Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Utlönd George Bush, forseti Bandarikjanna, og kona hans, Barbara, með ferðamönnum í Hvíta húsinu á laugardaginn. Símamynd Reuter Dýrðlegir das[ar í Glasgow Helgarverð 18.670 Mkr. * Verð rhiðast við einstakling í tveggja manna herbergi á Hospitality Inn. Staðgreiðsluverð. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. < < Buðu almenningi í Hvíta húsið Steinunn Böðvaxsdóttir, DV, Washington; Fimm daga hátíðahöldum í tilefni vígslu Georges Bush í embætti for- seta Bandaríkjanna lauk í höfuð- borginni í gær. Hátíðahöldin hófust á miðvikudag og lauk í gærmorgun þegar forsetahjónin tóku þátt í þæna- hátíð í Washington. Hápunktur hátíðahaldanna var að sjálfsögðu innsetningarathöfnin sjálf á fóstudag. George Bush, 41. forseti Bandaríkjanna, og Dan Quayle, 44. varaforsetinn, voru svarnir inn í við- urvist helstu ráðamanna þjóðarinn- ar og hátt í tvö hundruð þúsund gesta söfnuðust saman hvaðanæva að fyrir framan þinghúsið. Að lokinni athöfninni fluttu for- setahjónin sig um set til að fylgjast með skrúðgöngu sem farin var frá þinghúsinu að Hvita húsinu. Al- menningi til mikillar ánægju létu forsetahjónin kalt veður og vaxandi vind ekkert á sig fá og gengu hluta leiðarinnar. Lífverðir forsetans voru ekki jafnánægðir og hinir þijú hundruð þúsund gestir sem fylgdust með. Eins og vera ber þræddu forseta- hjónin og varaforsetahjónin allar veislur og dansleiki sem haldnir voru á fostudagskvöld í tilefni hátíðarinn- ar. Forsetinn hélt örstutta ræðu á hverjum stað og í lok kvöldsins var rödd hans farin að gefa sig. Skyldi engan undra, forsetahjónin komu við á ellefu dansleikjum. Á laugardagsmorgun opnuðu for- setahjónin dymar að Hvíta húsinu fyrir almenning. Síðasti forseti sem gerði slíkt var William Taft fyrir átta- Forsetahjónin komu við á ellefu dansleikjum á föstudagskvöldið. Simamynd Reuter tíu árum. Forsetar Bandaríkjanna hafa verið tregir til að hleypa al- menningi inn í Hvíta húsið síðan Andrew Jackson gerði það árið 1829. í það skiptið ruddist æstur og jafn- framt drukkinn mannfjöldinn inn í híbýli forsetans, braut aUt og braml- aði og skildi við Hvíta húsið í rúst. Bandaríkjamenn eru betur siðaðir nú á dögum því allt gekk snuröu- laust þegar Bushhjónin tóku á móti gestum og gangandi um helgina. Nú þegar hátíðahöldin eru yflr- staðin tekur alvaran við bæði hjá forsetahjónunum og varaforseta- hjónunum. Jákvæð viðbrögð Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington; Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem forseti Bandaríkjanna, sem haldinn var á laugardag, lét Bush aftur í ljós þá von sína að bandarísku gíslarnir níu í haldi mannræningja í Líbanon yrðu látnir lausir hið fyrsta. í ræðu er forsetinn hélt á föstudag, þegar hann tók formlega við forseta- embættinu, hvatti hann til að gíslun- um yrði sleppt og gaf til kynna vilja ríkisstjómar sinnar til að vinna að bættari samskiptum við þjóðir sem stuðlað geta að lausn þeirra. Flestir stjómmálaskýrendur telja að ummæli forsetans hafi verið ætl- uö yfirvöldum í íran. En forsetinn kvaðst á laugardag ekki geta sagt til um hvaða ein þjóð bæri ábyrgð á að gíslunum væri haldið fongnum. Bush lagði á þaö áherslu á fundinum að ekki yrði um samningaviðræður né lausnargjald að ræða fyrir frelsun gíslanna. í ræðunni á föstudag og á blaða- mannafundinum á laugardag gaf Bush tóninn fyrir ríkisstjórn sína. Forsetinn hefur ekki útlistað ná- kvæmlega hver stefna stjómar hans verður í innan- og utanríkismálum og reeða hans á föstudag bætti þar lítið um. Ljóst er þó að um einhverj- ar breytingar frá stefnu Reagan- stjómarinnar verður að ræða. Bush sagði að nýir vindar léku nú um þjóð- ina. Hann hét því að vinna að nánari samvinnu við löggjafarþingið til að leysa þau vandamál sem framtíðin ber í skauti sér og að halda áfram hinu nána samstarfi við Sovétríkin sem áunnist hefur. Fyrstu viðbrögð þingmanna beggja flokka viö ræðu forsetans voru já- kvæð. Þeir kváðust ánægðir með tón ræðunnar og vongóðir um náið sam- starf í framtíðinni. Forsetinn mun ræða við leiðtoga þingmanna á þriðjudag og þá líklega kynna þeim fjárlagatillögur sínar og stefnuna í utanríkismálum. Þrátt fyrir yfirlýsingar allra aðila um samvinnu búast fæstir við að Bush muni sigla lygnan sjó þegar Ljóst þykir að stefna Bush Banda- ríkjaforseta verður að einhverju frá- brugðin stefnu Reagans sem hér yfirgefur Washington ásamt Nancy og hundinum Rex. Símamynd Reuter kemur að samstarfi við þingmenn. Demókratar halda meirihluta í báð- um deildum þingsins og hafa margir þingmenn lýst yfir andstöðu sinni við yfirlýsta stefnu forsetans um að hækka ekki skatta til að rétta við fjárlaga- og viðskiptahalla þjóðarinn- ar. Leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, George Mitchell, mun út- lista helstu stefnumál demókrata á miðvikudag og ræða við ráðherra Bushstjómarinnar. Prófsteinninn á samstarf forsetans og þingsins verð- ur þó ekki fyrr en Bush hefur lagt línumar í fjárlaga- og utanríkismál- um. Forsetinn mun halda sinn fyrsta ríkisstjómarfund í dag og má búast við að hann kynni stefnu stjómar sinnar fljótlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.