Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 11 Utlönd George Bush hefur lofað „um- hyggjusamari“ stjóm en japanskir embættísmenn óttast að þessi um- hyggjusemi komi ekki til með að gUda þegar kemur að viskiptalönd- um Bandaríkjanna. Þeir telja að þegar litíð er á þá staðreynd að demókratar stjóma þinginu og þeir em nyög hlynntir viðskiptahömlum geti Bush neyðst til að taka upp harðari stefnu en fyrirrennari hans. Einnig óttast Japanir að lægð komií efnahagslíf- ið í Bandaríkjunum á næsta ári og ekki myndi slíkt bæta úr skák. Nýjar aðstæður „Aðstæður gætu neytt nýja stjóm til a$ taka mun harðari afstöðu en nú er,“ segir Kazumasa Kusaka, ráðuneytisstjóri hins valdamikla alþjóðaviðskipta- og iðnaöarráðu- neytis í Japan. Þessar kringumstæður em meðal annars lagasetning sem hefur fært framkvæmdavaldið til að ákveða viðskiptastefhu Bandaríkjanna til þingsins. Vegna þessa kann svo að fara að ný stjóm verði að grípa til harðra aögerða gegn viðskiptalöndum Bandaríkjanna til að vera á undan þinginu. Hefndaraðgerðir vel hugsanlegar Margir telja að sfjóm Bush muni verða allhöÚ undir vemdarsjónar- mið. Bent er á að í stjóminni séu vanir menn sem líti raunhæft á máiin og vilji ekki lenda í illdeilum við þingið. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sem hér virðist vera i þann mund að bíta fingur af litlu barni, gæti neyðst til að sýna Japönum vígtennur sínar. Simamynd Reuter Ný stjóm í Bandaríkjunum: Harðari stef na í milli- ríkjaviðskiptum? Það sem um er að ræða er að stjómvöld setji það fram sem al- vöra ógnun að gripið verði til hefndaraðgerða gegn þeim löndum sem Bandaríkjamenn telja að stundi óeðlilega viðskiptahætti. Vitað er að Japan er þar mjög ofar- lega á hsta. Á meðan Japanir hafa getað flutt allar sínar vörur nær óhindrað tíl Bándaríkjanna, jafnvel þótt grunur hafi leikið á á tímabili að þeir nið- urgreiði sumar þeirra, þá hefur Japan verið nær lokað fyrir Banda- rískum vörum, ttl dæmis vegna hárra tolla á bandarískar vörur og ýmissa skilyrða fyrir vömgeeðum eða eiginleikum sem bandarískir framleiðendur hafa ekki getaö upp- fyllt. Nú hggur í loftinu að Bandaríkin geri kröfur um að Japanir opni land sitt algerlega fyrir erlendum aðilum sem vilja stunda viðskipti þar, hvort sem um fjármálavið- skiptí eða annars háttar viðskipti er að ræða. Njóta ekki lengur verndar Reagans Reagan hefur verið einn harðastí talsmaður viðskiptafrelsis á seinni tímum. Hann hefur algerlega verið á móti öhum hömlum í alþjóðavið- skiptmn. Hann hefur þó haft þann vamagla að taka fram að frjáls við- skipti byggist á því að allir spih Scunkvæmt reglunum. Menn era almennt sammála um að það hafi Japanir ekki gert, þeir hafi raunar gengiö á lagið og notfært sér þaö hvað Reágan hefur verið tregur til að setja viðskiptahömlur á þá þrátt fyrir að þeir hafi ekki farið eftir vinsamlegum ábendingum. Nú er Reagan farinn frá Was- - Japanir óttast að svo verði Takeshita, forsætisráðherra Japans, býr nú við minnkandi fylgi og þingkosningar verða á miðju ár- inu. Það gæti orðið til þess að afstaða hans gagn- vart kröfum Bandaríkjamanna verði stífari en ella. Símamynd Reuter Ein af kröfum Bandarikjamanna er að Japanir opni algerlega markaði sína, bæði fjármálamarkaði og aðra, fyrir bandarískum kaupsýslumönnum. Simamynd Reuter hington og Bush tekinn við. Óttast Japanir að loks