Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 17 Ruglið um umferðarruglið Við snýtum rauðu í umferðinni. Hún er þjóðfélagsböl á borð við skæðustu sjúkdóma, jafnt líkam- lega og andlega, og sýnist ætla að bera umferðarsérfræðinga jafnt sem okkur hin ofurliði. Mótspyrn- an er veikburða. Gagnsóknin er engin. Það er mikill hrærigrautur sem borinn er á borð um þessi mál, sem snerta hvern landsmann meira eða minna. Menntaðir sérfræðingar hafa hver sína aðferðina við að greina vandann, skýra hann og bregðast við honum. Hinir sérfræð- ingarnir, almennir vegfarendur, hafa síðan sínar lausnir á hrað- bergi, hver að sínum smekk. Eigin- lega mætti halda að við íslendingar hefðum verið að finna upp um- ferðina síðustu áratugi og stöndum þess vegna blóðugir upp um axhr í að ná tökum á þessu fyrirbæri, sem er löngu orðið að óargadýri. Við íslendingar vitum þó að um- ferðin sem slík er ekki íslensk upp- finning, enda er meira en hálf þjóð- in að þvælast ár hvert um heiminn og sér það með eigin augum. ís- lenskir heimshornaflakkarar vita einnig að ýmsar aðrar þjóðir hafa tamið umferðina og sjálfar sig í umferðinni langt umfram það sem okkur hefur lánast með öllu brölt- inu. Með þetta gerum við greinilega htið sem ekkert á meðan við erum heima hjá okkur og höldum stað- föst áfram aö móta séríslenska umferðarhætti án þess að ráða neitt við neitt. Þeir gríðarlegu kraftar sem farið hafa í allt það sem ruglað hefur verið um þetta um- ferðarrugl hafa rúið okkur krafti og kjarki til þess að snúast alvar- lega gegn umferðarbölinu. Það er löngu tímabært að þjóðin grafi þessa heimskulegu þröngsýni í umferðarmálum og lyfti þeim á hærra plan. Ekki eitt, heldur allt Algengast er að rokið sé úpp til handa og fóta eftir eitthvert af- Kjallariim Herbert Guðmundsson félagsfulltrúi Verslunarráðs íslands hroðið í umferðinni og það gert að máh málanna næstu vikur og jafn- 'vel mánuði. Þungir dómar eru felldir yfir ungum ökumönnum, á milli fólks, og haft uppi sífellt pex um það hvort þeir séu of ungir eða nógu gamhr, eins og umferðar- þroskinn mæhst í afmæhsdögum einstakiinganna. Ökukennslan fær sinn skammt og þannig mætti æra óstöðugan með upptalningu á til- finningaviðbrögðum fólks sem veit ekki sitt rjúkandi ráð í öllu öng- þveitinu. Mergurinn málsins er sá að það er ekki eitt heldur aht i umferðinni athugavert. Umferðarkerfið sjálft er í veigamiklum atriðum bæði ófullnægjandi og beinlínis hættu- legt, eins og það er skipulagt og rekið. Fræðsla og kennsla er ómarkviss og fátækleg. Löggæsla er mjög misjöfn og álitamál hvort hún er fremur leiðbeinandi en ögrandi í ýmsum efnum. Síðan eru tugir þúsunda sem hafa alist upp við þessi skilyrði og hafa ekki náð af eigin rammleik tökum á hlut sín- um í umferðinni. Þessi stóri hópur er hættulegur sjálfum sér og öðrum og við hann bætast svo þeir sem beinlínis storka öllum og öllu og brjóta umferðarreglur og manna- siði vísvitandi. Þjóðin telur um 250 þúsund manns. Þar af eru um 180.000 manns með ökuleyfi. Sú skoðun er uppi og hefur hvorki verið staðfest né hrakin, að 25-30% af þessum ökuleyfishöfum séu vanhæfir eða óhæfir ökumenn, af þekkingar- skorti og kunnáttuleysi ellegar agaleysi, nema hvort tveggja sé. Samkvæmt þessu áhti eru í kring- um 50.000 ökumenn að staðaldri á ferðinni sem valda sérstöku hættu- ástandi