styttri en 120. Þessi forna kirkja hefur því vart verið lengri en rúmir 7 m eða litlu lengri en kirkjan, sem enn er á Núpsstað, og hefði auðveldlega komizt fyrir í sömu tóft vegna lengdar. Trúað gæti ég, að þessi kirkja hefði verið svipuð þeirri næstu á eftir, og dæmi það þó aðeins af orðalagi á lýsingu þeirrar kirkju, en þar kemur hvergi fram að hún þyki nýstárleg. I vísitazíunni er það auk þess tekið fram, að kirkjan sé „stæðileg að nokkru þó ágengin“, og skil ég það svo, að um kirkjuna hafi verið veggir úr torfi og grjóti, sem þá hafi verið farnir að leggjast að viðum kirkjunnar, ganga á hana. Nýja kirkju byggði Einar Jónsson bóndi á Núpsstað skömmu fyr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.