Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Qupperneq 27
HUGLEIÐINGAR UM EDDUKVÆÐI 31 eins og fyrr á tímum við helgidóm Asklepiosar. Það eru nú um 24 aldir síðan trúin á Asklepios hófst, og enn er tákn hans — stafurinn með slöngunni — trúr förunautur lækna um heim allan. 0g þó langt sé umliðið, síðan Asklepios birtist sjúkum í svefni og læknaði þá, halda læknar úr öðrum heimi, anda- og huldulæknar, enn áfram að lækna sjúka í draumi. Þessi dæmi sýna í stórum dráttum, hvernig frumkristnin brást við þeim vanda að útrýma ævafornum, heiðnum þjóðlífsháttum. Aðal- aðferðin var að lofa fólkinu að halda eins miklu af þeim og unnt var með sæmilegu móti að færa í kristinn búning. Það er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir aðferðunum í frumkristni, þegar meta skal samskipti heiðins og kristins siðar hér á landi mörgum öldum síðar, með tilliti til þess, hvor hafi þegið af hvorum. Því miður eru heimildir, sem lúta að töfralækningum og skyldum efnum hér á landi í kaþólskum sið, mjög fátæklegar, og má vera, að siðaskiptin ráði þar nokkru um. Um notkun Margrétar sögu við konur í barnsnauð hef ég getið á öðrum stað (Jón Steffensen: Margrétar saga and its history in Iceland. Saga-Book Vol. XVI, 1965, 273—282, og skal því farið fljótt yfir sögu hér. Margrét frá Antiochíu var líflátin á 3. öld e. K. og er komin í dýrlinga tölu á 9. öld, en hvenær farið er að ákalla hana við fæðingar, liggur ekki ljóst fyrir, en væntanlega er það ekki löngu síðar. Á 13. öld tíðkast það á Frakklandi, að Margrétar saga sé látin á brjóst konu með jóðsótt til að greiða fyrir fæðingunni (T. R. Forbes: The Midwife and the Witch, 1966, bls. 88), og þegar Lúðvík XIII var í heiminn borinn 1601, voru viðstaddir 5 læknar auk ljósmóður, en til frekara öryggis var hafður á borði hjá drottn- ingunni helgidómur heilagrar Margrétar og tvær nunnur þuldu bænir í sífellu (E. Ingerslev: Fragmenter af Fodselshjælpens Historie II, 1907, bls. 89). Af varðveittum handritum af Margrétar sögu á ís- lenzku er ekkert eldra en frá 14. öld, en sennilega hefur sagan fyrst verið þýdd á íslenzku á 12. öld. Vel mætti sá siður að nota söguna sem lausn yfir jóðsúkri konu hafa borizt til íslands frá Frakklandi, því annað slíkt ráð, bæn heilags Leonards, sem er í tveim handritum ásamt Margrétar sögu (AM. 431 12mo, og AM. 433c 12mo), er vafa- lítið upprunnið í Frakklandi. 1 nokkrum handritanna af Margrétar sögu (AM 428a 12mo; 529 12mo; 431 12mo; 433b 12mo; 433c 12mo; 433d 12mo) eru auk hennar fleiri ráð ætluð konum í barnsnauð. Mest eru það bænir og ýmsar formúlur, svo sem ,,sator-rotas“ formúlan. Því miður hefur aðeins verið gerð nákvæm grein fyrir þessum við- bótum, að því er varðar tvö handritanna, AM 431 12mo (K. Kálund,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.