á ófullkomnu og vanræktu umferðarkerfi þar sem aðrir mis- jafnlega á sig komnir vegfarendur eru einnig á ferð. Það er varla von á góðu þegar þannig er um hnútana búið og má líklega segja að haltur leiði blindan í íslenskum umferðar- málum. Vandamálafræði Þetta er ekki ótrúleg lýsing á eðh vandamálsins, þegar horft er til allra þeirra slysfara og vandræða sem dynja daglega yfir þessa þjóð í umferðinni. Líftjónið og örkumlin eru skelfilegustu afleiðingarnar. Þar fyrir utan eru hundruð manna í lengri eða skemmri tíma á sjúkra- húsum árlega að ná sér eftir um- ferðaráföll. Eignatjón er gríðarlegt og þegar allt er tahð saman slær þetta böl, umferðarböhð, flestu ef ekki öllu öðru við af því sem rænir okkur lífi og hehsu og skaðar okkur efnalega sem einstaklinga og þjóð. Um þetta eru th margir hillu- metrar af skýrslum og úttektum, enda er það siður að sópa vanda- málum þjóðarinnar í lengstu lög í möppur með áletruninni „Til at- hugunar". Síðan er toppurinn á stjórnkerfinu upptekinn á fundum við þessar athuganir og kemur sér seint eða alls ekki að því að bregð- ast raunverulega við neinum vanda. Hámarki ná þessi vanda- málafræði þegar hægt er að skýla sér á bak við stofnun sem sérstak- lega var sett á laggirnar til þess að standa fyrir úrbótum í viðkomandi málaflokki, en er síðan svelt mátu- lega th þess að hún geti hvorki lifað né dáið. í þessu hlutverki hefur Umferðarráð verið nærri óslitið síðan það varð til. Endurhæfing Ég hef áður lagt til að þjóðin verði endurhæfö í umferðarmálum, frá a til ö, og legg það enn til, því ekkert hefur breyst í 25 ár annaö en vand- inn sem hefur hlaðist upp. í fyrsta lagi þarf að endurhæfa þá sem skipuleggja og reka um- ferðarkerfið sem slíkt. Þar er fjöl- margt að, sem flokkast undir skammsýni og hirðuleysi, oft yfir- gengilegt, og sem er á ábyrgð jafnt ríkis og sveitarfélaga. Sem dæmi nefni ég vega- og gatnamerkingar, sem eru rughngslegar og oft rangar eða engar, gangbrautir og hraða- hindranir, sem eru áreiðanlega af 100 tegundum, og umgengni við framkvæmdir. Þessi atriði og mörg önnur af sama toga koma í veg fyr- ir alla festu í umferðinni og gera kröfur til ökumanna og vegfar- enda, sem stór hópur þeirra hefur ekki náð tökum á, enda nánast ekki hægt að kenna neinum á þetta furðuverk. í öðru lagi þarf að byrja umferð- arfræðslu og kennslu frá alveg nýj- um grunni í skólakerfinu, í sam- ræmi við þá ábyrgð sem lögð er á hvern og einn í nútímaumferð, og téngja ökuskóla við lokapróf í um- ferðarmálum í skólakerfinu eða ná því með hhðstæðum hætti upp úr núverandi farvegi. Á öllum þessum ferli á verkleg kennsla að sitja í fyrirrúmi og þar á að nýta tækni á borð við ökuherma og tilbúin æf- ingasvæði. Fyrsta stigs ökuréttindi ætti enginn að öðlast nema eftir tvö eða þrjú áfangapróf og hehs árs þjálfunartíma með takmörkuðum réttindum. í þriðja lagi þarf að beita ökufer- ilsskrá, sem er til hálfköruð sums staðar á landinu, til þess aö kippa þeim kerfisbundið úr akstri sem valda honum ekki nema þá með enn meiri lærdómi og æfingu. Um leið og slíkri skrá er komið upp, gjarnan í samstarfi við ökumenn sjálfa, mætti taka þá ökumenn sem skrár lögreglu og tryggingafélaga meta vanhæfa og aðra sem það vhja til endurhæfmgar í sérstöku átaki. í því sambandi hef ég i huga sér- þjálfun hópa úr hjálpar- og