Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 25
24 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 25 Iþróttir dv i>v Góður leikur Framkvenna á föstudag en lakari á sunnudag: Hrammur bimu reyndist of þungur - sovésku valkyrjumar úr Kænugarði komnar áfram eftir tvo sigra á Fram Magnús lokar HenrnmclurSigraundæon, DV, Noregi Magnús Stefánsson er mark- vörður hjá Oppsal sem leikur í annarri deildinni. Liðið, sera er fornfrægt, átti lítilli velgengni að fagna framan af vetri en hefur heldur betur tekið við sér síðustu vikurnar. Af síðustu 8 leikjum hefur liðið unnið 5, skipt hlut einu sinni og tapað í tvígang. Magnús hefur varið eins og ber- serkur í síðustu ieikjum og að auki hefúr þjálfarinn, Jon Rein- ertsen, sem var besti leikmaður Noregs á sinni tíð, tekið fram skóna og bundið saman vörnina. Oppsal er núna í fjórða neðsta sæti en er á örri uppieið. Hneyksli I Noregi? Heiraundur Sigraundaaon, DV, Noregi Sven Ture Jakobsen, þjálfari kvennaliðs Norðmanna sem vann siifúr á ólyrapíuleikunum í Seoul, hefur gert nýjan samning við norska handknattleikssam- bandið og hafa margir fagnaö þ vl Þó er næsta víst aö kona hans fagnar ekki þeirri tilhögun því karl ku vera kominn meö einn leikmanna sinna upp á arminn. Er það hin 23 ára garala Karen Pettersen sem sljórnar sóknar- leik norska liðsins. Mikið hefur veriö skrifaö. um þetta mál í norsku pressunni upp á síðkastið en sjálfúr hefur Sven ekki viljað tjá sig um málið. Tvo top norskra Heiroandur Sgraundsscn, DV, Noregi; Norska landsliðið lék við Frakka í síðustu viku i tvigang og tapaöi báðum. Fyrst með 22-18 en síöan 23-21. Norðmenn voru mjög ósáttir viö gengi liösins í þessum tveim- ur leikjum og munu því leggja allt kapp á aö vinna sigur gegn Dönum í þessari viku. Viö þá spila þeir þrjá leiki en síðan í tvígang við Islendinga, 2. og 3. febrúar, og jafnoft viö Svía skömmu síöar. Fyrsti leikur Norðmanna á heimsmeistaramótinu í Frakk- landi er gegn V-Þjóðverjum 15. febrúar. Sovésku meistararnir í kvenna- flokki í handknattleik, Spartak Kiev frá Sovétríkjunum, eru komnir í átta liða úrslit Evrópukeppni meistara- liða eftir tvo sigra á Islandsmeistur- um Fram um helgina. Fyrri leiknum, sem fram fór á fostudag, lauk með 22 mörkum gegn 16 og þeim síðari 35-14. Samanlögð markatala Kiev er því 57-30. Þetta eru úrslit sem Fram þarf ekki að skammast sín fyrir því að Spartak Kiev er talið besta félagslið heims og hefur 11 sinnum hampað Evrópu- meistaratithnum. Auk þess leika 9 leikmenn úr silfurliði Sovétríkjanna frá síðustu ólympíuleikum með lið- inu. Framhðið náði að sýna ahar sín- ar bestu hliðar á föstudaginn og náði úrslitum sem enginn þorði að gera sér vonir um. Vamarleikur hösins, drifinn áfram af Sigrúnu Blomster- berg, var sem múr og áttu sovésku meistararnir í miklum vandræðum að brjóta hann á bak aftur. í sókn- inni var það svo Guðríður Guðjóns- dóttir sem fór á kostum og gerði ahs átta mörk. Hún var allt í öhu hjá lið- inu og átti þama sinn albesta leik í vetur og munar um minna þegar Guðríður er í þessum ham. Annars á hðið allt hrós skihð fyrir góðan leik og frábæra baráttu. Eftir að hafa staðið í Kiev mestahan fyrri hálfleik kom slæmur kafli hjá Fram undir lok hálfleiksins og breyttist þá staðan úr 11-6 í 16-7 sem vom hálfleikstölur. En Framhðið náði að hrista af sér slenið og með frábæmm kafla um miðbik síðari hálfleiks breyttu þær stöðunni úr 20-9 í 20-13. Lokatölur leiksins urðu svo 22-16 og vann Fram því síðari hálfleikinn með þremur mörkum. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 8/2, Ingunn Bernódusdóttir og Sigrún Blomsterberg, 3 hvor, Margr- ét Blöndal og Ósk Víðisdóttir, 1 hvor. Mörk Spartak Kiev: Garnusova 6, Bazanova 4/2, Gorb, Oleksiuk og Semenova 3 hver, Poliakh 2, Sheve- henco 1. Fram - Spartak Kiev 14-35 Hinn skapmikh þjálfari Spartak Kiev hefur lesið vel yfir leikmönnum hðsins eftir leikinn á föstudag því að allt annað var að sjá th liðsins í gær og leikmenn Fram ekki öfundsverðir að spha á móti því í þessum ham þar sem hvert glæsimarkið af öðm leit dagsins ljós. Vörn rússnesku stúlkn- anna var nú mun þéttari og höföu þær góðar gætur á Guðríði sem þrátt fyrir það skoraði átta mörk eins og í leiknum á föstudag. En sóknarleik- ur Fram