Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Fréttir Borgaraflokkurinn: Vill halla upp á milljarð á ríkissjóði - leggur til „blandaða leið“ með gengisfellingu Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar er kostnaður við til- lögur Borgaraflokksins metinn á 15 milljarða. Er gert ráð fyrir því að sumt af því komi til framkvæmda fljótlega en annað við fjárlagagerð 1990. Borgaraflokkurinn vill að dregið verði úr eignarskatti þannig að ekkj- ur og einstaklingar sleppi viö hann. Þá vill hann hækka tekjutryggingu. Þá ganga hugmyndir þeirra borg- araflokksmanna út á að draga úr matarskatti þannig að matvæli lækki í verði. Vilja þeir að matarskattur iækki um tvo milljarða 1989 sem þýð- ir töluverða lækkun á inniendum matvælum. Hækkun á skattleysis- mörkum gæti kostað ríkið um 150 milljónir. Þá vilja þeir fella niður skatt af skylduspamaði ungmenna sem gæti kostað 100 milijónir. Samanlagt þýðir þetta aö dregið verði úr skattheimtu um þrjá millj- arða í ár. Á móti leggja þeir til að skorið verði niður um einn og hálfan milljarð í ríkisrekstri, meðai annars með því að fella niður yfirborganir. Auk þess á að éta upp afganginn á fjárlögum og síðast en ekki síst á að reka ríkissjóð með eins milljarðs halia í ár. Auk þess hafa borgaraflokksmenn rætt um að virðisaukaskattur verði tekinn upp um næstu áramót. Vextir verði lækkaðir með handafli, sjálf- virkni lánskjaravísitölu verði af- numin en hálfgerð verðstöðvun verði í gangi áfram. Að loknum þessum aðgerðum segjast borgaraflokks- menn vera tiibúnir til gengisfelling- ar. Þessar hugmyndir sínar kalla borgaraflokksmenn „blandaða leið“. Þá má geta þess að þeir hafa lagt til að lagningu bundins slitlags á hring- veginn verði lokið á kjörtímabilinu. Július Sólnes átti fund með Stein- grími Hermannssyni í gær en borg- araflokksmenn segjast Uta svo á að boltinn sé hjá ríkissjóminni. Að sögn Júlíusar er ætlunin að hafa annan fund með viöræðunefnd Borgara- flokksins og ríkisstjómarinnar í dag eða kvöld. Júlíus sagði að það ætti að koma í ljós í vikunni hvort um semst en borgaraflokksmenn hafa boðað aðal- stjómarfund 4. febrúar til endanlegr- ar ákvörðunar. -HH/SMJ Stjömufréttir: Eiríkur rekinn sam- stundis ,;Vegna ummæla Eiríks í fjölmiðl- um vikum við honum úr starfi þann- ig að hann vinnur ekki til 1. febrúar eins og um var samið,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsstjóri Stjöm- unnar, en ummæli þau sem Eiríkur Jónsson, fréttastjóri Stjörnunnar, lét hafa eftir sér í DV og á Stöð 2 um helgina úrðu til þes að honum var samstundis vikið úr starfi. Þorgeir sagði að það væri alrangt að fréttir yrðu ekki áfram á Stjöriu unni: „Hér er einvörðungu um breyttan stíl á fréttum að ræða.“ Öllum starfsmönnum Stjömunnar var sagt upp frá og með næstu mán- aðamótum en að sögn Þorgeirs stendur til að ráða flesta aftur. Fréttamennimir verða hins vegar ekki ráðnir aftur, fyrir utan Jón Ar- sæl Þórðarson sem verður endurráð- inn. Fréttastofa verður rekin áfram á Stjömunni og sagði Þorgeir aö þar yröu jafnmargir fréttamenn og hing- að til eða fjórir. Það er hins vegar ljóst að fréttamennimir Eiríkur Jónsson, Bjöm Hróarsson og Ólafur Geirsson verða ekki í þeim hópi. -SMJ morgun. Fjölmennt var i vagninum en DV-mynd S Landleiðavagn fór út af veginum á Arnarneshæð á áttunda timanum engan sakaði og vagninn skemmdist ekki mikið. Karpa ekki meira um þetta - segir Eiríkur Jónsson, fyrrv. fréttastjóri Stjömunnar „Ég ætla ekki að karpa meira um deildar Stjömunnar hefur verið sagt Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri út- þetta. Tilefni deilnanna milli mín og upp. Þetta fór fyrir brjóstið á ráða- varpsstöðvarinnar Stjömunnar. ráðamanna Stjömunnar er að ég mönnum Stjömunnar