Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Sviðsljós Christopher Lambert alías Tarzan er nýgiftur Diönu Lane sem fræg varð fyrir leik sinn í Cotton Club. Þau skötuhjú giftu sig í Santa Fe. Aðeins nán- ustu vinir voru viðstaddir gifting- una enda ástæðan fyrir því að þau völdu Mexikó til að játast hvort öðru sú að þau vildu fá að vera í friði þegar þau gengju í það heilaga. Sviðsljós sendir þeim hugheilar ámaðaróskir og vonar að hjónabandið leysist ekki allt of fljótt upp. Ólyginn sagði . . . ■ ■ Pamela Martin nýtur lífsins út í æsar um þessar mundir og kveðst raunar aldrei hafa verið jafnhamingjusöm. Hún er nú hætt að leika í Dyn- asty og ætlar aldrei aftur að leika hlutverk í sápuóperu. „Það var allt í lagi að leika í Dynasty til að byrja með en þættirnir voru fljótir aö verða útþynntir og leið- inlegir,“ segir Pamela. í framtíð- inni ætlar hún aö einbeita sér að alvarlegri hlutverkum. Monique sýnir eina af vinsælustu pyntingaraðferðum tengdafjölskyldu sinnar. í húsi þessu hér til hægri var Monique haldið fanginni í tvö ár. Rudolf Nurejev er hér sæll og glaður á tali við Mikhail Barysjnikov en sá fyrr- nefndi hefur grætt vel á list sinni. Hann á meðal annars íbúðir í París og New York auk stærðar- innar einbýlishúss og dansstúdí- ós á Ítalíu. Ekki fannst Rudolf þetta nægja og nýlega festi hann kaup á þremur eyjum í Karíba- hafinu. Það eina sem skyggir á gleði hans yfir nýafstöðnum kaupum er að hann er ekki viss um að hafa mikinn tíma til að dvelja á eyjunum sínum. Fyrrverandi elskhugi Hudsons þjáist af eyðnimartröðum Fyrrverandi elskhugi leikarans Rocks Hudson, Marc Christian, er hræddur um að hann hafi smitast af eyöni á meðan á ástarsambandi þeirra stóö. Segir hann að þessi ótti valdi sér stöðugum martröðum um nætur. Marc hefur farið í eyðnipróf en í ijós kom að hann var ekki haldinn sjúkdómnum. Hinn 35 ára gamli Marc Christian hefúr nú höfðað skaðabótamál og krefst þess að sér verði dæmdar 10 miýjón dollara skaðabætur úr dán- arbúi Hudsons. Fyrir rétti í Bandaríkjunum sagði Marc að hann þjáöist mjög af ótta við að vera smitaður þrátt fyrir að eyðniveiran hefði ekki fúndist í blóði hans. „í martröðum mínum lit ég orðið út eins og Rock gerði stuttu fyrir dauða sinn. Ég tengi allt við eyðni og á hveijum morgni þegar ég fer á fætur rannsaka ég líkama minn nákvæmlega í leit að eyðnieinkennum." Marc, sera er fyrrverandi bar- þjónn, segist hafa átt mök við Rock eftir að ljóst var aö hann þjáðist af eyðni. Hann hefur verið sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr Rock með því að gera það opinbert aö hann væri kynhverfur. Þessu neitar Marc og segir þetta alrangt. Hann segist hafa hitt Rock í síðasta skiptið á afmælisdegi sín- um árið 1985. Þá hafi hann tekiö utan um sig og sagt: Ég elska þig og það síðasta sem ég rayndi gera væri að særa þig. Marc Christian, fyrrverandi elskhugi leikarans Rocks Hudson, er dauð- hræddur um að vera með eyðni. myndarlega mann sem ég hafði gifst og síöar borið bam hans undir belti. Mig langaöi til að öskra á hann: Láttu hana hætta. En ég vissiað það myndi aðeins gera illt verra. Þau mæðginin myndu í