Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 39 » I i I I K I I I I LífsstíU Samkvæmt nýrri reglugerð um umbúðamerkingar ætti að verða framför þeim efnum á næstunni. Umbúðamerk- ingar matvæla í ólagi Nýjar matvörur eru sífellt að koma á markaðinn. Oftast fylgir kynning- arátak í einhveiju formi. Algengast er að hafa vörukynningar í stórversl- unum og er varan jafnan boðin á kynningarverði. Ein þess háttar kynning var í gangi í einni versluninni á höfuðborgar- svæðinu fyrir stuttu. Voru kynntar salatsósur frá Akureyri. Sósur þess- ar eru búnar til m.a. úr majonesi, sýrðum rjóma, tómatkrafti, sinnepi og ýmsu kryddi. Voru þær flestar ágætar og ekkert að þeim að finna út af fyrir sig. Aftur á móti vantaði heimihsfang framleiðanda á umbúðirnar. Þegar athugasemd var gerð var sagt að mikilvægast væri að innihaldsins væri getið. Þegar að var gáð kom í ljós að þar sem innihald átti að vera skráð í réttri röð eftir minnkandi magni stóð efst „eggjarauða". Annað var eftir því. Manninum, sem stóð við kynningarbásinn, varð svarafátt, enda óvíst að málið væri honum viðkomandi. Kostnaður við umbúðahönnun (þ.e. bara miðinn utan á flöskunni) getur verið á þriðja hundrað þúsund ásamt prentun. Það er því sárt til þess að vita að rangt skuli vera stað- ið að þessum málum. Einnig má geta þess að mikii um- fjöllun hefur nýlega farið fram um nýútkomna reglugerð um merkingu neytendaumbúða fyrir matvæh og aðrar neysluvörur (nr. 408, 15. júh 1988). Hefði mátt eiga von á því að nýjar vörur væru merktar sam- kvæmt henni. Heilbrigðisyfirvöld hafa heitið hertum aðgerðum Að sjálfsögðu verða matvælafram- leiðendur að kynna sér lög og reglur um matvælaiðnað. Oft er það þó þannig (eins og kannski í þessu th- felli) að utanaðkomandi aðila er treyst th að sjá um umbúðamerking- ar og hönnun. Oft eru það prentarar eða auglýsingastofur sem annast shkt. Getur verið allur gangur á því hvemig th tekst. Það er th mikhs að vinna fyrir matvælaframleiðendur að leita til réttra aðila ef slík þekking er ekki fyrir hendi á annað borð. Einfaldast er að byija á því að kynna sér nýju lögin. Matvælaframleiðendur, sem eru að markaðssetja nýja vöru og merkja hana rangt, geta átt von á því að varan verði ekki tekin inn hjá verslunum sem eru vandar að virð- ingu sinni. Einnig geta þeir átt von á því að heilbrigöiseftirhtið fjarlægi vöruna úr hillum verslana ef hún er ólögleg á einhvem hátt. Hafa heh- brigðisfuhtrúar einmitt boðað hertar aðgerðir í þá veru með thkomu nýju reglugerðarinnar og bent á aö merk- ingar á umbúðum íslenskra matvæla séu ahtof oft rangar. Hafa ahtof margir matvælafram- leiðendur þurft að sækja um undan- þágu th að fá tíma th að koma sínum málum í lag vegna thkomu nýju reglugerðarinnar. Hversvegna umbúðamerkingar? Ástandið er langt frá því að vera alvont. Margir framleiðendur og inn- flytjendur hafa þegar aðlagað um- búðamerkingar á vörum sínum nýju Neytendur reglugerðinni. En hvers vegna er svo mikilvægt að umbúðamerkingar séu réttar? Helstu tengsl framleiðandans við neytandann eru umbúðirnar og það sem á þdGn stendur. Það er því mikh- vægt fyrir framleiðanda og neytanda að þessi samskipti fari rétt fram. Margir þurfa af heilsufarsástæðum að vita mjög gjörla hvað þeir eru að láta ofan í sig. Fitumagn, kólesteról, aukefni (vegna aukefnaofnæmis eða óþols) eru aðeins nokkrir þættir sem sumt fólk verður að fá réttar upplýs- ingar um eða geta metið á einhvem hátt. Geymsluþol matvæla þarf að prófa af viðurkenndum aðhum. Ekki er gott að treysta á getspeki kunningja hvað það varðar. Það er því mikh- vægt að rétt sé merkt og prófað. Villandi og rangar upplýsingar, eins og „engin gerviefni, sykurlaust, fitusnautt, koffínfrítt og engu salti bætt í“ eru nefndar neikvæðar merk- ingar. Þær eru bannaðar th að neyt- andinn sé ekki blekktur th að kaupa vörana. Undantekningartilvik eru þó til þar sem slíkt er leyft. Það era ýmis fleiri atriði sem varða neytandann þegar rætt er um um- búðir matvæla en þetta ætti að nægja til að vekja athygli á því hve mikh- vægt er að standa rétt að þessum málum. Að lokum er rétt að óska áður- nefndum Akureyringum th ham- ingju með góða vöru og bestu óskir um velgengni á hörðum samkeppnis- markaði. Vonandi verður ekki langt að bíða þess að þeir, eins og aðrir, komi sín- um umbúðamálum í lag. Ólafur Sigurðsson Sérhæft skrifstofunám tvær námsbrautir hvor um sig er eitt sjálfstætt námsár Innritun og upplýsingar ísimum (91)-10004, (91)-21655 og (91)-621066 SMímir, mála- og ritaraskóli Ánanaustum 15, Reykjavík á teppum og mottum. afstattur. TEPPAVERSLUN FMÐRIKS BERTELSEN SIÐUMÚLA 23 SÍMI 68 82 66 SAMNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.