Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 68
72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSIN3 hve. skelfilegar afleiðingar eldgossins yrðu eða hve mannfellirinn yrði mikill. En Jón var ekki sá maður sem gafst upp, og líklega hefur hann komið skrúðanum eða einhverju af honum aftur í kirkj- una. Að minnsta kosti tók hann við bréfi frá Hannesi biskupi Finns- syni, staddur á Núpsstað laugardaginn 22. október, 1785.22) Þá býr þar Guðrún Bjarnadóttir, ekkja Hannesar Jónssonar, en maður henn- ar og nær helmingur heimafólksins hafði dáið í harðindunum. Það er athyglisvert, að séra Jón segir h•■lukkurnar, en í vísitazíu Finns biskups er aðeins nefnd ein klukka rifin. Má vera að skips- klukkan, sem enn er í kirlcjunni, hafi borizt þangað fyrir 1783, en eftir 1763. Þá er einnig ljóst, að séra Jón lítur á kirkjuna á Núpsstað sem sóknarkirkju, enda þótt búið sé að leggja hana niður með tilskipan konungs. Hér eftir fækkar mjög heimildum um kirkjuna. Sjá má, að árið 1809 á Núpsstaður að öllu sókn að Kálfafelli, því að Núpsstaðar- bændum er gert að halda við kirkjugarðsveggnum á Kálfafelli að sínum hluta.23) Árið 1836 kemur leiðangur Gaimards að Núpsstað og er prentuð mynd af bænum í ferðabókinni, en hún má heita hug- arfóstur eitt og auk þess er vafasamt, að kirkjan eigi að sjást á myndinni. (I ferðabók Paijkulls er mynd frá Núpsstað. Hún er gerð eftir myndinni í bók Gaimards og er því einber markleysa sem og annað, sem höf. hefur frá Núpsstað að segja). Árið 1840 keypti bóndinn á Núpsstað jörðina fyrir 400 rbd, og þá hefur kirkjan fylgt með í kaupunum. Síðari hluta aldarinnar var hún notuð sem skemma, og jafnframt voru stundum hýstir þar ferðamenn. W. L. Watts gisti þar t. d. þrisvar, 1871, 1874, og 1876. Hann segir svo um síðustu dvölina þar: „Fg settist aftur að í litlu aflögðu kirkjunni, sem er þvílík afbragðs skemma fyrir Eyjólf vin minn og svo ágætur dvalarstaður fyrir sjaldséða ferðamenn eins og mig. Það var allheimalegt að haila sér í litla rúmið, sem hafði verið útbúið á kössum úti í horni, og ég naut þeirrar þægilegu tilfinningar, að vera aftur á mínum gamla stað, þegar ég snæddi morgunverð af hinu forna altari eða lagði dagbók mína á það“.24) Árið 1879—1880 fékk Einar sýslumaður Thorlacius húsið á leigu og bjó þar. Má vera, að þá hafi hann látið lagfæra eitthvað í því. Eftir það hefur þessu húsi aldrei verið breytt, það hefur að vísu verið lagfært bæði að veggjum og eitthvað að viðum og þakið verið endurnýjað, en að öðru leyti var það óbreytt fram til ársins 1958, er Þjóðminjasafnið tók að sér að sjá um endurbætur og viðhald
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.