Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 23 Iþróttir Allt gekk upp hjá Njarðvík - stórsigur á ÍBK í bikarkeppninni Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það gekk allt upp hjá okkur í þess- mn leik en Keflvíkingar eru með gott lið og ég er feginn að hafa leikið á móti þeim í fyrstu umferö, þar sem við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel tíl að mæta þeim,“ sagði hinn geðþekki þjálfari Njarðvíkinga, Kris Fadness, í samtah við DV eftir síðari leik Njarðvíkinga og Keflvík- inga í 16 hða úrshtum bikarkeppn- innar í körfuknattleik, sem fram fór í Keflavík á föstudagskvöldið - að viðstöddum rúmlega eitt þúsund áhorfendum. Njarðvíkingar unnu stórsigur, 61-86, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 37-47, þeim í hag. Þeir unnu fyrri leik liðanna í Njarðvík með fimm stiga mun. Vendipunktur leiksins var um miðjan fyrri hálfleik þegar staðan var 20-18, ÍBK í hag. Þá fóru Njarð- víkingar á kostum og skoruðu flórar þriggja stiga körfur og tvær venju- legar og breyttu stöðunni í 20-34. Eftir það var aðeins spuming um hve stór sigur þeirra yrði. Um miðjan síðari hálfleik hitnaði nokkuð í kolunum. Kristni Einars- syni, Njarðvík, og Nökkva Jónssyni, ÍBK, lenti saman með þeim afleiðing- um að báðir voru útilokaðir frá frek- ari þátttöku í leiknum. • Teitur Örlygsson skoraði 19 stig fyrir Njarðvíkinga. „Þetta var ömurlegt hjá okkur. Oftast eru einn th tveir menn í skot- stuði en nú var það enginn. Við reyndum 24 sinnum að skora þriggja ■ stiga körfur og mistókst í öh skiptin. Ég vona að Njarðvíkingar verði bik- armeistarar og óska þeim góðs geng- is því við ætlum okkur að verða ís- landsmeistarar,“ sagði Jón Kr. Gísla- son, fyrirhði ÍBK. Axel Nikulásson skoraði 17 stig fyrir ÍBK, Sigurður Ingimundarson 14 og Guðjón Skúlason 10. Stigahæst- ur hjá Njarðvík var Teitur Örlygsson með 19 stig og Hreiðar Hreiðarsson og Friðrik Ragnarsson með 16 hvor. Meistaraslagur í bikarnum - UMFN og Haukar mætast Þegar dregið var til 8-hða úrshta í bikarkeppni karla í körfuknattleik á laugardaginn kom í ljós að þar mæt- ast Islandsmeistarar Hauka og bikar- meistarar Njarðvíkur. Liðin leika 9. febrúar í Hafnarflrði og tveimur dög- um síðar í Njarðvik. • Þá eigast við tvö önnur hð úr úrvalsdeildinni, KR og Tindastóll. Þau leika í Hagaskóla 7. febrúar og á Sauðárkróki 11. febrúar. • Breiðablik, sem fór beint í 8-hða úrslitin þegar Þórsarar drógu sig úr keppninni, mætir ÍR. Fyrri leikurinn verður í Kópavogi 7. febrúar og sá síðari í Seljaskóla 11. febrúar. • Loks verða margar gamlar kempur í sviðsljósinu þegar b-hð Njarðvíkinga mætir b-liði ÍS. Þau leika í Njarðvík 8. febrúar og í íþróttahúsi Kennaraháskólans kvöldið eftir. Það er því ljóst að eitt b-hð verður meðal þeirra ijögurra sem komast í undanúrslit keppninn- ar að þessu sinni. -VS Létt hjá Haukum - unnu ÍS stórt, 56-94 íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í vandræðum með hð Stúdenta í Kennarháskólanum í gærkvöldi. Leikurinn var liður í íslandsmótinu í karlaflokki í körfuknattleik. Á sama tíma og stórviðri buldi á íþróttahúsinu á holtinu skóku sókn- armenn Hafnfirðinga vörn Stúdentanna með slíku afli að mikih mun- ur var á liðunum er upp var staðið. Lokatölur voru 56-94 gestunum í vil en staðan í hléinu var 24-49. Stig ÍS: Valdimar Guðlaugsson 14, Jón Júlíusson 12, Guðmundur Jóhannsson 10, Þorsteinn Guðmundsson 8, Auöunn Elíasson 6, Kristj- án Oddsson 4, Gísh Pálsson 2. