Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 5 Fréttir Umboðsmaður Alþingis: Flestir kvarta vegna skatta Umboðsmaður Alþingis, Gaukur Jörundsson, tók upp þrjú mál á síð- asta ári að eigin frumkvæði. Þessi mál íjölluðu um lagareglur, um gjafasóknir, mannréttindarákvæði í íslenskum lögum og lagareglur og hlutafélög. í einu máli, því síðast- talda, er kopin niðurstaða og hefur Alþingi verið send hún. A árinu 1988, sem er jafnframt Þrír fíkni- efnasímar í notkun - hafa komið að gagni Símsvarar, sem taka á móti upplýs- ingum um flkniefni, eru hjá þremur lögregluembættum. Það er hjá lög- reglunni í Reykjavík, Keflavík og í Vestmannaeyjum. Símsvarinn í Reykjavík hefur gagnast í nokkrum tilfellum. Agnar Angantýsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að hann vildi með engu móti missa símsvar- ann. Agnar sagði að hann hefði sann- að notagildi sitt. Hann sagði að það væri mismikið sem talað væri inn á hann. Agnar sagði að símsvarinn væri nauðsynlegur. Símsvarinn í Vestmannaeyjum hefur verið í notk- un í tvö ár. í Keflavík er nýbúið að tengja sím- svarann. Hann hefur ekki skilað ár- angri til þessa. Símanúmer fyrir sím- svarann hefur verið í símaskrá mun lengur en símsvarinn hefur verið tengdur. John Hill rannsóknarlög- reglumaður taldi að fólk hefði ekki áttað sig á að búið væri að taka sím- svarann í notkun. -sme Akureyri: Fíkniefna- neysla er ekki mikil Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að menn sem til þekkja séu almennt sammála um að neysla fíkniefna hér á Akureyri sé ekki mik- il en menn skulu þó ekki afneita því vandamáli sem fíkniefnin eru,“ segir Daníel Snorrason, rannsóknarlög- reglumaður á Akureyri. Dagblaðið Dagur á Akureyri skýrði frá því í uppsláttarfrétt nýlega að á Akureyri væri mikil neysla þessara efna. Þar var m.a. sagt að neysla unglinga á fíkniefnum væri nærri því eins algeng og neysla þeirra á áfengi. Þá var þar talað um mikla neyslu á „sterkari“ efnum, s.s. kóka- íni og heróíni. „Þessi fullyrðing blaðsins um hass- neyslu unglinganna er út í hött. Þá fullyrði ég að neysla á kókaíni og heróíni hér á Akureyri aö staðaldri eins og talað var um í fréttinni eigi sér ekki stað,“ sagði Daníel og bætti við að rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefði aldrei fengið til meðferðar mál vegna neyslu á þessum „sterk- ari“ efnum, s.s. kókaíni og heróíni. „Það er hins vegar rétt að neysla á hassi er til, en það er þá í lokuðum hópum og einungis um neyslu að ræða en ekki dreifingu. Það hefur einnig borið örlítið á öðrum efnum og þá hefur verið um kannabisefni að ræða,“ sagði Daníel. fyrsta árið sem umboðsmaðurinn starfar, fjallaöi umboðsmaður Al- þingis um 70 mál. 67 þeirra voru kvartanir frá einstaklingum og sam- tökum. Um áramótin höfðu 35 mál verið afgreidd. Auk þess hafði skrif- stofu umboðsmanns borist fjölmarg- ar fyrirspurnir sem leyst hefur verið úr með leiðbeiningum til aðila. Þær kvartanir, sem umboðsmaður- inn hefur fengið, eru margs konar. Flestar lúta að skattamálum eða 11. í 8 tilvikum var kvartað vegna brott- reksturs opinberra starfsmanna og 6 mál fjölluðu um meðferð stjómvalda á forræðismálum. Fimm málum lauk með því að umboðsmaður lét uppi álit sitt um hvort tiltekin athöfn bryti í bága við lög eða góða stjórnsýsíuhætti. Þrjú þeirra lúta að leigubílstjórum en eitt er um almannatryggingar og þá er eitt þeirra mál, sem Gaukur hóf sjálf- ur, um lagareglur og hlutafélög. í 11 málum kom ekki til frekari afskipta umboðsmannsins vegna þess að þau fóm í dómsmeðferð. í sex skipti drógu menn kvartanir sínar til baka. Af þeim 35 málum, sem ekki hafa fengið endanlega afgreiðslu um síð- ustu áramót, var í 6 tilvikum beðið eftir umsögnum eða upplýsingum frá stjórnvöldum. í 6 skipti var beðið eftir umsögnum frá málshefjanda. 21 mál var í frumathugun og tvö mál voru til lokaafgreiðslu. -SMJ Útsalan í JAPIS Brautarholti hófst kl. 9.07 í morgun, mánudaginn 23. janúar Við bjóðum takmarkað magn á einstæðu verði. Heimsþekkt vörumerki, svo sem Sony, Panasonic, Technics, Denon og Samsung. VIP-550, kr. 9.900 stgr. Verð áður kr. ÍS^IQft, 2x20 vatta Samsung hljómtækjasamstæða m/hátölurum. CDP-M20, kr. 12.900 stgr. verð áður kr. TíMQft. Sony geislaspilari, 16 laga minni. K-600, kr. 44.900 stgr. Verð áóur BTriOft. Samsung hljómtækjasamstæða, 2x50 vött, m/geislaspilara, án/hátalara. ÍJt p ' SLV-201, kr. 39.950 stgr. verð áður^TrlOft. Sony hágæða VHS mynd- segulbandstæki m/öllu. RE-200, kr. 9.900 stgr. Verð áður kr. 1^400* Samsung örbylgjuofn, 500 vatta. DCR-5220, kr. 14.900 stgr. Verð kr.^MQft. Denon bílatæki m/útvarpi og segulbandi. ATH. Seljum útlitsgallaðar samstæður og hátalarapör á hlægilegu verði. P.S. Á meðan útsalan stendur yfir bjóðum vió 10% staðgreiðslu- afslátt af nýjum vörum sem ekki eru á útsölu. Útsalan hófst kl. 9.07 Fyrstu 5 viðskiptavinirnir fá SONY ferðaútvarp. JAPISS Brautarholti Sími 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.