Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 169

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Page 169
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1960 173 Reyðarfellsrannsóknin var aðalverkefni sumarsins eins og að lík- um lætur. Auk hennar er þess helzt að geta að þjóðminjavörður var við þriðja mann að Gjáskógum í Þjórsárdal dagana 29.—31. okt., og luku þeir við að rannsaka og mæla upp bæjarrústir frá 11. öld, en sú rannsókn var mest unnin 1949 og 1952. Auk þessa rannsak- aði þjóðminjavörður fornmannskuml í Fremri-Svartárdal í Skaga- firði og annað á Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit og Gísli Gestsson fór stutta rannsóknarferð að Bjarnarhelli í Hítardal. Enn fremur fór hann að Steinsholti í Gnúpverjahreppi og setti auðkenni þar sem sagt er leiði séra Daða Halldórssonar í gamla kirkjugarðinum þar. Að lokum má þess svo geta, að 5. sept. fór þjóðminjavörður ásamt Gísla Gestssyni og Jóni prófessor Steffensen upp að Esjubergi og rannsökuðu þeir grjótdys nokkra á melhól þar, en sú dys reyndist aðeins vera samanköstuð grjóthrúga eins og til dæmis dysjarnar á Höfðaströnd, en enginn umbúnaður undir. Erlendir fræðimenn. Nokkrir erlendir fræðimenn dvöldust hér á landi á árinu til þess að gera rannsóknir í sambandi við gripi og aðrar heimildir safnsins. Dr. rer. nat. Giinter Nobis frá húsdýra- rannsóknarstofnun háskólans í Kiel var hér 27. júní — 16. júlí og rannsakaði öll hrossbein, sem til eru úr heiðnum gröfum á íslandi. Er þar um að ræða óvenjulega góðan efnivið á sínu sviði. Prófessor dr. Peter Paulsen frá Stuttgart var hér 23. júlí til 20. ágúst við að rannsaka Valþjófsstaðahurðina og alla þá gripi safnsins, sem á einhvern hátt varpa ljósi á hana og listina á fyrri hluta miðalda yfirleitt. Prófessor Gösta Franzén frá Chicago var hér á landi frá 1. júlí til 18. ágúst og gerði örnefnarannsóknir, einkum í Dalasýslu. Notaði hann mjög ömefnasöfn Þjóðminjasafnsins og hafði bækistöð hér í húsinu. Var fræðimönnum þessum öllum fengin sú bezta aðstaða, sem unnt var, til að stunda rannsóknir sínar, enda þóttust þeir allir hafa haft erindi sem erfiði. Auk þessara manna kom hér hinn 24. júní dr. Eivind S. Engelstad frá Ósló, þá Statens museumsdirektör (varð nokkrum dögum síðar forstjóri fyrir Kunstindustrimuseet). Hann stóð aðeins einn dag við, en þjóðminjavörður fór með hann í boði safnsins til Þingvalla og ölfuss. Þá er þess enn að geta, að dag- ana 16.—19. ágúst dvaldist fornfræðistúdent Sten Rentzhog frá Upp- sölum með Þorkeli Grímssyni við rannsóknirnar að Reyðarfelli. Þjóðháttaskráning. Á árinu 1959 var hafinn undirbúningur að skipulegri þjóðháttaskráningu svo sem frá er skýrt í síðustu árs- skýrslu. Á þessu ári var svo unnið að þessu verkefni, eftir því sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.