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 19, Tryggvi Jónsson 18, Hörður Pét- ursson 14, Jón Arnar 14, Reynir Kristjánsson 9, ívar Ásgrímsson 8, Eyþór Árnason 6, Haraldur Sæmundsson 4, Tryggvi Ásgrímsson 2. JÖG HM-salart að byrja Framkvæmdanefnd heimsmeistara- keppninar í knatt- spymu, sem fram fer á ítahu sumarið 1990, tilkynnti á föstudag að miðasaia háefist í næsta mánuðL Seldir verða mið- ar sérstaklega á opnunarleikinn í Mílanó 9. j úni og á úrshtaleikinn í Róm, 8. júh, en miðar á aðra leiki eru seldir í einum pakka. Ferðaskriistofur og önnur fyrir- tæki geta keypt miöa frá byijun en einstakhngar þurfa að bíða fram í desember. Miðaverö verð- ur frá 500 krónum upp í 50 þús- und á leik, eför því hversu vel áhorfandinn vhl láta fara um sig. 130 milijarðar Rikisstjórn Ítalíu hefúr samþykkt að 130 mihjörðumísl. króna verði varið til undirbúnings fyrir keppnina. Stjórnin haföi á síðasta ári mælt meö helmingi hærri upphæð en þá hafnaði þingið slik- um fjárútlátum. Upphæðinni verður deht á mhh borganna tólf sem hýsa leiki keppninnar og henni á fyrst og frerast að verja til þess að byggja ný hótel, bæta samgöngur og Qarskipti. Reiknað er með að um átta milljónir manna sæki Italíu heim vegna keppninnar og mikil vinna er framundan til að kleift verið að taka á móti þeim fjölda. ítalska þingið á eftir að ijalla um þessa upphæð og þarf að leggja blessun sina yfir hana. Libýa gaf gegn Alsír Það voru 70 þúsund áhorfendur mættir á knattspyrnuleikvang- inn í Rabta í Líbýu á laugardag- inn th að fylgjast með HM-leik gegn nágrönnunum, Alsírbúum. Þá var tilkynnt að ekkert yröi af leiknum þar sem Líbýa heföi gef- ið hann. Mitól ólæti brutust út meðal áhorfenda sem mótmæltu þessari ákvörðun af krafti og heimtuðu að leikurinn fáeri fram. Fyrsta skýring sem gefin var út var á þá leið að Alsír og Líbýa ættu aö vera ein þjóð araba og því ekki rétt að keppni færi fram þeirra á mihi. Síðan barst afsök- un th Alþjóða knattspymusam- bandsins, þar sem libýumenn sögðust hafa hætt við leikinn af öryggisástæðum. Leikvangurinn væri aöeins 1 60 khómetra fjar- lægð frá hinni umdeildu efna- verksmiðju, sem Bandaríkja- menn hafa hótað árásum á aö undanfömu. Slaney setti met Mary Slaney setti á laugardag nýtt bandarískt met í 1000 metra hlaupi irman- húss þegar hún hljóp á 2:37,6 mín- útum á móti í Portland. Hún á öh bandarísku metin utanhuss frá 800 upp í 5000 metra, og stefnir nú að þvi að leika sama leik inn- anhúss. Þeir gömlu áfram - b-liö Njarövikinga í 8 liða úrslit Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: B-hð Njarðvíkinga fór létt með að tryggja sér sæti í 8 hða úrslitum bik- arkeppni karla í körfuknattleik á laugardaginn. Eftir 29 stiga sigur á Egilsstöðum um