Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS syni myndskera í Beykjavík. Hann setti á það hægri hönd, sem vant- aði, en ekki er fullljóst, hvort hann hefur eitthvað lappað upp á kórónuna, og verður seinna að því vikið. Sennilega hefur Stefán bæsað og lakkað myndina og fengið henni það útlit, sem hún hefur nú. En höndin, sem hann setti á líkneskið, þótti ankannalega lítil miðað við myndina að öðru leyti, og var hún því fljótt tekin af aftur. Eins og þegar er sagt, var líkneskið talið af Ólafi helga, og hefur sú sögn vafalítið fylgt því, þegar Bogi Sigurðsson eignaðist það. Eftir að hann hafði látið gera við líkneskið og komið því fyrir 1 húsi sínu með kertum fyrir framan, kom upp sá siður áð heita á Ólaf helga í Búðardal, og kann frú Ingibjörg sitthvað frá því að segja. Farið var að senda Ólafi kerti, og komu þau oft frá fólki, sem hjónin þekktu ekkert og það jafnvel langt að, alla leið austan af Húsavík. Pakkar komu, og á þeim stóð oft: Áheit til Ólafs helga, og í pökkunum voru kerti. Oft var heitið á Ólaf til góðs veðurs og sjálfsagt ýmiss ann- ars, um það veit Ingibjörg ekki gjörla. En áheit héldu áfram löngu eftir að Bogi kaupmaður var fallinn frá og Ingibjörg komin til Reykjavíkur. Aldrei var heitið meira á Ólaf en 1947, þegar Snorra- hátíðin var haldin og Norðmenn komu hingað til lands fjölmennir. Þá segist Ingibjörg hafa sagt við fósturson sinn í gamni og alvöru, að hún skyldi sjá til þess, að veðrið yrði gott, þegar Norðmennirnir kæmu. Kvöldið fyrir hátíðina í Reykholti setti hún svo kerti fyrir Ólaf helga, og veður var með afbrigðum gott á Snorrahátíð. Aldrei mátti heita öðru en kertum. Einu sinni eftir áð Ingibjörg kom til Reykjavíkur, kom kona með kerti í böggli, áheit á Ólaf helga. Ingibjörg vafði utan af bögglinum, og var þar þá einnig hundrað króna seðill. Hún kallaði þá á eftir konunni og sagði henni, að ekki mætti heita öðru en kertum á Ólaf. „Á ég þá ekki að kaupa handa honum fleiri kerti?“ sagði konan. Ingibjörg Sigurðardóttir segir, að á seinustu árum hafi þessi siður, sem upp kom í Búðardal, alveg lagzt niður. Það hefur ekkert verið heitið á Ólaf helga nú um nokkurra ára skeið. Ingibjörg segir, að sér sé það gleðiefni, að vita líkneskið komið á Þjóðminjasafnið, þar muni margir njóta þess og þar muni því vera vel borgið. Um leið og Ingi- björgu er þökkuð hin góða gjöf og hollusta hennar við safnið, skal það í ljós látið, að hún hafi vel og réttilega skilizt við hinn gamla húsguð þeirra hjónanna. Vonandi skyggir það ekkert á fyrir henni, að þetta líkneski, sem um skeið hefur gegnt hlutverki Ólafs helga, er alls ekki af honum, heldur enn tignari persónu, eins og sýnt mun verða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.