var ahs ekki nægilega beitt- ur. Hornamennimir voru ekkert ógnandi og voru því skyttum Fram htil hjálp. Það virtist sem ahir biðu eftir því að Guðríður gerði eitthvað. En vörn Spartak var þétt fyrir og ófá skotin sem enduðu í vamarmúr þeirra. Þær vom síðan eldsnöggar upp og skoraðu mörg mörk úr vel útfærðum hraðaupphlaupum. Vörn Fram var ágæt í leiknum en augljós múnur á hkamsstyrk liðanna gerði gæfumuninn. Þær sovésku munaði ekkert um að hafa einn Framara á bakinu þegar þær stukku inn úr teignum. Athygh vakti að Fram gerði aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í þessum tveim leikjum en þær em vanar að gera um helming marka sinna úr hraðaupphlaupum hér heima. Það er auðséð að í hði Spartak Kiev er hvergi veikan hlekk að finna og frábærar handknattleikskonur þar á ferð. Boltameðferð þeirra er stór- kostleg og virðist sem þær geti gert hvað sem þær vhja með knöttinn. Að sögn talsmanns þeirra ætla þær sér ekkert minna en Evrópumeist- aratitihnn í ár og þessi sigur á Fram er aðeins eitt skref í þá átt. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8/2, Ingunn Bernódusdóttir 2, Jó- hanna Hahdórsdóttir, Margrét Blön- dal, Ósk Víðisdóttir og Hafdís Guö- jónsdóttir, eitt mark hver. Mörk Spartak Kiev: Shevchenco 10, Garnusova 7, Semenova 6, Gorb 5, Oleksiuk og Shavaikoskaia 2 hvor, Pohakh, Bazanova og Turchina eitt hver. EL/ÁBS Sænska knattspyman: Hafþór byrjar vel hjá Kalmar - átti þrumuskot í stöng Trelleborg Gunnai Guunaisson, DV, Svíþjóð: Hafþór Sveinjónsson byrjaði vel með Kalmar í sænsku knattspyrnunni síð- astliðiö föstudagskvöld. Hann sphaði þá sinn fyrsta leik með félaginu, gegn Trelleborg í „Hall- svenskan" en það er dehdakeppni innanhúss, leikin á yfirbyggöum gervigras- völlum í fuhri stærð. Kalmar tapaði leiknum 1-3 en Hafþór fékk góða dóma fyrir sína frammi- stöðu og átti skot í stöngina á marki Treheborg. Koma Hafþórs th þessa kunna sænska félags hefur vakið nokkra athygli og daginn eftir að hann kom til félagsins birtist th dæmis stór htmynd af honum á forsíðu dagblaðs sem gefið er út í borginni. „Mér líkar mjög vel hér í Kalmar en æfingamar hjá hðinu um þessar mundir em þær erfiðustu sem ég hef lent í, ég hef aldrei kynnst öðm eins,“ sagði Hafþór í spjahi viö DV í gær en hann er bjartsýnn á framhaldið. Við þurfum ekkert dð skdwiwtdstt okksr „Við þurfum ekkert að skamra- ast okkar fyrir þessi úrsht þótt þau hefðu mátt vera betri í síðari leiknum,“ sagði Guðríöur Guð- jónsdóttir við DV en hún var besti leikmaður Fram í báðum leikjun- um við sovésku valkyijumar. „Þarna sést munurinn á áhuga- og atvinnumönnum. Við náðum toppleik á föstudaginn og það er ahtaf erfitt að ná tveim toppleikj- um í röð. Við höfum sjálfsagt lifaö á þeim leik og ekki lagt okkur eins mikið fram í dag. En þær sphuðu jú mun betur í síöari leiknum og hvað líkamsstyrk snertir þá eigum viö ekki mögu- leika í þær. En ég held að viö getum bara verið ánægðar og þaö var reglulega gaman að fá að spha Arna Steinsen. gegn þessum stórsfjöraum,“ sagöi Guðríðm- við DV. Hún skor- aði 16 mörk í leikjunum báðum og er það frábær árangur gegn einhverri þéttustu vöm í hand- knattleiksheiminum. Aldrei ánægð eftir tapleik „Maður verður að sætta sig við þessi úrsht en ég er aldrei ánsegð eftir tapleik,“ sagði Ama Stein- sen, homamaðurinn kviki í hði íslandsmeistaranna. „Þessar stelpur eru í algerum heimsklassa og við áttum hrein- lega ekki möguleika gegn þeim. Þær eru það líkamlega sterkar,“ sagði Ama við DV. EL/ÁBS Iþróttir . í,- < v> „Davíð andspænis Golíat.“ Guðríður Guðjónsdóttir átti tvo stjörnuleiki með Fram um helgina gegn hinu firnasterka liði Spörtu frá Kænugarði. Guðriður skoraði átta mörk í fyrri leiknum og jafnmörg í þeim seinni þrátt fyrir að sovésku stúlkurnar hefðu lagt þunga á að stöðva hana. DV-mynd Brynjar Gauti HÁDEGISHLAÐBORÐ alla daga vikunnar. Hefðbundinn þorramatur fyrir þá sem það vilja, ásamt öðrum gómsætum íslenskum réttum í nútímabúningi. Nú finna allir mat við sitt hæfí á Þorranum. Þorrahlaðborð fyrir hópa á kvöldin, nema um helgar. ÞORSGOTU1 -S.: 25090 Stærri hópar (20 manns og fleiri) geta pantað Þorraborð í Viðeyjarstofú. Borðpantanir í símum 681045 og 28470.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.