björg- unarsveitum um allt land sem gætu þá starfað að þessu verkefni með þeim borðalögðu embætt- ismönnum sem þar kæmu við sögu. Það er til nóg af úrræðum. Það sem skortir er vhji til annarra verka en pappírsvinnu og nefndar- starfa. Og varla vantar peninga í þessi verk, því það er augljóslega margfalt dýrara að reka þetta vandamál en leysa það, eins og raunar mörg fleiri í þessu þjóð- félagi/ Herbert Guðmundsson „Mergurinn málsins er sá aö þaö er ekki eitt heldur allt 1 umferðinni at- hugavert. Umferðarkerfiö sjálft er í veigamiklum atriöum bæði ófullnægj- andi og beinlínis hættulegt, eins og það er skipulagt og rekið.“ SJálfstæda og sterka verkalýðshreyfingu Fyrir nokkru var í ríkissjón- varpinu sagt frá heimsókn 3ja ráð- herra á fund í framkvæmdastjóm Verkamannasambands íslands. Við fylgdumst með þeim taka bhð- lega í höndina á nokkrum forystu- manna Verkamannasambandsins. Það skein af þeim virðuleikinn og ábyrgðin. Érindið var svo sem ekki merki- legt. Það þurfti bara að hafa nokkur hundruð milljóna út úr lífeyris- sjóðum launafólks til þess aö láta þær í Atvinnutryggingarsjóð sem á að nota til að reisa við nokkur fyrir- tæki. Síðan var greint frá því að fram- kvæmdastjórnin hefði samþykkt með 13 atkvæðum af 15 að skora á lífeyrissjóðina að kaupa þessi skuldabréf enda sagði talsmaður framkvæmdastjórnarinnar að stjórnvöld hefðu sannfært þá um að nægar tryggingar væru fyrir hendi th að féð fengist örugglega th baka. Stjórnir lifeyrissjóðanna tóku þetta hins vegar ekki gott og ght. Baktrygging ríkisins reyndist ekki vera fyrir hendi. Þær höfðu enga heimhd til að láta af hendi það fé sem nota á til að borga launafólki eftirlaun að lokinni starfsævi án þess að það fengist örugglega th baka með bestu ávöxtun. Á fölskum forsendum Það var ekki um annað að ræða en að hefja viðræður við stjórnir hfeyrissjóðanna um hvemig ríkið gæti ábyrgst lánin. Það kom nefni- lega í ljós að hinir alvöragefnu ráð- herrar, sem fóra á fund Verka- mannasambandsins í þetta sinn, fóru með fals og dár og samþykkt Verkamannasambandsins var því KjaUarinn Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur gerð á röngum forsendum. Hinir mildilegu ráðherrar höfðu einfald- lega talið að fyrst hægt væri að ná frá verkalýðnum samningsréttin- um og skerða umsamin laun án mikillar fyrirstöðu hlyti líka áð vera hægt að krækja í lífeyrissjóð- ina. Þetta dæmi sýnir okkur hversu nauðsynlegt verkalýðsstéttinni er að vera stöðugt á varðbergi gagn- vart viðsemjendum sínum„ hvort sem þeir eru atvinnurekendur eða ríkisstjórnir. Þjóðfélag okkar er stéttskipt þar sem almennt launa- fólk stendur annars vegar og stétt fjármagnseigenda og atvinnurek- enda hins vegar. Þótt þessi stétt atvinnurekenda sé margfalt fá- mennari miðast samt allar frcim- kvæmdir og aðgerðir stjómvalda við vanda og kröfur hennar. Stjórn- völd nota stöðu sína til að hjálpa atvinnurekendum til sóknar á hendur launafólki. Sú stjórn sem nú situr er engin undantekning. Stjórnvöld gera þetta með blekk- ingum, eins og þeim sem nefndar voru hér á undan, eða með því að láta t.d. Þjóðhagsstofnun búa til einhvers konar spár sem virðast hafa þann megintilgang að sýna launafólki fram á að ekki sé lag til að krefjast betri kjara. Stundum er þetta gert með beinni valdbeitingu eins og skertur samningsréttur nú er dæmi um