Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 19
 Tottenham þegir yfir verði Guðna - gefið 1 skyn að hann hafi fengist að kostnaðarlausu, hermir hehnild DV Eftir því sem heimildir DV herma mun það almennt ætlaö í Englandi að Guðni Bergsson hafi komiö til Tottenham félaginu nán- ast að kostnaðarlausu. Ráðamenn enska stórveldisins hafa lítið látið uppi um kaupverðið á landsliðsmanninum en hann mun hafa kostað félagið um 29 milljónir islenskra króna, eftir því sem heimildir herma. í kjölfar þessara félagaskipta, sem hafa vakið athygli i Englandi, hefur mótast áhugi meðal ein- hverra ráðamanna knattspymufé- laga þarlendra á íslenskum ieik- mönnum, samkvæmt heimildum DV. Tveir íslenskir knattspymu- menn héldu til að mynda utan til æfinga hjá enska iiðinu Crystal Paiaee fyrir helgi. Eru það þeir Ein- ar Páll Tómasson, vamarmaður úr Val, og ArnJjótur Davíösson, sókn- armaður úr Fram. Herrair heimild DV að Steve Coppell, framkvæmdastjóri Palace, hyggi þar fundið fémeð hliðsjón af því sem uppi hefur verið látið í Engiandi um skipti Guðna til Tott- enham. Ráðamennirnir undir álagi? Heimiidarmaður blaðsins segir að ástæðan fyrir þunnu hijóði ráða- raanna Tottenham sé kaupagleði þeirra fyrir yfirstandandi tímabil. Forkólfar liðsins, sérlega fram- kvæmdastjórinn,. Terry Venables, hafi verið undir nokkm álagi í vet- ur vegna leikmannakaupa og hafi því verið uggur í herbúöunum um að kasta kynni tólfúnum ef verðið <á íslenska áhugamanninum myndi vitnast. Einar Páii og Arnljótur spíla t dag með aðalliðí Palace Áformað er að þeir Einar Páil og Arnljótur dvelji við æfingar hjá 2. deildar liði Crystal Palace um sinn. Samningur ku jafnvel vera mögu- legur, eftir því sem heimildir DV herraa. Ætlunin er að piltarnir spili með aðalliöi Palace í dag gegn Fulhara en báðir stóðu sig vel á æfingu, samkvæmt upplýsingum sem DV aflaöi sér í Englandi í gær. Þýskalandsdvölin úr sögunni? Þess níá geta að sú ákvöröun þeirra Einars Páls og Amljóts að fara til Englands kostar þá liklega samkomulag við v-þýska félagið Preussen Múnster. Það lið leikur í 3. deildinni v-þýsku. Hugðust þeir félagar spila með Múnster fram til vors, eins og fram kom í DV fyrir nokkru, en þeim snerist hugmr er boðið kom frá hinu fomfræga enska félagi. Freyr aftur í Keflavík - eftir eitt sumar í Grindavík Þorbergur skoraði 11 - þýðingarmiMll sigur hjá Saab Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; Fyrstu deildar lið Keflvíkinga í knattspymu fékk í gær mikinn liðs- styrk þegar Freyr Sverrisson ákvað að leika með því á ný næsta sumar eftir eins árs fjarveru. Freyr lék með Grindvíkingum í 3. deildinni í fyrra og sagði við DV í gærkvöldi að það hefði verið erfið ákvörðun að yfirgefa þá. „Það var skemmtilegt að spila með þeim og ég • Freyr Sverrisson í herklæðum Keflvíkinga. Hann leikur á ný með þeim næsta sumar. vona að þeim gangi vel á næsta tíma- bih. En það er mjög spennandi að fara á ný til ÍBK og taka þátt í aö byggja upp nýtt hö fyrir næsta sum- ar,“ sagði Freyr. Freyr er mjög fjölhæfur leikmaöur, lék t.d. mjög vel sem vamarmaður hjá ÍBK sumarið 1985 og síðan sem sóknarmaður árið eftir. Á síðasta sumri átti hann drjúgan þátt í vel- gengni Grindvíkinga, lék á miðjunni og skoraði 8 mörk í 3. deildinni. Snýr Valþór einnig aftur? Samkvæmt heimildum DV eru mjög miklar líkur á aö ÍBK endur- heimti annan sterkan leikmann, varnarjaxhnn Valþór Sigþórsson. Hann hefur verið þjálfari og leikmað- ur með Njarðvík og Reyni, Sand- gerði, síðustu tvö árin en var þar á undan kjölfestan í vöm Keflvíkinga. Getraunir: Xll 1X2 122 Xll Lottó: 6 8 9 26 32 (25) Besti árangur í badminton - sjá bls. 30 Meistara- móta'ð í frjálsum - sjá bls. 22 Hrammur bimu var . of þungur - sjá bls. 24-25 Arftaki Katarinu Witt fundinn - sjá bls. 27 Gimnar Gunnarsson, DV, Svíþjóð: Þorbergur Aðalsteinsson átti frá- bæran leik í gær þegar Saab vann mikilvægan sigur á Karlskrona, 24-17, í úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær. Hann og Pólveijinn Dziuba voru allt í öllu hjá Saab - Þorbergur skoraöi 11 mörk og Dziuba 8. Sigurinn lyfti Saab af botni deildar- innar en þar hefur liðiö setiö aö und- anfórnu. Malmö gekk öllu verr og tapaði, 19-26, á heimavelli gegn Cliff. Gunn- ar Gunnarsson var markahæstur hjá Malmö meö 8 mörk en Staffan „Faxi“-01sson geröi 8 fyrir Cliff. Fallbaráttan er orðin gífurlega spennandi. Ystad er meö 9 stig, Saab 8, Malmö 7, Karlskrona 6 og Kropps- kultur 6. Neðsta liðið fellur beint en næstu tvö fyfir ofan fara í sérstaka aukakeppni ásamt efstu hðum 1. deildar. Redbergslid er áfram efst í deild- inni, vann Ystad, 27-24, á útivelli og er með 21 stig. Drott vann Kropps- kultur, 26-17, á útivelli og hefur 20 stig. Sávehof vann Lugi, 28-24, en bæði þessi hð hafa 18 stig. Loks tap- aði GUIF óvænt fyrir Katarineholm, 16-26. GUIF og Cliff eru með 15 stig og Katarineholm 13. • Þorbergur Aðalsteinsson var í miklum ham þegar Saab sigraði Karlskrona í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.