Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 41 LífsstOl "W" T ~ Jk Jk L|\n mrn JxVlLt Tískukóngarnir úti í hinum stóra heimi eru löngu famir að huga að sumartískunni fyrir konur. Þessa dagana standa öll helstu tískuhús- in í París, Róm, London og víðar fyrir sýningum á sumarfatnaðin- um. Hönnuöimir boða engar stór- breytmgar frá fyrra sumri, i hæsta lagi nýja útfærslu á gamalli hug- mynd. Svart og hvítt, hvítt og svart er yfirgnæfandi og allar útfærslur á þessum litum eða öllu heldur hta- undirstööum. Af htum verður sá rauði mest áberandi í sumar en guhr fylgja fast á eftir í vinsældum. Síðbuxurnar halda velli sem fyrr en era víðari en áður. Síddin á dag- kíólum er um hné eða rétt fyrir ofan. Síddin á kvöldkjólunum er hins vegar alveg um ökkla en þunnar, viöar síðbuxur era algeng-' ur kvöld- og samkvæmisklæðnað- ur. Á meðfylgjandi myndum sést hver aðaláhersla tískukónganna er. Flestar myndirnar era teknar á forsýningum í París en framsýn- ingar tískuhúsanna voru í gær. -JJ kjóll frá Leconaet- ttl Hemant. « Barðastór hattur og síð- ir eyrnalokkar setja óneitanlega sterkan svip á heildarútkomuna. A sýningu í Rómaborg var þessi kvöldkjóll sýndur. Sterk áhrif frá sigaunum einkenna þessa hönnun eins og sjá má á höfuðbúnaðinum og skrautinu. Hönnuðir sækja nú mikið til ein- kenna þjóðflokka og þjóðarbrota utan hins vestræna heims. Hin sígilda Chanel-dragt er ómissandi á hverju ári. Dragtin er úr krepefni en jakkaboðungarnir og vasa- lokin úr sama efni og blúss- an. Pilsið er óvenjusítt eða um miðja kálfa en algeng- asta siddin I ár er um hné. Simamyndir Reuter ' -mí? •« Bolero-jakka yfir flegnum, níð- þröngum kjól sýndi franski hönn- uðurinn Lanvin á forsýningunni fyrir nokkrum dögum. Liturinn er i appelsinugulum tónum. Sumum tekst að stöðva alla um- ferð á jafnfjölfarinni götu og Champs-Elysées i París. Heiður- inn af þessum dagkjól á franski hönnuðurinn Jean-Louis Scherrer. Aðalliturinn er grár en kragi og uppslög eru úr hvítu efni með örlít- illi glansáferð. Bæði snið og útfærsla koma kunn- uglega fyrirsjónir. Hvítt og svart er að- alstefið í sumarlín- unni þetta árið. ít- alski hönnuðurinn Ungaro sýnir þenn- an svarthvíta jakka og svarthvitu buxur. Þennan sérstæða síðdegiskjól teiknaði hönnuðurinn Philippe Ve- net. Hann er úr finofnu baðmullar- efni og iiturinn er rauður. Takið eftir fráganginum á fellingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.