og þeir ósk- Eiríki var sagt upp um áramótin sagði að Stjömufréttir yrðu lagðar uðu eftir því að ég léti ekki sjá mig og átti hann að láta af störfum um niður þar sem fréttamönnum frétta- oftar á Stjömunni," segir Eiríkur næstu mánaðamót. -pv Á laugardaginn var haldin á Hótel Loftleiðum ráðstefna um málefni heima- vinnandi fólks. DV-mynd BG Málef ni heimavinn- andi húsmæðra Á laugardaginn var haldin ráð- stefna á vegum hagsmunanefndar heimavinnandi húsmæðra innan Bandalags kvenna í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Fjallað var um stöðu heimavinnandi fólks. Ingunn Birkeland, formaður norska húsmæðrasambandsins, var sérstakur gestur ráðstefnunnar og ræddi hún um störf og stefnur norska húsmæðrasambandsins. Kristína Guðmundsdóttir, formaöur Bandalags kvenna, setti ráðstefnuna og Helga Guðmundsdóttir talaöi um hagsmunanefnd heimavinnandi hús- mæðra. Jóhanna Sigurðarsdóttir fé- lagsmálaráðherra kom einnig á ráð- stefnuna og hélt fyrirlestur sem nefnist réttarstaða heimavinnandi fólks og Davíð Oddsson borgarstjóri ræddi um dagvistunarmál. Einnig ræddu sérfræðingar um skattamál, sifjarétt, hjúskapareign, fjölskyld- una, heimilið og fleira. -ÓTT Mkisstjómin: í morgun var ektó Ijóst hver hækkun lánskjaravísitölu í fe- brúar yrði. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson viðstóptaráðherra hafði ekki tetóð afstöðu hvort miðað yrði við gamla grunn visi- tölunnar eða hvort tetónn yrði upp nýr grunnur sem mælir helmingi minni hækkun. Ákvörðun mun liggja fyrir í dag. Innan ríkisstjómarinnar hefúr verið rætt að undanfómu um að taka upp nýjan grunn lánskjara- vísitölu. Sá grunnur byggir á framfærsluvísitölu að einum þriðja, byggingavisitölu að einum þriðja og launavísitölu aö einum þriöja. Hækkun lánskjaravísi- tölunnar 1. febrúar, miöað viö þennan grunn, yrði 1,25 prósent. Það jafhgildir um 16 prósent veröbólgu á ársgrundvelli. Ef miðaö yrði viö gamla grunn- inn myndi lánskjaravísitalan hækka um 2,2 prósent Sú hækk- un jafngildir um 30 prósent verö- bólgu. Með þessari ráðstöfun myndi ritósstjómin því helminga verö- bólguna miöað við lánskjaravísi- tölu. Verðbætur sparifjáreigenda og skuldara ýrðu helmingi minni i febrúar. í gögnum verðtryggingamefnd- ar frá síðastliðnu sumri kom fram að um heimingur lána- markaðarins er bundinn láns- kjaravísitölu. Samkvæmt því jafngildir þessi breyting vísi- tölunnar því að skuldunautar munu greiöa lánadrottnum sín- ura hátt í einn milljarð minna í verðbæturífebrúar. -gse Loðmiveiðarnar: Samkomulag við Norðmenn og Græn- íslendingar, Norðmenn og Grænlendingar hafa náð með sér þríhliða samkomuiagi um veiðar úr loðnustofninum á þessu ári. í hlut íslands koma 78 prósent heildaraflans en ll prósent í hlut Noregs og Grænlands hvors um sig. Þetta er í fyrsta sinn sem þrí- hhða samkomulag næst um veiö- ar úr loðnustofhinum. Norðmenn og íslendingar geröu með sér samkomulag um veiðamar 1980. Þá var skiptingin sú að íslending- ar fengu 85 prósent en Norömenn 15 prósent Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur samkomulag við Græn- lendinga ekki tekist fyrr en nú. Grænlendingar hafa tetóð ein- hliða ákvörðun um loðnuveiðar í veiöiheimildir. í þríhliða samkomulaginu, sem tókst á fhndi í Osló dagana 19. og 20. janúar slöastiiðinn, eru ákvæði um að grænlensk og norsk stóp fái helmild til að landa afla sínum hér á landi, sem er nýmæli. -s.dór Listmálarinn Salvador Ðali er látinn. Fréttir af andláti hans bárust rétt áður en blaöiö fór I prentun J morgun. Hann andaðíst laust eftir tóukkan 10 í morgun á sjúkrahúsi í heimábæ sfniim Figueras á Norðaustur-SpánL Þar hafðihann verið með lungna- bólgu síðan á miðvikudag í síð- ustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.