Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 127
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1967 131 því starfi, sem við Þjóðminjasafnsmenn höfum verið að hjálpa til við, og hefur þegar ráðið safnvörð, sem hér mun starfa í sumar og farinn er að setja sig inn í hlutverk stofnunarinnar og þeirra, sem hana eiga að reka. Það verður nú þeirra hlutur að gera úr henni það sem auðið er, að sjálfsögðu með þeirri tilsjá Þjóðminjasafnsins, sem til er ætlazt í lögum. Um þetta hlutverk, framtíðarhlutverk safnsins, skal ég ekki vera ýkja langorður, því að okkur er það öllum ljóst. Starfsemi byggða- safna er liður í þeirri viðleitni þessarar kynslóðar, sem nú byggir landið og orðið hefur áhorfandi að og þátttakandi í hinni miklu og margumtöluðu þjóðfélagsbyltingu, að varðveita hinn gamla menn- ingararf til komandi kynslóða. Það má vel segja, að þetta sé hið fyrsta og mikilsverðasta markmið, að safna saman menningarminj - um og varðveita þær á góðum stað og skila þeim til þeirra, sem landið eiga að erfa á eftir okkur. Það er mikilla þakka vert, að komið sé upp slíkum griða- og geymslustöðum gamalla minja. Og þetta sjónar- mið er jafngott og gilt, hvort sem aðsókn að söfnunum er meiri eða minni. Aðalatriðið er, að minjarnar séu til og vel að þeim búið, hver kynslóð mun hagnýta sér þær á sinn hátt. En hitt er svo vitanlega sjálfsagður hlutur, að þeir, sem að safni standa, láti sér ekki nægja að geyma, heldur geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að gera safnið fróðlegt, skemmtilegt og menningarlega arðbært á hverri líð- andi stund. Hingað eiga heimamenn héraðanna að geta komið til þess að skyggnast í eigin barm og læra sitthvað um líf forféðranna í þeim sömu byggðum sem þeir búa nú sjálfir í, hingað geta skólakenn- arar komið með nemendur sína og haft með þeim lifandi kennslu í Islandssögu og átthagafræði. Og hingað munu þeir gestir leggja leið sína, sem eitthvað láta sig varða það hérað, sem þeir eru að ferðast um. Þess er að vænta að margur sá, er að sunnan kemur og leggur lykkju á leið sína og heldur hingað niður á Reykjatanga, verði þess skemmtilega og áþreifanlega var hér í safninu, að hann er kominn í Húnavatnssýslu og hefur jafnframt sýn út eftir Strandasýslu. Það er einlæg von mín, að íbúum þeirra héraða,sem liggja að Húnaflóa, megi finnast vegur þeirra hafa vaxið að nokkru með tilkomu þessa safns, sem þeir hafa lagt saman í og stofnað til af svo miklum stór- hug. Það er einnig von mín, að þeir Húnvetningar og Strandamenn, sem í Reykjavík búa og sýnt hafa safnmálinu mikinn og virkan áhuga, megi gleðjast yfir þeim árangri, sem þeir geta nú séð af starfsemi sinni. Þá vona ég einnig, að þeir héraðsbúar og áðrir, sem gefið hafa muni til þessa safns, geti fundið, að þeim hefur verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.