Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖR£)UR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Fjármál Reykjavíkur Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hefur veriö lögð fram og tekin til fyrstu umræöu. Þaö sem vekur at- hygli við þessa áætlun er sú staöreynd aö Reykjavíkur- borg mun ekki hækka útsvarsálagið eöa önnur gjöld á borgarbúa. Þessi ákvörðun mælist vel fyrir og er sterkt útspil hjá meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar tillit er tekið til þess að ríkisstjórnin hefur ekki séð aðrar útgönguleiðir í fjármálum ríkisins en stórauka skattaálögur á landsmenn. Fjármálaráðherra hefur að vísu bent á að ríkissjóður muni ekki taka ný erlend lán eins og fyrri ríkisstjórnir hafa gert til að brúa bilið milli tekna og útgjalda ríkis- sjóðs. Sú stefna fjármálaráðherra er af hinu góða en því miður er allt útlit til þess að það loforð verði svikið ef marka má lánsfjárætlun ríkisins. Og svo er einnig hin spurningin áleitin: Hvers vegna er aldrei hægt að skera niður útgjöld í samræmi við eðlilegar tekjur? Hver seg- ir að ríkissjóður þurfi endilega að hækka skatta annars vegar eða taka lán hins vegar? Eru útgjöld ríkissjóðs háð einhverju náttúrulögmáli, er það ómaksins vert að draga saman seglin í eitt ár eða tvö meðan þjóðin siglir í gegnum þrengingar og vinnur upp óstjórn liðinna ára? Það er engin afsökun fyrir auknum skattaálögum að hætt sé við að taka erlend lán. Enda kemur það fram í þeirri skoðanakönnun, sem DV efndi til í síðustu viku, að kjósendur láta stjórnarflokkana gjalda fyrir skatta- stefnu sína. Sú óánægja er ástæðan fyrir óvenjulega mikilli sveiflu í fylgi flokkanna og afstöðunni til ríkis- stjórnarinnar. Það er buddan sem telur, það er pyngjan sem segir fólki hvort það hafi það gott eða ekki. Skattar á vegum ríkisins hafa verið hækkaðir meira en góðu hófu gegnir. Meira en fólk sættir sig við. Á sama tíma og þetta gerist hefur borgarstjórn Reykjavíkur vit á því að leggja fram fjárhagsáætlun án þess að auka skattlagningu og án þess að taka erlend lán. Þessi samanburður er mjög sláandi í ljósi þeirra atburða sem gerst hafa undir forystu nýrrar ríkisstjórn- ar á íslandi. Undir forystu vinstri stjórnar. Minnihlutinn í borgarstjórn getur gagnrýnt fjár- hagsáætlunina í einu eða öðru. Það er eins og gengur, enda alltaf matsatriði hvaða verkefni eiga að hafa for- gang. Sú umræða er ekki ný af nálinni og ræður ekki úrslitum. Það má deila um fjárveitingar til dagvistunar- stofnana, félagsmála, nýbygginga, viðhalds, einstakra nýrra verkefna og svo framvegis. Sterkasti broddurinn í gagnrýni minnihlutans eru fjárveitingarnar til ráð- hússins og veitingahússins í Öskjuhlíð. Þær fram- kvæmdir hefðu að að ósekju mátt bíða og þess ber að geta að Hitaveita Reykjavíkur á að fá heimild til erlendr- ar lántöku þótt sú lántaka sé ekki eyrnamerkt veitinga- húsinu. En hún er tilefni málefnalegrar gagnrýni. Bæði þessi mannvirki eru ótímabær og undir það tekið að margt er brýnna í Reykjavík en þessar framkvæmdir sem kosta hundruð milljóna á ári hverju meðan þær eru í byggingu. Hitt stendur þó eftir, sem mest er um vert, að fjár- mál Reykjavíkurborgar eru óvenju traust og það ér pólitískur mátleikur að leggja nú fram fjárhagsáætlun sem ekki gerir ráð fyrir hækkuðum sköttum eða aukn- um lántökum. Fjárhagsáætlunin mátar minnihlutann og hún mátar ríkisstjórnina sem hefur kallað yfir sig óvinsældir vegna aukinna skatta á þeim tíma sem allur almenningur hefur minna úr að moða. Ellert B. Schram „Lýsir því blákalt yfir, frammi fyrir alþjóð, að hann hafi meiri persónuleika en aðrir menn,“ segir í greininni. - Ólafur Ragnar Grímsson í hita kosningabaráttu fyrir nokkrum árum. Ráðherra sem kjós- endur völdu ekki Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra heldur áfram aö mynda ríkisstjóm sína, formenn rauðu flokkanna eru á neyðarfund- um um landið, gullvægt tækifæri til að stórminnka verðbólgu er runnið út í sandinn, ráðherrar em ósammála um efnahagsstefnuna en einn sker sig úr hópnum, fjármála- ráðherrann, Ólafur Ragnar Gríms- son. Síðan ráðherrann komst í völdin hefur hann verið í hlutverki blaða- fulltrúa, siðameistara, utanflokka- manns, liðþjálfa, kommissars og póhtísks lögreglustjóra. Sjálfs- ánægjan og valdahrokinn skina af stofukhpptum ráðherranum sem sést ekki fyrir í orðagjálfrinu, segir eitt í dag og annað á morgun, og lýsir því blákalt yfir, frammi fyrir alþjóð, aö hann hafi meiri persónu- leika en aðrir