sé komið að skulda- dögum og það réttilega. Reagan er ekki lengur til að halda vemd- arhendi yfir þeim gagnvart Banda- ríkjaþingi. Láklegt er að Bush setji þeim stóhnn fyrir dymar. Annað hvort opni þeir landamæri sín og markaði fyrir alþjóðlegum við- skiptum eða hljótí verra af. Líka harðlínumenn í Japan í Japan era skiptar skoðanir um það hvemig beri að taka á þessum málum, hvemig eigi að bregðast við þeim þrýstingi sem Bandaríkja- menn beita nú og munu beita. Margir telja að ekki sé rétt að styggja Bandaríkin og era á þeirri skoðun að hagsmunum Japans sé best borgiö með því að eiga gott samstarf við þau og taka þátt í að opna aiþjóðaviðskiptí. En einnig er töluvert mikið um harðhnumenn í landinu sem ekki vilja að hörfað sé fyrir þrýstingi risans handan Kyrrahafsins. Vilja þeir sjá jafnvel enn ákveðnari stefnu sljómvalda gagnvart Bandaríkjunum. Vinsældir Takeshita fara nú rén- andi og um mitt þetta ár verður kosiö til efri deildar japanska þingsins. Þær kosningar munu hafa mikil áhrif á afstöðu jap- anskra stjómvalda í þessum mál- um. Sérfræðingar telja margir hveijir að hyggilegt sé fyrir Bush að fara sér hægt í baráttunni við Japani fram yfir kosningamar í Japan. Telja þeir að ef Bandaríkin beita Japan of miklum þrýstingi geti það aðeins þýtt að andstæðingar til- slökunar vinni sigur í kosningun- um og slík úrsht muni aðeins lengja stríðið og gera það erfiðara. Reuter ÚRVAL NÝLEGRA BIFREIÐA Mitsubishl Lancer GLX super, ár- gerð 1989. Nýr bill, ekinn 4 þús. km, 5 gira, vökvastýri, álfelgur, spoiler, litur hvitur, engin skipti. Verð 810 þús. Nissan Bluebird 2000 SGX sedan, árgerð 1989, nýr bill, ekinn aðeins 2 þús km, sjálfskiptur, vökvastýri, rafmagn i rúðum og læsingum, út- varp/segulband, original-litur d- blár, skipti gætu komið til greina á nýlegum ódýrari smábíl. Verð 960 þús. Subaru 1800 station 4x4, árgerð 1987, ekinn aðeins 15 þús. km, 5 gira, vökvastýri, útvarp, vetrardekk, litur grár, engin skipti. Verð 770 þús. Mercedes Benz 309D með kúlutopp, árgerð 1989, nýr bíll, ekinn aðeins 13 þús. km, sjálfskiptur, vökvastýri, splittað drif, háar hurðir og gluggar, útvarp/segulband, heilsársdekk, lit- ur hvitur, skipti gætu komið tii greina á ódýrari Benz sendibíl. Verð 2.200 þús. Nissan pickup, árgerð 1987, dísil, ekinn aðeins 9 þús. km, 5 gíra, litur silfur, sem nýr, skipti gætu komið til greina á ódýrari nýlegum smá- bil. Verð 780 þús. Subaru XT turbo 4x4, árgerð 1988, glæsilegur fjórhjóladrifinn sportbíll, ekinn 17 þús km, sjálfskiptur, vökva- stýri, tölvumælaboró, álfelgur, raf- magn i rúðum og læsingum, út- varp/segulband, litur hvitur, skipti koma til greina á ódýrari eða dýr- ari jeppa. Verð 1.420 þús. Subaru Justy J-10, árgerð 1987,4x4, fjórhjóladrifinn smábill, ekinn 18 þús. km, 5 gira, 5 dyra, vetrardekk, útvarp/segulband, litur hvítur, engin skipti. Verð 430 þús. Nissan March special version, ár- gerð 1989, ekinn 21 þús. km, 5 gira, samlitir stuðarar, litur hvitur, út- varp/segulband, engin skipti. Verð 470 þús. Nissan Laurel SGL disil, árgerð 1988, ekinn aðeins 9 þús. km, 5 gira, vökvastýri, útvarp/segulband, litur hvitur, engin skipti. Verö 1450 þús. Nissan Pathfinder, árgerö 1989. Vorum aö fá nýjan, ókeyrðan Path- finder á skrá, er til sýnis á Borgar- bílasölunni. 0PIÐ LAUGARDAGA KL. 10-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.