Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Meiming Hvað sem annars má segja um myndlistina á íslandi á nýliðnu ári, veröur því tæplega á móti mælt að hún var mjög ofarlega á baugi menn- ingarlífsins allan þann tíma. Fyrir kom að sjö nýjar myndlistar- sýningar opnuðu á einni og sömu helginni og voru þá stundum tíu tímabundnar sýningar fyrir í bæn- um. Svo mikið var framboðið að stund- um flökraði að manni að um ailt höfuðborgarsvæðið væru bílskúrar og kjallarar að fyllast af óseldum myndverkum. Því ef útreikningar mínir eru rétt- ir, lætur nærri að 7-10.000 myndverk hafi verið á opnum markaði hér á landi á árinu 1988. Þarf þá aðeins að margfalda heildartölu sýninga, 270, með áætluðum fjölda verka á hverri sýningu, segjum 30 - sem er varlega áætlað. Miðað við þetta framboð var salan náttúrlega fremur lítil. Mér segir svo hugur að á árinu hafi fáir listamenn selt meira en 5-10 verk á sýningu. Hins vegar er ég ekki viss um að salan hafi verið nokkru verri en árið 1987 - eða árið þar á undan - þrátt fyrir minnkandi fjárráð flestra. Að minnsta kosti .hafa listaverkasalar ekki kvartað í mín eyru. Það breytir ekki því að sem fyrr eru flestir kaupendur listaverka íhaldssamir og taka litla áhættu í listaverkasöfnun sinni. Verk rosk- inna listamanna eða látinna eru ævinlega í mestu uppáhaldi, en yngsta kynslóð listamanna gerir varla meira en að sleppa frá sýning- arhaldi á sléttu. Kannski er ekki við öðru að búast, en óneitanlega ættu yngri listamenn meiri möguleika á markaðnum ef þeir væru ekki að verðleggja verk sín eins og þeir eldri og þekktari. Mikið málað Þetta var sem sagt feikilega mynd- Ustarríkt ár, eins og sjá má á töflu 1 hér að neðan, líklega jafnríkt og árið 1985, ef gert er ráð fyrir eðlilegum skekkjum í tainingu. En hvers eðlis var sú myndlist sem menn voru að sýna á árinu ? Hluta svarsins má finna í töflu 3, þar sem fram kemur að málverk af ýmsu tagi, þar með taldar myndir gerðar með vatns- og pastellitum, hafa aldrei verið fleiri. Þetta þýðir þó ekki að gamla, góöa málverkið sé aftur að ná yfirhöndinni, heldur virðist yngri kynslóöin vera að þróa ýmsar útsetningar á oftnefndu „ný- málverki". Þó verður tæpast sagt að 1988 hafi verið ár mikillar nýbreytni í ís- lenskri málarahst, heldur voru flest- ar bestu málverkasýningar ársins frekar tilbrigði um eldri stef, ég nefni sýningu Tuma Magnússonar (Nor- ræna húsinu), Kristins G. Harðar- sonar (Nýlistasafninu), Vaigarðs Gunnarssonar (Nýhöfn), Hauks Dór (Nýhöfn), Eiríks Smith (Hafnarborg), Hrings Jóhannessonar (Gallerí Borg) og Kristjáns Davíðssonar (Gallerí Borg). Það var soldið eins og ungir hsta- menn væru að bíða eftir nýjum áhrif- um og hughrifum, fremur en að þeir tækju frumkvæði og legðu aUt í söl- umar. Tvær málverkasýningar skáru sig þó úr hvað nýjabrum og uppáfmn- ingarsemi snertir, nefnilega sýning Einars Garibalda (NýUstasafninu) á málverkum sem virtust blendingur af norrænni angurværð og ítölskum þokka - „grazia“ - og sýning Sigurð- ar Örlygssonar (Kjarvalsstöðum) á risastórum