fyrri helgi var seinni leikurinn nánast formsatriði, enda höföu „þeir gömlu“ tuttugu stiga forskot í hálfleik og unnu leik- inn að lokum 89-86 eftir að hafa slak- að nokkuð á undir lokin. ÍBK og Haukar í undanúrslit Keflavíkurstúlkurnar komust í und- anúrslitin í bikarkeppni kvenna á laugardag með því aö sigra ÍS 53-33. ÍBK haföi unnið fyrri leikinn með 12 stigum og hafði 39-20 yfir í hléi þann- ig að aldrei var spurning um úrsht. Njarðvík vann b-lið ÍS 40-30 eftir 24-13 í hléi og í Grindavík tapaði heimaliðið 56-74 fyrir ÍR eftir að hafa verið yfir í hléi, 33-82. í báðum thvik- um var um fyrri viðureign hðanna í 8 hða úrslitum að ræða. Þá komust Haukastúlkurnar í und- anúrslitin í gærkvöldi þegar þær unnu KR í Hagaskóla, 28-29. Haukar unnu fyrri leikinn með 24 stiga mun þannig að áframhald þeirra í keppn- inni var aldrei í hættu. Heimsmeistarinn vann Heimsmeistarinn frá Kína, Yang Yang, vann öruggan sigur á opna japanska meistaramótinu í bad- minton sem lauk í Tókíó í gær. Yang vann Foo Kok Keong frá Malasíu 15-2 og 15-10 í úrshta- leiknum, og sagði eftir hann að takmark sitt væri að vinna Ah- England keppnina i mars og heimsmeistarakeppnina í júni. í kvennaflokki mættust tvær kínverskar stúlkur í úrshtum. Li Lingwei, sú besta í heimi, vann Huang Hua 11-4 og 11-2 í leik sem stóð aöeins yfir í 17 mínútur. Lingwei er 25 ára gömul en segjr að hún verði örugglega ekki með á ólympíiheikunum í Barcelona eftir þtjú ár en þá verður bad- minton í fyrsta skipti meðal keppnisgreina á leikunum. SJÁUMST MED ENDURSKINR ENDURStONS- MERKI tátti apótekum ogviðar. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR HEIMILISHJÁLP Starfsfólk vantar til starfa við heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á viku. Upplýsingar í síma 18800. ftfj Hitaveita Reykjavíkur 1 ■ 1 auglýsir breytt símanúmer Aðalnúmer: 600100 v Beinar línur: Innheimta: 600101 Innlagnadeild: 600102 Bilanaþjónusta: 600265 Nætur- og helgidagavakt: .27311 Útboð Byggingarnefnd Foldaskóla óskar eftir tilboðum í að gera þriðja áfanga Foldaskóla í Grafarvogi að mestu tilbúinn undir tréverk. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Guðmundar Þórs Pálssonar, Óðinsgötu 7, Reykjavík, 3. hæð, gegn kr. 1 5.000,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. febrúar 1989 kl. 11.00 f.h. Byggingarnefnd Foldaskóla FLUGMÁLASTJÓRN LOFTFERÐAEFTIRLIT Flugmálastjórn óskar eftir að ráða starfsmann í loft- hæfi- og skrásetningardeild Loftferðaeftirlits. Starfið er m.a. fólgið í skoðunum og eftirliti með lofthæfi íslenskra loftfara, eftirliti með flugrekendum, verkstæðum og einkaaðilum. Viðhaldi flugvélar Flug- málastjórnar. Tæknilegri aðstoð við flugslysarann- sóknir. Önnur verkefni eftir ákvörðun deildarstjóra. Flugvéltækniskírteini skilyrði. Laun samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri loft- hæfi- og skrásetningardeildar Loftferðaeftirlitsins. Umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra fyrir 10. febrúar 1989 á eyðublöðum sem fást hjá Flugmála- stjórn. Flugmálastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.