Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 15 Lesendur „Grófir hjólbarðar eru ef til vill besta lausnin og þá ónegldir,“ segir m.a. í bréfinu. SaK krapaljöruslabb Bifreiðarstjóri skrifar: Oft er talað um langlundargeð ís- lendinga, það sé hægt að draga þá á asnaeyrunum, t.d. með því að bera á borð fyrir þá þvætting í einu eða öðru formi og óraunhæfar fullyrð- ingar æ ofan í æ. Embætti gatnamálastjóra í Reykja- vík hefur verið látið komast upp með það vetur eftir vetur að ausa salti á götur borgarinnar um leið og tekur að snjóa. Þetta er gert í þeirri (eig- in?) trú að saltslabbið á götunum auki umferðaröryggiö! Furðulegt er að bifreiðaeigendur skuli láta bjóða sér „vísindi" af þessu tagi ár eftir ár. Öllum ætti a.m.k. að vera ljóst að saltið leysir upp tjöruna í yfirborði gatnanna og þeytist yíir allt og alla og málar bílana svarta. Þar fyrir utan verður útsýni um framrúðuna stór- lega skert þegar þessi tjörublandni saltaustur gengur yfir bílinn. Gatnamálastjóri sagði eitt sinn að ekki leysti saltbingur hans upp tjör- una í geymslurými því er saltið væri geymt í. Vitanlega sannar það ekki neitt. Það aka ekki bifreiðir um þetta gólf og þeyta upp tjörunni og varla rignir mikið þar inni. Það þarf aldrei að tjöruþvo bíla á sumrin. Hvers vegna, hr. gatnamálastjóri? Eftir 15. október, þegar fjöldi bíla var kominn á neglda hjólbarða og mikil vatnsveður gengu yfir, þurfti ekki að tjöruþvo bíla. Strax í fyrstu snjóum og fyrsta saltaustri á göturn- ar urðu bílarnir svartir af tjöru. Hvað segir þetta okkur, hr. gatna- málastjóri? - Það skyldi þó ekki vera að nagladekkin séu ekki sá skaðvald- ur sem gatnamálastjórinn hefur haldið fram heldur sé saltaustur hans að eyðileggja allar götur? Gatnamálastjóri ætti að bregða sér til Akureyrar og sjá að þar geta menn ekið án þess að salti sé ausiö yfir snjóinn. Þar aka menn á hreinum snjó og þar komast þeir upp um allar brekkur án þess að ösla saltslabbið, líkt og við þurfum að gera. Saltslabb í frosti er viðbjóður sem ætti ekki að eiga sér stað. Grófir hjólbarðar eru ef til vill besta lausnin og þá ónegldir. En til þess að þeirri reglu verði komið á verður að hætta saltaustrin- um sem eyðileggur bílana á skömm- um tíma og gerir þá að ryðhrúgum. Á meðan saltausturinn heldur áfram mun ég aka á þrælnegldum hjólbörð- um og það ættu alhr að gera. Að aka á sumardekkjum í hálku og snjó er mjög varasamt. Hitt er varasamara að trúa því að saltið sé til þess fallið að auka öryggið. Það er rangt, saltið rýrir öryggið og gerir ekkert annað en að mála allt og alla svarta. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Viit þú lesa meira en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú iæra meira en hefur ekki nægan tíma? Lausn á þessum vandamálum færðu með því að margfalda lestrarhraða þinn en það getur þú lært á hraðlestrarnámskeiði. Næsta námskeið, sem hefst 25. janúar nk., er því miður fullbókað en þú kemst ennþá á námskeið sem hefst 31. janúar nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN FÉLAGSMÁ LASTO FNUN REYKJAVÍKURBORGAFt UNGLINGADEILD Við deildina er laus til umsóknar 50% staða félagsráð- gjafa. Reynsla af starfi með unglingum æskileg. Fé- lagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun á sviði uppeldis- og/eða félagsmála áskilin. