Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. LífsstíU DV kannar verð í stórmörkuðum: Umtalsverður verðmunur milli verslana Ótrúlega mikinn verömun er aö finna sé borið saman verö í stærstu kjörbúðum á Reykjavíkursvæðinu. Minnsti verömunur á einstökum teg- undum var 3% en mesti munur 52%. Hvort þetta bendir til þess að sam- keppni milli stórmarkaða fari minnkandi skal ósagt látið. DV kannaði verð á 20 algengum vörutegundum í fjórum stórmörkuð- um á höfuðborgarsvæðinu sem eru alls með verslanir á 7 stöðum. Það voru Mikligarður, Hagkaup, Kaup- staður í Mjódd og Fjarðarkaup í Hafnarfirði sem voru tekin með í könnun þessari. Mestu munaði á kílóverði á tómöt- um sem var mest 309 krónur í Kaup- stað en 203 krónur í Fjarðarkaupi. Munurinn er 52%. 1 kíló af sveppum kostaði 822 krón- ur í Miklagarði en 660 krónur í Fíarð- arkaupi. Munurinn er 37%. 75 desílítrar af Ajax þvottadufti kostuðu 399 krónur í Hagkaupi en 304 krónur í Fjarðarkaupi. Munur- inn er 31%. 2 kíló af Kornax hveiti kostuðu 78,10 krónur í Miklagarði en 67 krón- ur í Kaupstað. Munurinn er 16%. Stór flaska af Libby’s tómatsósu kostaði 99 krónur i Kaupstað en 79 krónur í Fjarðarkaupi. Munurinn er 25%. Hálfdós af Ora maísbaunum kost- aði 86 krónur í Miklagarði en 103 krónur í Kaupstað. Munurinn er 19%. Að meöaltali munaði 16,9% á hæsta og lægsta verði á einstökum tegund- um. Sé litið á verð á 18 tegundum sem fengust alls staðar kemur í ljós aö þær eru dýrastar í Miklagarði þar sem þær kosta 3.601 krónu. Þessar 18 tegundir eru ódýrastar í Fíarðar- kaupi í Hafnarfirði þar sem þær kosta 3.201 krónu. Munurinn er 12,5%. Ef viö veltum þessum mun áfram og gerum ráð fyrir að mánaðarút- gjöld 4 manna fjölskyldu fyrir mat og hreinlætisvörum séu 40.000 krón- ur í Miklagarði þarf fiölskyldan að- eins að greiða 35.000 krónur í Fjarð- arkaupi fyrir sama vörumagn. -Pá Vöruheiti AJax 75 dl □ ORA-mais 1/2 dós Tómatar 1 kg 400 300 200 100 c verdkönnun 3 Meðalverð Mikligarður Hagkaup Kaupst, Fjarðark. 742 : MikltgnrAur |[' 727 '']|| Hagkoup 717 Kaupst. 597 Fjarðark. DVJJ Mikill verðmunur milli verslana kom nokkuð á óvart í verðkönnun DV. Tegund Mikligarður Hagkaup Kaupst. Fjarðarkaup Munurá hæsta og lægsta verði Cocoa Puffs 146 141 144 140 4% Morgungull 183 187 188 178 5% Maggi kartöflumús 62,70 61 63 3% Solgryn, 950 g 102 107 102 101 6% Ubby'stómatsósa 59,10 94 99 79 25% ORA fiskibollur 215 202 202 194 10% ORA maís, hálfdós 86 99 103 90 19% Kornax hveiti, 2 kg 78,10 74 67 72 16% Nesquick,400g 149 141 154 153 9% Homeblestkex 57 63 66 59 15% Frón kremkex 88,40 85 97 92 14% Ajax, 75 dl 373 399 305 304 31% WC,8rúllur 184 178 200 168 19% Ananda hnetusmjör 108 104 110 102 7% NescaféGull.stór 406 414 406 374 10% Gunnars mayones, 400 g 96 94 94 89 7% 1 kg bananar 133 99 140 139 40% 1 kgsveppir 822 599 774 660 37% 1 kgtómatar 283 229 309 203 52% 1 kg appelsínur 92 85 89 83 10% Samtalsverðá18teg. 3.601,50 3.300 3.550 3.201 16,95% Alls stað- ar dýrara úr sjálf- sölum „Þaö er alls staðar i heiminum dýrara að kaupa úr sjáifsölum en verslunum. Þetta