flekum, sem teygðu anga sína út á mitt gólf og gerðu að engu hin hefðbundnu skil milU flatarmál- verks og skúlptúrs. Vaxtarbroddur í skúiptúr Það er einmitt eins og vaxtarbrodd íslenskrar myndUstar sé að fmna í skúlptúr, ekki málverki. Eins og í fyrra er skúlptúr i öðm sæti yfir Ustgreinar og eykur enn hlutdeild sína, sjá töflu 3. Þar er ýmislegt markvert að gerast sem ekki verður séð fyrir endann á. Þarf þá ekki annað en að nefna sýn- ingu Rögnu Róbertsdóttur (Kjarvals- stöðum), Kristjáns Guðmundssonar (NýUstasafni, ásamt Judd og Long), Ólafs Sv. Gíslasonar (Norræna hús- inu), Kristins G. Harðarsonar (Ný- Enn uppsveifla í myndlistinni - Myndlistarannáll ársins 1988 Tilraunir Sigurðar Örlygssonar til að rjúfa hin hefðbundnu mörk milli flatarmálverks og skúlptúrs voru bæði athyglisverðar og spennandi. Kristján Davíðsson, „grand old man“ íslenskrar mál- aralistar, sýndi að hann var að mörgu leyti yngstur íslenskra málara. í árslok var hann svo tekinn i flokk þeirra listamanns sem njóta heiðurslauna Alþingis. Meðal merkustu listamanna sem til landsins komu á síðasta ári var Richard Long, gönguhrólfur og náttúruk- únstner, sem bjó til verk fyrir Nýlistasafnið. Ragna Róbertsdóttir sýndi afrakstur þess tímabils sem hún naut starfs- launa Reykjavíkurborgar, einföld verk en margræð. Ustasafninu) og Brynhildanna tveggja, Þorgeirsdóttur (Svart á hvítu) og Óskarsdóttur (Nýhöfn). Aðrir þekktir þrívíddarsmiðir styrktu einnig stöðu sína, til dæmis Helgi Gíslason (GaUerí Borg), Hall- steinn Sigurðsson (Kjarvalsstöðum) og Sverrir Ólafsson (Kjarvalsstöö- um). Frískandi andblær hins upp- runalega barst okkur sömuleiðis með trédrumbum Sæmundar Valdi- marssonar (Kjarvalsstöðum) og steinhöggi Páls Guðmundssonar frá HúsafelU (GaUerí Grjót). Þriðja í röðinni á töflu 3 er grafíkin og hefur færst upp um eitt sæti. Það er þó ekki merki um að íslensk grafík hafí tekið mikinn íjörkipp á árinu, því það gerði hún alls ekki. Tilraunir í rénum Markverðustu grafíksýningar ís- lendinga voru sennilega þær sem Valgerður Hauksdóttir (GaUerí Borg) og Hafdís Ólafsdóttir (GaUerí Gangskör) stóðu fyrir, en erlendar grafíksýningar voru hins vegar bæði margar og í háum gæðaflokki. VU ég nefna tU Grafík-þríár Nor- ræna hússins, sýningu Yngve Zakar- ias (Svart á hvítu), Pierre Soulages (Listasafni íslands) og Howards Hodgkin (FÍM gaUerí). Um hönnun (textíl, leirUst, arki- tektúr, glerUst o.fl.) er út af fyrir sig ekki ýkja mikið að segja, nema hvað óvenju mikið var um ásjálegar textíl- sýningar á árinu, flestar útlendar. VU ég sérstaklega nefna farandsýn- inguna „Swedish Textile Art“ (Kjarvalsstöðum). Ýmisleg tilraunastarfsemi virðist fara minnkandi, eins og sést á töflu 3 um nýUst, hefur kannski runniö saman við nýmálverk og skúlptúr. Ljósmyndasýningar ársins voru bæði faar og lítiUa sanda. Eins og fram kemur í töflu 1, hafa sýningar utan Reykjavíkur aukist til muna. Þar munar mest um aukna sýningarstarfsemi á Akureyri, bæði í Glugganum og Alþýðubankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.