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 622760 og yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum, sem þar fást, fyrir 1. febrúar. EOJANDI OG BRAGÐGOTT LLAR MATARÁHYGGJUR ÚRSÖGUNNI mHeildverslun, Þingaseli 8, ___________ Sími 77311 Vandaðurbæklingurmeðuppf' — lýsingum og leiðbeiningum á íslensku fylgir. FÆST í APÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM. 5daga megrun,sem ,i „i, lniii. l VIRKAR! ITAEININGAR í LÁGMARKI NGAR AUKAVERKANIR Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Sjaldan launar kálfur ofeldið Þekkja ekki Albert lengur? Kristinn Einarsson skrifar: Það má nú segja um mörg okkar íslensku máltæki að þau eru orð að sönnu. Eitt þeirra, „Sjaldan launar káifur ofeldið", á t.d. prýði- lega við þá þingmenn Borgara- flokksins sem nú vilja ekkert af Albert Guðmundssyni vita, nema þá helst það að hann hafi verið þeim og flokknum, sem hann sjálf- ur stofnaði; til trafala! Ég er nefnilega nýbúinn að lesa ummæb þeirra tveggja þingmanna sem gengu á svig við málefnastöðu þess flokks sem þeir tilheyrðu, yfir- gáfu stjórnarandstöðu og fram- lengdu líf núverandi ríkisstjórnar. Þetta eru þau Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson. Aðalheiður lét berlega í það skína að hún hefði ekki verið meira en svo hrifin af forystu Alberts og sagði að hann væri sjálfum sér verstur, eða eitthvað í þá veru. - Hinn þingmaðurinn, Ób Þ. Guð- bjartsson, kvartar yfir því í blaða- viðtali að Albert hafi nú stutt Þor- stein Pálsson en ekki sig er hann var þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. - Kannski er það þess vegna sem hann notar tækifærið og hleypur út undan sér strax og Al- bert Guðmundsson lét af for- mennsku. Þessi viðbrögð þingmannanna tveggja eru einstæð í stjórnmálum hér á landi og sýna alveg nýja og fráhrindandi hbð á stjórnmála- mönnum. Þessir þingmenn bíða þess væntanlega með óþreyju að þeim verði umbunað fyrir kjark- inn. En það gæti orðiö biö á þeirri umbun, sérstaklega ef svo hefur verið um hnútana búið í upphafi að þeir hafi gengið í gildru enn slóttugri stjómmálamanna en þeir telja sig vera. Það sem upp úr stendur hjá hin- um almenna áhorfanda og kjós- anda er þó þetta: Þessir þingmenn, sem áttu framlengingu á stjórn- málaferb sínum Albert Guðmunds- syni að þakka, hafa nú þakkað fyr- ir sig með eftirminnilegum hætti og minnt á sannleiksgildi máls-. háttarins um kálfinn sem ekki er á því að launa ofeldið. J«U<Áíöi BIFREIÐAEIGENDUR! SPARIÐ TÍMA - SPARIÐ FYRIRHÚFN Renníð bílnum í gegn hjá Bón- og þvottastöðínní, Sígtúni 3. Óhreinn bill er leiðinlegur - hreinn bíll er'augnayndi. Margír bileigendur hafa ekki tíma tíl þess að þvo og bóna bíla sína en flestir hafa 12-15 mín. aflögu (sem þarf til að fara með bil gegnum Bón- og þvottastöðina, Sigtúni 3). Bílarnir eru tjöruhreinsað- ír, síðan háþrýstiþvegnir og um leið fer fram undirvagnsþvottur. Þessu næst er bill- inn þveginn með mjúkum vélburstum og eínníg fer fram handþvottur sem er nauð- synlegur (hægt er að fá bílinn eingöngu handþveginn). Síðan fer billinn gegnum bónvélina og Ioks fer hann gegnum heitan blástur og er snyrtur. Það tekur ekki mikinn tíma að Iáta þvo og bóna reglulega en það eykur endíngu bílsíns og ánægju bíleígandans. Ath. Vegna afkastagetu stöðvarinnar, sem er yfir 40 bílar á klst., er biðtími stuttur, nánast engínn. Tíma þarf ekkí að panta. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8.00-18.40. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9.00-16.40. BÓ.Y- OG 1'VOmjilÍHHX SIGTÚNI 3 - SÍMI 14820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.