Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 9 I>V Útlönd Gandhi beið af hroð Heimaflokkur í ríkinu Tamil Nadu í suðurhluta Indlands vann stórsig- ur á Kongressflokki Rajiv Gandhis í ríkisþingkosningum sem fram fóru um helgina. Sennilega mun þetta verða til þess að Gandhi boð- ar ekki til þingkosninga í Indlandi fljótlega, eins og búist hafði verið við. Þegar búið var lýsa úrslitum í kosningum um tvö hundruö og nítján þingsæti af tvö hundruð þrjátíu og fjórum á ríkisþinginu í Tamil Nadu snemma í morgun hafði Dravida Munnetra Kazhag- am-flokkurinn, DMK, hlotið eitt hundrað þrjátíu og níu sæti og stuðningsflokkar hans sautján til viðbótar. Kongressflokkur Gandhis hafði einungis hlotið tuttugu og fjögur sæti og varð í þriðja sæti á eftir öðrum heimaflokki í ríkinu sem hafði hlotið tuttugu og sjö þingsæti. Forseti ríkisins, sem er úr Kon- gressflokknum, vann mjög naum- an sigur í sínu kjördæmi en ritari flokksins tapaði sínu þingsæti og það gerði einnig iðnaðarráðherr- ann í stjórn Gandhis. „Þetta er dómur fyrir hegðun for- sætisráðherrans, ræður hans í Tamil Nadu og tilraun hans til að kúga tilfinningar Tamíla," sagði Muthuvel Karunanidhi, leiðtogi DMK. Mikil ólga kom upp í ríkinu fyrir rúmlega ári þegar leiðtogi þess til margra ára, M.G. Ramachandran, sem studdi Gandhi, dó. Ekkja hans, Janaki, og frilla, Jayalalitha, börð- ust þá opinberlega um völdin. Janaki náði völdum um skamma hríð en eftir átök í ríkisþinginu í Muthvel Karunanidhi leiddi flokk sinn, DMK, til stórsigurs yfir Kongress- flokki Rajiv Gandhis í ríkisþingkosningum f Tamil Nadu um helgina. Simamynd Reuter Madras vék Gandhi stjóm hennar ið. Afleiðingamar em nú komnar frá og stjórnaði beint frá Nýju- í ljós. Delhi.ÞettasærðistoltTamílamik- Reuter Samstaða vill viðræður fljótt Samstaða, hin bönnuðu verkalýðs- samtök í Póllandi, samþykktu um helgina tilboð stjómvalda um við- ræður og lögðu áherslu á að þær yrðu haldnar eins fljótt og mögulegt væri til að hægt yrði að byggja fram- tíð á friði. „Við hljótum að ná samkomulagi, samkomulag byggir upp, ósam- komulag rífur niður,“ sagði Lech Walesa, leiðtogi samtakanna, við hundmð stuðningsmanna sinna fyr- ir utan kirkju í Gdansk í gær. Janusz Onyszkiewicz, talsmaður samtakanna, las upp yfirlýsingu samtakanna fyrir viöstadda, þar sem þau þiggja boð yflrvalda um að Sam- staða verði leyfð á nýjan leik. Tilboðið, sem var gert opinbert síð- astliðinn flmmtudag eftír storma- saman fund í miðnefnd Kommún- istaflokksins, ruddi úr vegi síðustu hindruninni fyrir því að fulltrúar Samstöðu geti tekið þátt í „hring- borðsumræðum" sem ríkisstjómin bauð Walesa til í ágúst síðastliðnum þegar geysilegur óróleiki gekk yfir vinnumarkaðinn. „Svar okkar er útrétt hönd vegna þess að hinir réttu líka út sína hönd,“ sagði Walesa er hann stóð á tröppum St. Brygida-kirkjunnar í Gdansk. „Framtíðin byggist á sanngimi - sanngimi, visku, menningu og frið- samlegum lausnum," sagði Walesa. Hann varaði þó fólk við að gera sér óraunsæar vonir. Reuter Lech Walesa ávarpar stuðningsmenn sína af kirkjutröppum í Gdansk í gær. Símamynd Reuter Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg E Tímapantanir ___________________________________i I ; 13010 “X— tflff ALASKA Bílavörur í sérflokki I LakfgCjáinn frá ALXSXPl er af nýrri bónkynsíóð sem endist Cengur. ‘ÞoCir pvott með gj' BUÐIN tjöru-hreinsi. '■2- Kársnesbraut 106 -200 Kópavogi. VSimi91-41375/641418___________ UTSALA! Enn meiri lækkun VERSLUNIN MANDA I^örgarðí, 2. hæð Latigavegí 59. Sími 622335 FLUGMÁLASTJÓRN LOFTFERÐAEFTIRLIT Flugmálastjórn óskar eftir að ráða starfsmann í flug- rekstrardeild Loftferðaeftirlits. Starfið er m.a. fólgið í eftirliti með einkaflugi og at- vinnuflugi, flugskólum, flugrekendum og flugrekstri, þ.m.t. sérleyfum, áætlunarleyfum, starfsreglum flug- rekenda, flugliðum, svo og afkomu flugrekenda. Aðstoð við rannsóknir flugslysa og flugóhappa. Önnur verkefni eftir ákvörðun deildarstjóra. Flugmanns- eða flugvélstjóraskírteini eða sambæri- leg menntun og kunnátta æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildar- stjóri flugrekstrardeildar. Umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra fyrir 10. febrúar 1989 á eyðublöð- um sem fást hjá Flugmálastjórn. Flugmálastjóri ALLT AÐ 90% AFSLATTIIR á hundruðum bókatitla i takmörkuðu upplagi í 14 DAGAFRÁ 2I.JAN~4.FEB Komdu við á bókamarkaðinum í Síðumúla 1 1 og bættu gullvægum bókum í safnið. ORN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866 <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.