og lögboðin skerðing umsaminna launa er annað dæmi um. Stjórnvöld og atvinnurekendur njóta líka góðs stuðnings fleiri stofnana en Þjóðhagsstefnunar. Ööru dæmi lýsti ég hér að framan. Sjónvarpið telur sig ekki hafa aðrar skyldur í „upplýsingasamfélaginu“ en að sýna ásjónur valdhafanna í upphafinnt mynd nánast á hverj- )!., ijiUí't; í . um einasta degi. Forystumenn lág- launafólksins fá oft ekki annað hlutverk en að brosa uppundir hin- ar guðlegu verur og mega vera þakklátir fyrir að fá að sjást á skjánum með þeim. Það er af og frá að Sjónvarpið fari að stunda ein- hverja „ruddalega“ rannsóknar- blaðamennsku eins og þá að af- hjúpa blekkingarveflnn sem stjórnvöld settu upp gagnvart for- ystu Verkamannasambandsins. Sjálfstæð skipulagning verkalýðstéttarinnar Eigi verkalýðsstéttin að standast allar þessar blekkingar, alla þessa ásókn, verður hún að viðurkenna í verki að þjóðfélag okkar er stétt- skipt, hún verður að viðurkenna þá staðreynd að hún verður að verja hagsmuni sína með oddi og egg. Þetta gerir hun með því að treysta fyrst og fremst á sjálfa sig og eigin styrk, í stað þess að treysta á hjálparhellur ofan frá og ráð- herralausnir. Verkalýðshreyfingin verður að vera eins konar þjóðfélag í þjóð- félaginu. Þjóðfélag þar sem hags- munir launafólksins eru lagðir th grundvalTar þegar ástandið er met- ið, þjóðfélag sem setur sér það markmið að knýja fram kröfur verkalýðstéttarinnar í baráttu. Hún verður að sinna sjálf þeirri nauðsynlegu pólitísku og faglegu umræðu sem hvorki ríkisfjölmiðl- ar né einkaflölmiðlar sinna fyrir hana. Hún verður sjálf að skapa hluta þess lýðræðis sem auðvalds- þjóðfélagið neitar þegnum sínum um. En hún þarf líka að eiga sínar rannsóknarstofnanir sem gera hreyfingunni mögulegt að meta sjálfstætt ástandið í þjóðfélaginu, og hún þarf að eiga sína eigin flöl- miðla sem leggja vanda fólksins og heimilanna til grundvallar. Hún þarf að sinna hagsmunum umbjóð- enda sinna í sem víðtækustum skilningi, m.a. í þvi að geta sett fram heilsteypta landsmálastefnu sem hún freistar að knýja í fram- kvæmd sem sjálfstæð hreyfing, hvort sem er með þrýstiaðgerðum eða á þingi og i ríkisstjórn. Verkalýðshreyfingin þarf að styrkjast Hin skipulagöa verkalýðshreyf- ing er allt of veik um þessar mund- ir. Þetta hefur leitt th vantrúar fé- lagsmanna á ghdi hreyfingarinnar, sem aftur leiðir til að veikja hana enn meir. Þetta er eins og víta- hringur. Ástæðan fyrir því hve verkalýðs- hreyfmgin er veik held ég sé í stuttu máli hvað hún hefur oft ver- ið samvinnuþýð og undanlátssöm, eða kannski hve oft andstæðingum hennar hefur tekist að snúa á hana. Ástæða hvors tveggja er sú sama. Hreyfingin hefur reiknað of mikið með hjálp ofan frá og þannig ekki viðurkennt í verki skiptingu þjóð- félagsins í andstæðar stéttir. Þegar hún gerir það ekki verður hún undir. Við sjáum þó ljósa punkta. Það virðist sem við séum farin að- sjá betur í gegnum þetta núna og ýmis- legt sem bendir til þess að heildar- samtök launafólks ætli nú að rísa upp gegn sóknaraðgerðum at- vinnurekenda og fyrrverandi og núverandi ríkisstjórna. Ragnar Stefánsson ocjí'W' suga/ n i - il „Hin skipulagöa verkalýðshreyfmg er allt of veik um þessar mundir. Þetta hefur leitt til vantrúar félagsmanna á gildi hreyfmgarinnar. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.