menn. Viöurkenningar Hann fékk „statsmannsorðu“ í formannsslagnum í Alþýðubanda- laginu frá einum stuðningsmanna sinna fyrir að hafa þegið friðar- verðlaun frá póUtískum öflum sem eru á kafi í spilhngu, eiga í eUífum styijöldum, kappkosta að byggja upp kjamorkuvopnabúr á meðan undirsátar þeirra svelta, en er jafn- framt helsti frasakarl íslenskra stjómmálamanna í umræöum um alþjóðleg málefni. Ólafur Ragnar situr í ríkisstjórn sem lafir utan í stjómarfarslegum veikleikum þjóðarinnar sem sumpart em sprottnir af tilvist hans eigin flokks, sífelldum kjafthætti hans, yfirboðum og ofbeldishótunum, innan um látlaust lýðskrum og samt leyfir hann sér að tala eins og sá sem aUt vald hefur og er þó ekki sjálfur kosinn á þing og ríkis- stjómin án meirihluta í annarri deUd þingsins. Hann hefur fengið mikU völd fyrir Utið fylgi. í þessu kraðaki ganga þingmenn stjómar- innar hótandi að styöja ekki ríkis- stjómina nema þeir fái sitt fram, Utið og stórt, prívat eða fyrir kjós- endur sína. Jafnvel Stefán Val- geirsson er kominn í fýlu vegna þess að hann fær ekki lengur að Uggja á hleri við samráðsdyr rauðu minnihlutastjómarinnar og er naumast virtur viðUts. Ófyrirleitni Það er ekki nýtt heldur geigvæn- leg staðreynd í stjómmálasögu ís- lendinga eftir 1918 hvemig rauðu flokkamir og Framsókn telja sér heinúlt að bijóta á anda stjómar- KjaUarinn Ásmundur Einarsson útgáfustjóri skrár og lýðræðislegra hugmynda með því aö taka sér vald í krafti minnihluta atkvæða og brjóta á andstæðingum og reyndar þjóðinni allri og keyra yfir póUtíska landið eins og séreign hinna ófyrirleitnu. Um þessar mundir er einstakl- ingnum ógnað: Með framkomu sinni við forseta.Alþýðusambands íslands hefur formaður Alþýðu- bandalagsins og fjármálaráðherra íslands tílkynnt einstakUngnum Ásmundi Stefánssyni að hann geti átt von á svipaðri meðferð og Guð- mundur J. Guðmundsson þegar hann óvart þáði heUsubótaraðstoð úr hendi atvinnurekenda, sömu hendi sem útsendir fulltrúar Al- þýðubandalagsins hafa sleikt þegar peningar hafa legiö til reiðu og áreiðanlega stundum í trausti þess að menn séu látnir í friði. Borgaralegur sósíalisti Formaður Alþýðubandalagsins er fyrsti borgaralegi alþjóðasósíal- istinn í ríkisstjóm á íslandi. Önd- vert við gömlu marxistana í Sós- íaUstaflokknum getur Ólafur Ragnar Grímsson átt heima í öUum hreyfingum sósíaUsta og borgara- lega kerfinu á sama tíma, lengur eða skemur, aUt eftir þörfum, sem fremur eiga skylt viö skæruhemað en uppbyggjandi stjómmál. Það er vegna sérstöðu Olafs, en ekki vegna framkomu hans, sem mörg- um blöskrar, kemur mér ekki á óvart og ráðherrann er hreykinn af, sem ástæða er til að ræða hann sérstaklega. Hann er í hópi borgaralega sUp- aðra skæruUða sem hafa komið sér víða fyrir í þjóðfélaginu, t.d. í starfsUöi BSRB, svo dæmi sé tekið, og em miklu hættulegri andstæð- ingar þeirrar þjóöfélagsgerðar, sem veitt hefur þeim svigrúm innan marka umburðarlyndrar stjómar- skrár og lagasetningar, en gömlu kommúnistamir sem fóru ekki dult meö það sem þeir vUdu og höfðu þess vegna aldrei úrsUta- áhrif á umhverfi sitt. Sameiginlega hóta þessi öfl Alþýðusambandi Is- lands og þó sérstaklega forseta þess, vegna þess að löngunin til að stíma yfir andstæðingana er þörf- inni fyrir skástu lausnir yfirsterk- ari þegar á hólminn er komið. Viðingarleysi Ég þykist vita að aUtaf hafi verið einn í hverri kynslóð íslenskra stjómmálamanna síðustu áratuga sem hefur haft þá tilhneigingu að berja fyrir neðan beltisstað. Olafur Ragnar Grímsson veröur að teljast fuUtrúi sinnar kynslóðar í þessum hópi eftir ýmislegt sem gerst hefur síðustu vikumar. Hann hefur sýnt að hann ber auk þess enga virðingu fyrir lýðræöislegri stöðu sinrn og embættinu, sem hann hefur fengið vegna kosningar í Utlum flokki en ekki vegna atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni eða stjómarháttum sem eiga að taka mið af vUja kjósenda en gera það því miður ekki, um þessar mundir. Sem nýlundan í stjómmálum á ríkisstjómarplani verður Ólafur Ragnar Grímsson verðugt við- fangsefni fyrir útskrifaða og verð- andi stjórnmálafræðinga og sem dæmi um -það hve hættulegt það er að ganga fram hjá lýðræðislega kjömum fulltrúum og niðursall- andi fyrir lýðræðislegt þolgæöi að menn geti smeygt sér til valda þeg- ar illa stendur á í þjóðfélaginu. Ásmundur Einarsson „Formaður Alþýðubandalagsins er fyrsti borgaralegi alþjóðasósíalistinn 1 ríkisstjórn á íslandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.