sameiningu berja mig eins og hund ef ég væri eitthvað að kvarta. Ég hitti Jacques Guimond árið 1984 í verslun og samband okkar hófst. Fyrst í stað var hann mjög alúðlegur og nærgætinn við mig og eftir nokkra mánuði flutti ég inn á heimili for- eldra hans. Þann 13 október 1986 eignuðumst við dóttur en hún lifði ekki nema daginn. Ég var mjög þung- lynd eftir dauða hennar og tengda- fjölskylda mín notfærði sér ástand mitt til aö telja mér trú um að ég bæri ábyrgö á dauða hennar. Þau sögðu mér aö þau myndu fara til lög- reglunnar og kæra mig fyrir að hafa orðið barninu aö bana ef ég dirfðist að yfirgefa íbúðina, eða ef ég leyföi mér að kvarta við nokkurn mann. Ég veit það hljómar ótrúlega en ég trúði þeim. Frá þessum tíma var ævi mín víti líkust, ég var barin, svelt og látin vinna eins og þræll. Þau fundu upp ýmsar pyntingaraðferðir svo sem að láta mig kijúpa á hnjánum á kúst- skafti tímunum saman. Seinna ákváðu þau að láta mig haida með útréttum örmum á tveimur gallon- brúsum fullum af vatni. Stundum létu þau mig kijúpa ofan á baunum, það var einna verst því mér leið eins og væri verið aö reka hnén á mér í gegn. Ég var líka látin standa með andlitið upp við vegg tímunum sam- an og ef ég sást hreyfa mig var ég barin sundur og saman. Á nóttinni var ég oft látin sofa í ísköldu her- bergi til að koma í veg fyrir aö ég svæfi almennilega. Þess á milli var ég látin þvo og skrúbba. Allir í fjöl- skyldunni máttu berja mig hvenær sem þá lysti. Vinir þeirra og ná- grannar máttu einnig ganga í skrokk á mér ef þá langaði, þeim var ein- faldlega sagt að mér þætti það gott.“ En á endanum var það einn af fjöl- skylduvinunum sem fór til lögregl- unnar og tjáði þeim hversu Monique væri illa leikin. Hún var umsvífa- laust íjarlægð af heimilinu og færð í kvennaathvarf þar sem hún dvelur nú. Fyrrum tengdafjölskylda hennar og eiginmaður sitja hins vegar í fang- elsi og bíða dóms sem vonandi verð- ur harður. Jacques, eiginmaður Monique, er til vinstri á myndinni, faðir hans er í miðjunni og bróöir hans til hægri. Allir sameinuðust þeir um að gera líf Monique að helviti á jörð. í tvö ár var Monique Lavigne haldið sem þræl af eiginmanni sínum og tengdafjölskyldu á heimili þeirra. Þegar henni var loks bjargað úr prís- undinni bar hún merki um langvar- andi barsmíðar og vóg ekki nema 45 kíló. Martröðin hófst þegar Monique var 23 ára. Þá eignaðist hún dóttur sem dó fljótlega eftir fæðingu. Eftir þaö notfærði tengdafjölskylda hennar og eiginmaður þunglyndi hennar til að „hafa hemil“ á henni, eins og eigin- maðurinn orðaði það. „Ég man eftir einum degi sérstaklega frá þessu tímabili. Eg lá á gólfinu og eigin- maður minn sat ofan á mér og hélt mér fastri svo ég gat mig hvergi hrært. Tengdamóðir mín kraup á hnjánum við hlið mér og otaði fing- umögl í hægra auga mitt. Ég fann hvernig beitt nöglin boraðist inn í augað og ég var sannfærð um að hún ætlaði að krækja auganu út á kinn. Ég gat búist við hverju sem var af henni hún hefði gert hvað sem var til að geta hlegið," segir Monique. „Ég leit á manninn minn - þennan Haldið sem þræl í tvö ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.