er þjónusta sem stendur til boða ailan sólarhring- inn og fyrir þjónustu þarf aö greiða," sagöi Skúli Skúlason hjá VífilfeUi h/f í samtali við DV. 33 cl lítra dós kostar ennþá 50 krón- ur í þeim sjálfsölum sem Vífilfell er með en 60 krónur úr sj álfeölum sem aðrir aðilar leigja. Algengt verð úr verslun er 45 krónur. Skúli sagði að þegar um bilanir væri að ræða væri það undan- tekningarlitið vegna þess að ein- hveijum aðskotahlutum hefði veriö troðið í sjáifsalana. Ef kvartanir kæmu fram væru mest bættar tvær dósir því taliö væri að fólk gæti ekki tapað meiri pen- ingum í sjálfsölum en sera þvi næmi. Þeir sem vilja leigja sjálfsala af Vífilfelli greiða 4000 krónur á mánuöi. Skúli sagði að Vífilfel! tryggði alla sjálfsala og annaðist auk þess ailt viðhald á þeim. Neytendasíöan fékk nokkrar kvartanir um að kóksjálfsali við Stjömubíó á Laugavegi væri oft bilaður. Viö fórum þrem dögum siöar staðinn og töpuðum 60 krónum vegna þess að sjálfsalinn var ekki í lagi. *Pá Faxkröfur valda óánægju: Gírókröfur koma í staðinn - mun einfaldara og ódýrara kerfi „Það var mikil óánægja með gjald- töku Pósts og síma og því var ákveð- ið að bjóða upp á þennan kost,“ sagði Gissur Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Landflutninga, í samtali við DV. Landvari, sem er landsfélag vöru- bifreiðaeigenda á flutningaleiðum, hefur aflagt faxkröfumar sem teknar voru upp um síðustu áramót og leysa Neytendur áttu póstkröfur af hólmi. Nýtt form, svokallaðar gírókröfur, hafa leyst þær af hólmi. Hið nýja form felst í því að reikn- ingur og útfylltur C-gíróseðill er lát- inn fylgja vörusendingu og vöruflytj- andi ábyrgist aö afhenda ekki viö- takanda vömrnar nema gegn greiðslu gírókröfufiárhæðar. Ábyrgð á gírókröfum og skilum kröfufiár- hæðar er alfarið hjá þeim flutnings- aðila sem skráður er á gíróseðil en ekki hjá þeirri vöraafgreiöslu sem tekur á móti sendingu nema um sama aðila sé að ræða. Þetta nýja kerfi er mun einfaldara í vöfum en bæði póstkröfu- og fax- kröfukerfið. Þetta ætti að hraða allri afgreiðslu og skilum við vörusend- ingar því sendandi þarf einungis að fara eina ferð á vöraafgreiðslu með vöruna og er laus við aukaferðir á pósthús og vinnu í sambandi við myndsendingar með faxtækjum. Gjald fyrir gírókröfu er 200 krónur á sendingu. Faxkröfurnar nýju, sem teknar vora upp um áramót, þóttu dýrt og flókið kerfi. Lágmarksgjald var 500 krónur á sendingu en gat orðið tals- vert hærra vegna aukafaxsendinga fram og til baka. Póstkröfugjald er 165 krónur. „Faxkröfumar verða áfram við lýði vilji menn nota sér þær,“ sagði Gissur Þorvaldsson framkvæmda- stjóri. Hann sagði að sú aðferð að kaupandi legði andvirði pantaðrar vöru inn á hlaupareikning viðkom- andi fyrirtækis væri mjög aö ryðja sér til rúms því með því móti losnuðu menn við allan kröfukostnað. „Hraö- inn er orðinn mikill í vöraflutning- um í dag og daglegar ferðir til margra staða. Staðreyndin er að pappírs- vinnan við kröfurnar var farin aö tefia starfsemina," sagði Gissur að lokum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.